Að eltast við drauminn (og vita hvenær á að hætta) Þórunn Jónsdóttir skrifar 8. janúar 2014 11:11 Við frumkvöðlar lifum flestir eftir einni og sömu möntrunni: „Elta drauminn. Aldrei gefast upp!“ Við hösslum, hörkum og höldum ótrauð áfram. „Hænuskref“ segjum við í hljóði – „ekki gefast upp, þetta kemur allt á endanum.“ Oft höfum við rétt fyrir okkur. Oft er þetta erfiðisins og táranna virði og velgengnin er rétt handan við hornið. Handan við næstu stóru sölu. Handan við næstu vörusýningu. Handan við næsta mikilvæga fund.Óttinn við mistök Íslendingum virðist vera í nöp við mistök. Ef þú gerir mistök ertu aumingi. Ef fyrirtækið þitt fer á hausinn ertu lúser. Þetta leiðir af sér að íslenskir frumkvöðlar halda oft áfram miklu lengur en þeir ættu að gera. Þeir ausa tíma og peningum í verkefni sem eiga að fá að deyja. Stundum er velgengnin svo langt undan að það að halda áfram er hreint glapræði. Það gerir engum gott að halda lífvana fyrirtæki í öndunarvél. Það elur á áhyggjum og kvíða, ekki bara frumkvöðulsins heldur allra í kringum hann.Stundum eru þetta einfaldlega röng verkefni á röngum stað á röngum tíma. Stundum eru þetta hreinlega lélegar hugmyndir sem hafa verið illa framkvæmdar og skortir rétta fólkið í teymið. Frumkvöðlarnir vita oft innst inni að baráttan er töpuð, en þeir neita að gefast upp. Stoltið þolir það ekki. Það vill enginn vera lúser.Velgengni verður ekki til á einni nóttu Að baki hverri sögu um velgengni liggur sjaldnast beinn og breiður vegur endalausra grænna ljósa og góðra ákvarðana. Leiðin er hlykkjótt og hlaðin háum veggjum, óvæntum atvikum og jafnvel umsátrum. Enginn verður stjarna á einni nóttu, sama hvaða mynd fjölmiðlar reyna að mála fyrir okkur. Við þurfum að leyfa sjálfum okkur (og öðrum) að gera mistök. Rými til mistaka er ein mikilvægasta forsenda framfara. Vissulega geta mistökin verið dýr, bæði fjárhagslega og tilfinningalega, en þau verða að fá að lifa í sátt og samlyndi við velgengnina. Það er ógeðslega sárt að játa sig sigraðan. En stundum er það óumflýjanlegt. Í stað þess að lengja í snörunni verðum við að sætta okkur við aðstæður, taka skref aftur á bak og sjá hvað við getum lært af þessu. Loka einum dyrum og opna nokkra glugga nýrra tækifæra. Hætta, læra og halda svo áfram. Eitt skref í einu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Við frumkvöðlar lifum flestir eftir einni og sömu möntrunni: „Elta drauminn. Aldrei gefast upp!“ Við hösslum, hörkum og höldum ótrauð áfram. „Hænuskref“ segjum við í hljóði – „ekki gefast upp, þetta kemur allt á endanum.“ Oft höfum við rétt fyrir okkur. Oft er þetta erfiðisins og táranna virði og velgengnin er rétt handan við hornið. Handan við næstu stóru sölu. Handan við næstu vörusýningu. Handan við næsta mikilvæga fund.Óttinn við mistök Íslendingum virðist vera í nöp við mistök. Ef þú gerir mistök ertu aumingi. Ef fyrirtækið þitt fer á hausinn ertu lúser. Þetta leiðir af sér að íslenskir frumkvöðlar halda oft áfram miklu lengur en þeir ættu að gera. Þeir ausa tíma og peningum í verkefni sem eiga að fá að deyja. Stundum er velgengnin svo langt undan að það að halda áfram er hreint glapræði. Það gerir engum gott að halda lífvana fyrirtæki í öndunarvél. Það elur á áhyggjum og kvíða, ekki bara frumkvöðulsins heldur allra í kringum hann.Stundum eru þetta einfaldlega röng verkefni á röngum stað á röngum tíma. Stundum eru þetta hreinlega lélegar hugmyndir sem hafa verið illa framkvæmdar og skortir rétta fólkið í teymið. Frumkvöðlarnir vita oft innst inni að baráttan er töpuð, en þeir neita að gefast upp. Stoltið þolir það ekki. Það vill enginn vera lúser.Velgengni verður ekki til á einni nóttu Að baki hverri sögu um velgengni liggur sjaldnast beinn og breiður vegur endalausra grænna ljósa og góðra ákvarðana. Leiðin er hlykkjótt og hlaðin háum veggjum, óvæntum atvikum og jafnvel umsátrum. Enginn verður stjarna á einni nóttu, sama hvaða mynd fjölmiðlar reyna að mála fyrir okkur. Við þurfum að leyfa sjálfum okkur (og öðrum) að gera mistök. Rými til mistaka er ein mikilvægasta forsenda framfara. Vissulega geta mistökin verið dýr, bæði fjárhagslega og tilfinningalega, en þau verða að fá að lifa í sátt og samlyndi við velgengnina. Það er ógeðslega sárt að játa sig sigraðan. En stundum er það óumflýjanlegt. Í stað þess að lengja í snörunni verðum við að sætta okkur við aðstæður, taka skref aftur á bak og sjá hvað við getum lært af þessu. Loka einum dyrum og opna nokkra glugga nýrra tækifæra. Hætta, læra og halda svo áfram. Eitt skref í einu.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun