Lífið

Maður minn vill ekki að ég sé of horuð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Tónlistarkonan Shakira segist ekki hafa áhyggjur af því að fara í megrun því eiginmaður hennar, knattspyrnukappinn Gerard Pique, elski líkama hennar eins og hann er.

„Maður minn, Gerard, kýs kjöt frekar en bein. Hann vill ekki að ég sé of horuð. Það tekur pressuna af mér. Ég hef áhyggjur af ýmsu nú þegar. Ég æfi ekkert í þessum mánuði því ég þarf að klára plötu og ég á barn. Og mér finnst bakkelsið fyrir framan mig gott,“ segir Shakira í viðtali við tímaritið Glamour.

Shakira og Gerard eignuðust soninn Milan í janúar í fyrra. Söngkonan frumflytur bráðum dúet með Rihönnu sem heitir Can't Remember to Forget.

„Hún er kynþokkafyllsta kona í heiminum. Samstarfið var mjög gott og hún kenndi mér danshreyfingar. Hún er yndislegur kennari.“

Prýðir forsíðu Glamour.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.