Viðskipti innlent

VÍB í samstarf við BlackRock

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Samstarfið er liður í stefnu VÍB að bjóða viðskiptavinum sterkt vöru- og þjónustuframboð.
Samstarfið er liður í stefnu VÍB að bjóða viðskiptavinum sterkt vöru- og þjónustuframboð. Mynd/Valli
Eignastýringarþjónusta Íslandsbanka, VÍB, hefur undirritað samstarfssamning við BlackRock, stærsta eignastýringaraðila heims.

BlackRock er með um 3.800 milljarða Bandaríkjadala í stýringu og starfsemi í 30 löndum. Starfsmenn BlackRock eru yfir tíu þúsund talsins og margir af stærstu lífeyrissjóðum og tryggingafélögum heims nýta eigna­stýringarþjónustu BlackRock.

Í tilkynningu frá Íslandsbanka er haft eftir Stefáni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra VÍB, þar sem hann segist mjög stoltur af því að BlackRock hafi valið þau til samstarfs á Íslandi.

„Samkvæmt könnun Capacent myndu flestir velja að leita til VÍB og Íslandsbanka eftir eigna­stýringarþjónustu eða 31% og er samstarfið við BlackRock liður í því að halda áfram að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina. Við vonum svo sannarlega að þess sé ekki langt að bíða að íslenskir sparifjáreigendur og fagfjárfestar geti nýtt sér þjónustu BlackRock og VÍB erlendis í auknum mæli,“ segir Stefán í tilkynningunni.

Vegna fjármagnshafta gefst einungis viðskiptavinum sem eiga erlendar eignir eða hafa heimild til endurfjárfestingar í erlendum verðbréfum kostur á að fjárfesta í vörum BlackRock.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×