Einelti eða samskiptavandi? Hildur Jakobína Gísladóttir skrifar 8. janúar 2014 11:12 Einelti á vinnustöðum er ein tegund ofbeldis. Skv. skilgreiningu í reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað nr. 1000/2004, er einelti ámælisverð hegðun sem er síendurtekin og til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að. Hér er ekki átt við skoðanaágreining eða hagsmunaárekstur sem kann að rísa á vinnustað á milli stjórnanda eða starfsmanns, eða tveggja eða fleiri starfsmanna enda sé skoðanaágreiningur eða hagsmunaárekstur hvorki viðvarandi eða endurtekinn kerfisbundið. En hvenær verður maður fyrir einelti af hálfu samstarfsmanns? Hér skiptir máli að skoða hvaða ásetningur liggur á bak við hegðun viðkomandi. Er stjórnandinn að reyna að stýra með kolrangri stjórnunaraðferð (vegna eigin óöryggis) sem hann sjálfur telur að muni virka til góðs eða er hann meðvitað að nota stýringu á starfsmenn til að uppfylla einhverjar persónulegar hvatir eða að reyna að tryggja eigin hagsmuni. Í þessu samhengi þarf að skoða hegðunarmynstur viðkomandi og kanna fortíð hans sem stjórnanda. Eru fleiri sem hafa lent í viðkomandi og haldið því fram að hegðun hans sé ofbeldishegðun eins og einelti eða er um einangrað tilvik að ræða? Saga vinnustaðarins hefur líka mikið að segja um menninguna sem þar ræður ríkjum.Skil á milli Margar ástæður geta legið að baki eineltishegðun. Stendur yfirmanninum eða samstarfsmanni ógn af þér? Er hann hræddur um stöðu sína, þ.e. að þú munir koma til með að taka hans sess? Er hann hræddur um að þú verðir of vinsæll á vinnustaðnum? Vinsælli en hann sjálfur? Heldur hann upplýsingum frá þér? Lætur hann þig fá of mikið af verkefnum til að vera fullviss um að vinnuálagið verði of mikið og að þú náir ekki að klára verkefnin með fullnægjandi hætti? Passar hann sig á að hrósa þér aldrei? Þiggur hann sjálfur hrós fyrir störf þín? Gerir hann lítið úr þér fyrir framan aðra? Er hann að „splitta“ á vinnustaðnum eða bera út rógburð eða ýta undir að gjá myndist í vinnufélagahópnum til að þú lendir í ógöngum sem ekki er hægt að bendla hann við o.s.frv. Þetta eru dæmi um slæman ásetning og einelti enda er einelti ofbeldi sem ekki er alltaf sjáanlegt. Ofbeldismenn fela ofbeldið eftir fremsta megni og passa upp á að láta ekki góma sig. Þarna liggur ásetningurinn. Lélegir stjórnarhættir eða ólæsi í samskiptum er allt annað mál. Hæfni í samskiptum hefur mikið um stjórnunarhætti viðkomandi að segja. Ef þú ert ósáttur við hegðun yfirmanns eða samstarfsmanns í þinn garð, ræddu það þá við hann og sjáðu hvernig hann bregst við. Fólk er misjafnt í samskiptum og stundum kemur það klaufalega fram án þess að það sé ásetningur um slíkt. Mikilvægt er að skilja á milli eineltishegðunar og lélegs stjórnunarstíls því ásökun um einelti er alltaf alvarleg. Það getur þó reynst þeim sem upplifir einelti í sinn garð erfitt að greina á milli og þess vegna þarf alltaf að hlusta á þann sem tilkynnir einelti og það ber að taka alvarlega. Það er nauðsynlegt að fá utanaðkomandi aðila til að skera úr um hvort slík ásökun eigi við rök að styðjast því ofbeldismál verður að vinna með faglegum hætti. Er til að mynda rétt að mannauðsstjóri eða aðrir starfsmenn vinnustaðarins séu settir í þau spor að vinna ofbeldismál á milli tveggja vinnufélaga sinna ? Enginn ætti að vera settur í þá stöðu.Horfast í augu við vandann Yfirmenn stofnana verða að viðurkenna að einelti geti komið upp, jafnvel þótt það varði vinnufélaga eða vin. „Heilbrigðir“ vinnustaðir viðurkenna einelti og þagga það ekki niður. Ofbeldismaðurinn lærir ekki að hegðun hans sé óásættanleg sé ekki tekið á málunum og hann mun halda áfram að beita ofbeldinu. Það verður að varast að taka afstöðu með ofbeldismanninum og vera meðvitaður um hvaða áhrif ofbeldið hefur á þann sem fyrir slíku verður. Þetta eru spurningar sem hver og einn stjórnandi verður að hugsa um og leitast við að finna svör við, því að ábyrgðin liggur alltaf hjá æðsta stjórnanda vinnustaðarins. Sé eineltisstefna til staðar þarf hún að vera virk og það verður að fara eftir henni. Þolendur eineltis á vinnustöðum eiga það inni hjá vinnustaðnum að fá faglega aðstoð til að vinna úr þessu ofbeldi og aðstoð við leit að nýrri vinnu beri svo undir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Einelti á vinnustöðum er ein tegund ofbeldis. Skv. skilgreiningu í reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað nr. 1000/2004, er einelti ámælisverð hegðun sem er síendurtekin og til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að. Hér er ekki átt við skoðanaágreining eða hagsmunaárekstur sem kann að rísa á vinnustað á milli stjórnanda eða starfsmanns, eða tveggja eða fleiri starfsmanna enda sé skoðanaágreiningur eða hagsmunaárekstur hvorki viðvarandi eða endurtekinn kerfisbundið. En hvenær verður maður fyrir einelti af hálfu samstarfsmanns? Hér skiptir máli að skoða hvaða ásetningur liggur á bak við hegðun viðkomandi. Er stjórnandinn að reyna að stýra með kolrangri stjórnunaraðferð (vegna eigin óöryggis) sem hann sjálfur telur að muni virka til góðs eða er hann meðvitað að nota stýringu á starfsmenn til að uppfylla einhverjar persónulegar hvatir eða að reyna að tryggja eigin hagsmuni. Í þessu samhengi þarf að skoða hegðunarmynstur viðkomandi og kanna fortíð hans sem stjórnanda. Eru fleiri sem hafa lent í viðkomandi og haldið því fram að hegðun hans sé ofbeldishegðun eins og einelti eða er um einangrað tilvik að ræða? Saga vinnustaðarins hefur líka mikið að segja um menninguna sem þar ræður ríkjum.Skil á milli Margar ástæður geta legið að baki eineltishegðun. Stendur yfirmanninum eða samstarfsmanni ógn af þér? Er hann hræddur um stöðu sína, þ.e. að þú munir koma til með að taka hans sess? Er hann hræddur um að þú verðir of vinsæll á vinnustaðnum? Vinsælli en hann sjálfur? Heldur hann upplýsingum frá þér? Lætur hann þig fá of mikið af verkefnum til að vera fullviss um að vinnuálagið verði of mikið og að þú náir ekki að klára verkefnin með fullnægjandi hætti? Passar hann sig á að hrósa þér aldrei? Þiggur hann sjálfur hrós fyrir störf þín? Gerir hann lítið úr þér fyrir framan aðra? Er hann að „splitta“ á vinnustaðnum eða bera út rógburð eða ýta undir að gjá myndist í vinnufélagahópnum til að þú lendir í ógöngum sem ekki er hægt að bendla hann við o.s.frv. Þetta eru dæmi um slæman ásetning og einelti enda er einelti ofbeldi sem ekki er alltaf sjáanlegt. Ofbeldismenn fela ofbeldið eftir fremsta megni og passa upp á að láta ekki góma sig. Þarna liggur ásetningurinn. Lélegir stjórnarhættir eða ólæsi í samskiptum er allt annað mál. Hæfni í samskiptum hefur mikið um stjórnunarhætti viðkomandi að segja. Ef þú ert ósáttur við hegðun yfirmanns eða samstarfsmanns í þinn garð, ræddu það þá við hann og sjáðu hvernig hann bregst við. Fólk er misjafnt í samskiptum og stundum kemur það klaufalega fram án þess að það sé ásetningur um slíkt. Mikilvægt er að skilja á milli eineltishegðunar og lélegs stjórnunarstíls því ásökun um einelti er alltaf alvarleg. Það getur þó reynst þeim sem upplifir einelti í sinn garð erfitt að greina á milli og þess vegna þarf alltaf að hlusta á þann sem tilkynnir einelti og það ber að taka alvarlega. Það er nauðsynlegt að fá utanaðkomandi aðila til að skera úr um hvort slík ásökun eigi við rök að styðjast því ofbeldismál verður að vinna með faglegum hætti. Er til að mynda rétt að mannauðsstjóri eða aðrir starfsmenn vinnustaðarins séu settir í þau spor að vinna ofbeldismál á milli tveggja vinnufélaga sinna ? Enginn ætti að vera settur í þá stöðu.Horfast í augu við vandann Yfirmenn stofnana verða að viðurkenna að einelti geti komið upp, jafnvel þótt það varði vinnufélaga eða vin. „Heilbrigðir“ vinnustaðir viðurkenna einelti og þagga það ekki niður. Ofbeldismaðurinn lærir ekki að hegðun hans sé óásættanleg sé ekki tekið á málunum og hann mun halda áfram að beita ofbeldinu. Það verður að varast að taka afstöðu með ofbeldismanninum og vera meðvitaður um hvaða áhrif ofbeldið hefur á þann sem fyrir slíku verður. Þetta eru spurningar sem hver og einn stjórnandi verður að hugsa um og leitast við að finna svör við, því að ábyrgðin liggur alltaf hjá æðsta stjórnanda vinnustaðarins. Sé eineltisstefna til staðar þarf hún að vera virk og það verður að fara eftir henni. Þolendur eineltis á vinnustöðum eiga það inni hjá vinnustaðnum að fá faglega aðstoð til að vinna úr þessu ofbeldi og aðstoð við leit að nýrri vinnu beri svo undir.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar