Lífið

Paleo versta megrunarfæðið

Ugla Egilsdóttir skrifar
Megan Fox er á paleo-mataræði. Hún var ekki á meðal þeirra sem tóku saman listann.
Megan Fox er á paleo-mataræði. Hún var ekki á meðal þeirra sem tóku saman listann.
Steinaldarmataræði lenti í síðasta sæti á lista yfir besta megrunarfæðið. Listinn var settur saman af næringarfræðingum, sérfræðingum í sykursýki, hjartasjúkdómum og megrunum.

Fjölmiðillinn U.S. News tók saman listann. Sérfræðingarnir báru saman 32 megrunarafbrigði með tilliti til sjö þátta. Þessir þættir voru meðal annars langtíma- og skammtímaárangur, hversu auðvelt er að fylgja mataræðinu, áhætta og næringargildi.

Þeir sem eru á paleo-mataræði reyna að fylgja mataræði steinaldarmanna. Það þýðir að borða mikið prótein, en forðast til dæmis sykur og mjólkurvörur.

Listinn er hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.