Að eltast við drauminn (og vita hvenær á að hætta) Þórunn Jónsdóttir skrifar 8. janúar 2014 11:11 Við frumkvöðlar lifum flestir eftir einni og sömu möntrunni: „Elta drauminn. Aldrei gefast upp!“ Við hösslum, hörkum og höldum ótrauð áfram. „Hænuskref“ segjum við í hljóði – „ekki gefast upp, þetta kemur allt á endanum.“ Oft höfum við rétt fyrir okkur. Oft er þetta erfiðisins og táranna virði og velgengnin er rétt handan við hornið. Handan við næstu stóru sölu. Handan við næstu vörusýningu. Handan við næsta mikilvæga fund.Óttinn við mistök Íslendingum virðist vera í nöp við mistök. Ef þú gerir mistök ertu aumingi. Ef fyrirtækið þitt fer á hausinn ertu lúser. Þetta leiðir af sér að íslenskir frumkvöðlar halda oft áfram miklu lengur en þeir ættu að gera. Þeir ausa tíma og peningum í verkefni sem eiga að fá að deyja. Stundum er velgengnin svo langt undan að það að halda áfram er hreint glapræði. Það gerir engum gott að halda lífvana fyrirtæki í öndunarvél. Það elur á áhyggjum og kvíða, ekki bara frumkvöðulsins heldur allra í kringum hann.Stundum eru þetta einfaldlega röng verkefni á röngum stað á röngum tíma. Stundum eru þetta hreinlega lélegar hugmyndir sem hafa verið illa framkvæmdar og skortir rétta fólkið í teymið. Frumkvöðlarnir vita oft innst inni að baráttan er töpuð, en þeir neita að gefast upp. Stoltið þolir það ekki. Það vill enginn vera lúser.Velgengni verður ekki til á einni nóttu Að baki hverri sögu um velgengni liggur sjaldnast beinn og breiður vegur endalausra grænna ljósa og góðra ákvarðana. Leiðin er hlykkjótt og hlaðin háum veggjum, óvæntum atvikum og jafnvel umsátrum. Enginn verður stjarna á einni nóttu, sama hvaða mynd fjölmiðlar reyna að mála fyrir okkur. Við þurfum að leyfa sjálfum okkur (og öðrum) að gera mistök. Rými til mistaka er ein mikilvægasta forsenda framfara. Vissulega geta mistökin verið dýr, bæði fjárhagslega og tilfinningalega, en þau verða að fá að lifa í sátt og samlyndi við velgengnina. Það er ógeðslega sárt að játa sig sigraðan. En stundum er það óumflýjanlegt. Í stað þess að lengja í snörunni verðum við að sætta okkur við aðstæður, taka skref aftur á bak og sjá hvað við getum lært af þessu. Loka einum dyrum og opna nokkra glugga nýrra tækifæra. Hætta, læra og halda svo áfram. Eitt skref í einu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Við frumkvöðlar lifum flestir eftir einni og sömu möntrunni: „Elta drauminn. Aldrei gefast upp!“ Við hösslum, hörkum og höldum ótrauð áfram. „Hænuskref“ segjum við í hljóði – „ekki gefast upp, þetta kemur allt á endanum.“ Oft höfum við rétt fyrir okkur. Oft er þetta erfiðisins og táranna virði og velgengnin er rétt handan við hornið. Handan við næstu stóru sölu. Handan við næstu vörusýningu. Handan við næsta mikilvæga fund.Óttinn við mistök Íslendingum virðist vera í nöp við mistök. Ef þú gerir mistök ertu aumingi. Ef fyrirtækið þitt fer á hausinn ertu lúser. Þetta leiðir af sér að íslenskir frumkvöðlar halda oft áfram miklu lengur en þeir ættu að gera. Þeir ausa tíma og peningum í verkefni sem eiga að fá að deyja. Stundum er velgengnin svo langt undan að það að halda áfram er hreint glapræði. Það gerir engum gott að halda lífvana fyrirtæki í öndunarvél. Það elur á áhyggjum og kvíða, ekki bara frumkvöðulsins heldur allra í kringum hann.Stundum eru þetta einfaldlega röng verkefni á röngum stað á röngum tíma. Stundum eru þetta hreinlega lélegar hugmyndir sem hafa verið illa framkvæmdar og skortir rétta fólkið í teymið. Frumkvöðlarnir vita oft innst inni að baráttan er töpuð, en þeir neita að gefast upp. Stoltið þolir það ekki. Það vill enginn vera lúser.Velgengni verður ekki til á einni nóttu Að baki hverri sögu um velgengni liggur sjaldnast beinn og breiður vegur endalausra grænna ljósa og góðra ákvarðana. Leiðin er hlykkjótt og hlaðin háum veggjum, óvæntum atvikum og jafnvel umsátrum. Enginn verður stjarna á einni nóttu, sama hvaða mynd fjölmiðlar reyna að mála fyrir okkur. Við þurfum að leyfa sjálfum okkur (og öðrum) að gera mistök. Rými til mistaka er ein mikilvægasta forsenda framfara. Vissulega geta mistökin verið dýr, bæði fjárhagslega og tilfinningalega, en þau verða að fá að lifa í sátt og samlyndi við velgengnina. Það er ógeðslega sárt að játa sig sigraðan. En stundum er það óumflýjanlegt. Í stað þess að lengja í snörunni verðum við að sætta okkur við aðstæður, taka skref aftur á bak og sjá hvað við getum lært af þessu. Loka einum dyrum og opna nokkra glugga nýrra tækifæra. Hætta, læra og halda svo áfram. Eitt skref í einu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar