Svipmynd Markaðarins: Lék fótbolta með KR í efstu deild Haraldur Guðmundsson skrifar 8. janúar 2014 08:57 Kristrún undirbýr nú iðnsýninguna Viku iðnaðarins sem verður haldin í Laugardalshöllinni. Fréttablaðið/GVA. Kristrún Heimisdóttir tók við starfi framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins (SI) í nóvember. Hún segir síðustu vikur hafa verið annasamar enda sinnti hún um tíma tveimur störfum í einu. „Fyrstu dagarnir voru brattir því ég var líka að ljúka kennslu í Evrópurétti í lögfræði við Háskólann á Akureyri. Ég var því með annan fótinn í Reykjavík og hinn fyrir norðan. Síðan var ég með tvo síma, annan með lífi mínu eins og það hefur verið undanfarin misseri og hinn undir nýja starfið,“ segir Kristrún. Hún lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands en Kristrún hefur einnig stundað nám í heimspeki. Spurð um áhugamál segir hún að þau séu mörg enda hafi hún víða komið við. „Ég hef mikinn áhuga á tónlist, alþjóðamálum og les mikið. Síðan er ég dálítið nörd fyrir klassískri tónlist og finnst alveg ótrúlega gaman að geta farið á heimsklassa tónleika eins og maður getur nú komist á í Hörpu.“ Kristrún er mikill KR-ingur og spilaði fótbolta með liðinu í 154 leikjum í efstu deild. „Ég er KR-ingur en hætti að halda með Manchester United þegar þeir seldu Ray Wilkins árið 1984. Ég held mikið upp á Arsene Wenger og það er ekki annað hægt en að halda með jafn glæsilegu liði og Arsenal. Pabbi minn hélt með Leeds og það voru alltaf fagnaðarlæti á mínu æskuheimili þegar liðið náði góðum árangri en því miður dró úr því eftir því sem á leið,“ segir Kristrún og hlær. Samtök iðnaðarins eiga tuttugu ára afmæli á næsta ári en þau voru stofnuð um það leyti sem Ísland hóf þátttöku á innri markaði Evrópusambandsins. „Það stendur til að halda upp á afmælið með glæsibrag. Við ætlum að halda Viku iðnaðarins í mars en þar verður um að ræða samansafn fjölbreyttra viðburða og þar á meðal Iðnþingið sjálft,“ segir Kristrún.Salvör Nordal„Kristrún er mikill vinur vina sinna. Hún hefur sterka dómgreind og óhætt er að segja að maður komi aldrei að tómum kofanum þegar maður leitar til hennar. Það eru fáir sem geta greint vandamál og pólitískra stöður jafn skarplega og af jafn miklu innsæi og Kristrún. Hún hefur fjölbreytt áhugamál og nýtur þess að vasast í mörgu. Hún er hreinskiptin í samskiptum, tekur hlutina alvarlega en sér líka spaugilegu hliðarnar á lífinu og tilverunni.”Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ. Sunna Gunnlaugsdóttir„Við Kristrún erum báðar af Seltjarnarnesinu. Hún var eina stelpan í fótboltaliði Gróttu og held ég að hún hafi meðal annars verið fyrirliði liðsins (strákanna). Við fórum svo í kvennaboltann í KR og urðum góðar vinkonur. Það var aldrei neinn ærslagangur í Kristrúnu heldur einkenndi íhugun gerðir hennar enda var hún sterkur miðjuspilari með sýn yfir völlinn. Hún hefur haldið þessari stöðu í lífinu að skapa tækifæri fyrir aðra með hjartahlýju og að láta gott af sér leiða.”Sunna Gunnlaugsdóttir, tónlistarmaður. Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Kristrún Heimisdóttir tók við starfi framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins (SI) í nóvember. Hún segir síðustu vikur hafa verið annasamar enda sinnti hún um tíma tveimur störfum í einu. „Fyrstu dagarnir voru brattir því ég var líka að ljúka kennslu í Evrópurétti í lögfræði við Háskólann á Akureyri. Ég var því með annan fótinn í Reykjavík og hinn fyrir norðan. Síðan var ég með tvo síma, annan með lífi mínu eins og það hefur verið undanfarin misseri og hinn undir nýja starfið,“ segir Kristrún. Hún lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands en Kristrún hefur einnig stundað nám í heimspeki. Spurð um áhugamál segir hún að þau séu mörg enda hafi hún víða komið við. „Ég hef mikinn áhuga á tónlist, alþjóðamálum og les mikið. Síðan er ég dálítið nörd fyrir klassískri tónlist og finnst alveg ótrúlega gaman að geta farið á heimsklassa tónleika eins og maður getur nú komist á í Hörpu.“ Kristrún er mikill KR-ingur og spilaði fótbolta með liðinu í 154 leikjum í efstu deild. „Ég er KR-ingur en hætti að halda með Manchester United þegar þeir seldu Ray Wilkins árið 1984. Ég held mikið upp á Arsene Wenger og það er ekki annað hægt en að halda með jafn glæsilegu liði og Arsenal. Pabbi minn hélt með Leeds og það voru alltaf fagnaðarlæti á mínu æskuheimili þegar liðið náði góðum árangri en því miður dró úr því eftir því sem á leið,“ segir Kristrún og hlær. Samtök iðnaðarins eiga tuttugu ára afmæli á næsta ári en þau voru stofnuð um það leyti sem Ísland hóf þátttöku á innri markaði Evrópusambandsins. „Það stendur til að halda upp á afmælið með glæsibrag. Við ætlum að halda Viku iðnaðarins í mars en þar verður um að ræða samansafn fjölbreyttra viðburða og þar á meðal Iðnþingið sjálft,“ segir Kristrún.Salvör Nordal„Kristrún er mikill vinur vina sinna. Hún hefur sterka dómgreind og óhætt er að segja að maður komi aldrei að tómum kofanum þegar maður leitar til hennar. Það eru fáir sem geta greint vandamál og pólitískra stöður jafn skarplega og af jafn miklu innsæi og Kristrún. Hún hefur fjölbreytt áhugamál og nýtur þess að vasast í mörgu. Hún er hreinskiptin í samskiptum, tekur hlutina alvarlega en sér líka spaugilegu hliðarnar á lífinu og tilverunni.”Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ. Sunna Gunnlaugsdóttir„Við Kristrún erum báðar af Seltjarnarnesinu. Hún var eina stelpan í fótboltaliði Gróttu og held ég að hún hafi meðal annars verið fyrirliði liðsins (strákanna). Við fórum svo í kvennaboltann í KR og urðum góðar vinkonur. Það var aldrei neinn ærslagangur í Kristrúnu heldur einkenndi íhugun gerðir hennar enda var hún sterkur miðjuspilari með sýn yfir völlinn. Hún hefur haldið þessari stöðu í lífinu að skapa tækifæri fyrir aðra með hjartahlýju og að láta gott af sér leiða.”Sunna Gunnlaugsdóttir, tónlistarmaður.
Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira