Einelti eða samskiptavandi? Hildur Jakobína Gísladóttir skrifar 8. janúar 2014 11:12 Einelti á vinnustöðum er ein tegund ofbeldis. Skv. skilgreiningu í reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað nr. 1000/2004, er einelti ámælisverð hegðun sem er síendurtekin og til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að. Hér er ekki átt við skoðanaágreining eða hagsmunaárekstur sem kann að rísa á vinnustað á milli stjórnanda eða starfsmanns, eða tveggja eða fleiri starfsmanna enda sé skoðanaágreiningur eða hagsmunaárekstur hvorki viðvarandi eða endurtekinn kerfisbundið. En hvenær verður maður fyrir einelti af hálfu samstarfsmanns? Hér skiptir máli að skoða hvaða ásetningur liggur á bak við hegðun viðkomandi. Er stjórnandinn að reyna að stýra með kolrangri stjórnunaraðferð (vegna eigin óöryggis) sem hann sjálfur telur að muni virka til góðs eða er hann meðvitað að nota stýringu á starfsmenn til að uppfylla einhverjar persónulegar hvatir eða að reyna að tryggja eigin hagsmuni. Í þessu samhengi þarf að skoða hegðunarmynstur viðkomandi og kanna fortíð hans sem stjórnanda. Eru fleiri sem hafa lent í viðkomandi og haldið því fram að hegðun hans sé ofbeldishegðun eins og einelti eða er um einangrað tilvik að ræða? Saga vinnustaðarins hefur líka mikið að segja um menninguna sem þar ræður ríkjum.Skil á milli Margar ástæður geta legið að baki eineltishegðun. Stendur yfirmanninum eða samstarfsmanni ógn af þér? Er hann hræddur um stöðu sína, þ.e. að þú munir koma til með að taka hans sess? Er hann hræddur um að þú verðir of vinsæll á vinnustaðnum? Vinsælli en hann sjálfur? Heldur hann upplýsingum frá þér? Lætur hann þig fá of mikið af verkefnum til að vera fullviss um að vinnuálagið verði of mikið og að þú náir ekki að klára verkefnin með fullnægjandi hætti? Passar hann sig á að hrósa þér aldrei? Þiggur hann sjálfur hrós fyrir störf þín? Gerir hann lítið úr þér fyrir framan aðra? Er hann að „splitta“ á vinnustaðnum eða bera út rógburð eða ýta undir að gjá myndist í vinnufélagahópnum til að þú lendir í ógöngum sem ekki er hægt að bendla hann við o.s.frv. Þetta eru dæmi um slæman ásetning og einelti enda er einelti ofbeldi sem ekki er alltaf sjáanlegt. Ofbeldismenn fela ofbeldið eftir fremsta megni og passa upp á að láta ekki góma sig. Þarna liggur ásetningurinn. Lélegir stjórnarhættir eða ólæsi í samskiptum er allt annað mál. Hæfni í samskiptum hefur mikið um stjórnunarhætti viðkomandi að segja. Ef þú ert ósáttur við hegðun yfirmanns eða samstarfsmanns í þinn garð, ræddu það þá við hann og sjáðu hvernig hann bregst við. Fólk er misjafnt í samskiptum og stundum kemur það klaufalega fram án þess að það sé ásetningur um slíkt. Mikilvægt er að skilja á milli eineltishegðunar og lélegs stjórnunarstíls því ásökun um einelti er alltaf alvarleg. Það getur þó reynst þeim sem upplifir einelti í sinn garð erfitt að greina á milli og þess vegna þarf alltaf að hlusta á þann sem tilkynnir einelti og það ber að taka alvarlega. Það er nauðsynlegt að fá utanaðkomandi aðila til að skera úr um hvort slík ásökun eigi við rök að styðjast því ofbeldismál verður að vinna með faglegum hætti. Er til að mynda rétt að mannauðsstjóri eða aðrir starfsmenn vinnustaðarins séu settir í þau spor að vinna ofbeldismál á milli tveggja vinnufélaga sinna ? Enginn ætti að vera settur í þá stöðu.Horfast í augu við vandann Yfirmenn stofnana verða að viðurkenna að einelti geti komið upp, jafnvel þótt það varði vinnufélaga eða vin. „Heilbrigðir“ vinnustaðir viðurkenna einelti og þagga það ekki niður. Ofbeldismaðurinn lærir ekki að hegðun hans sé óásættanleg sé ekki tekið á málunum og hann mun halda áfram að beita ofbeldinu. Það verður að varast að taka afstöðu með ofbeldismanninum og vera meðvitaður um hvaða áhrif ofbeldið hefur á þann sem fyrir slíku verður. Þetta eru spurningar sem hver og einn stjórnandi verður að hugsa um og leitast við að finna svör við, því að ábyrgðin liggur alltaf hjá æðsta stjórnanda vinnustaðarins. Sé eineltisstefna til staðar þarf hún að vera virk og það verður að fara eftir henni. Þolendur eineltis á vinnustöðum eiga það inni hjá vinnustaðnum að fá faglega aðstoð til að vinna úr þessu ofbeldi og aðstoð við leit að nýrri vinnu beri svo undir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Einelti á vinnustöðum er ein tegund ofbeldis. Skv. skilgreiningu í reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað nr. 1000/2004, er einelti ámælisverð hegðun sem er síendurtekin og til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að. Hér er ekki átt við skoðanaágreining eða hagsmunaárekstur sem kann að rísa á vinnustað á milli stjórnanda eða starfsmanns, eða tveggja eða fleiri starfsmanna enda sé skoðanaágreiningur eða hagsmunaárekstur hvorki viðvarandi eða endurtekinn kerfisbundið. En hvenær verður maður fyrir einelti af hálfu samstarfsmanns? Hér skiptir máli að skoða hvaða ásetningur liggur á bak við hegðun viðkomandi. Er stjórnandinn að reyna að stýra með kolrangri stjórnunaraðferð (vegna eigin óöryggis) sem hann sjálfur telur að muni virka til góðs eða er hann meðvitað að nota stýringu á starfsmenn til að uppfylla einhverjar persónulegar hvatir eða að reyna að tryggja eigin hagsmuni. Í þessu samhengi þarf að skoða hegðunarmynstur viðkomandi og kanna fortíð hans sem stjórnanda. Eru fleiri sem hafa lent í viðkomandi og haldið því fram að hegðun hans sé ofbeldishegðun eins og einelti eða er um einangrað tilvik að ræða? Saga vinnustaðarins hefur líka mikið að segja um menninguna sem þar ræður ríkjum.Skil á milli Margar ástæður geta legið að baki eineltishegðun. Stendur yfirmanninum eða samstarfsmanni ógn af þér? Er hann hræddur um stöðu sína, þ.e. að þú munir koma til með að taka hans sess? Er hann hræddur um að þú verðir of vinsæll á vinnustaðnum? Vinsælli en hann sjálfur? Heldur hann upplýsingum frá þér? Lætur hann þig fá of mikið af verkefnum til að vera fullviss um að vinnuálagið verði of mikið og að þú náir ekki að klára verkefnin með fullnægjandi hætti? Passar hann sig á að hrósa þér aldrei? Þiggur hann sjálfur hrós fyrir störf þín? Gerir hann lítið úr þér fyrir framan aðra? Er hann að „splitta“ á vinnustaðnum eða bera út rógburð eða ýta undir að gjá myndist í vinnufélagahópnum til að þú lendir í ógöngum sem ekki er hægt að bendla hann við o.s.frv. Þetta eru dæmi um slæman ásetning og einelti enda er einelti ofbeldi sem ekki er alltaf sjáanlegt. Ofbeldismenn fela ofbeldið eftir fremsta megni og passa upp á að láta ekki góma sig. Þarna liggur ásetningurinn. Lélegir stjórnarhættir eða ólæsi í samskiptum er allt annað mál. Hæfni í samskiptum hefur mikið um stjórnunarhætti viðkomandi að segja. Ef þú ert ósáttur við hegðun yfirmanns eða samstarfsmanns í þinn garð, ræddu það þá við hann og sjáðu hvernig hann bregst við. Fólk er misjafnt í samskiptum og stundum kemur það klaufalega fram án þess að það sé ásetningur um slíkt. Mikilvægt er að skilja á milli eineltishegðunar og lélegs stjórnunarstíls því ásökun um einelti er alltaf alvarleg. Það getur þó reynst þeim sem upplifir einelti í sinn garð erfitt að greina á milli og þess vegna þarf alltaf að hlusta á þann sem tilkynnir einelti og það ber að taka alvarlega. Það er nauðsynlegt að fá utanaðkomandi aðila til að skera úr um hvort slík ásökun eigi við rök að styðjast því ofbeldismál verður að vinna með faglegum hætti. Er til að mynda rétt að mannauðsstjóri eða aðrir starfsmenn vinnustaðarins séu settir í þau spor að vinna ofbeldismál á milli tveggja vinnufélaga sinna ? Enginn ætti að vera settur í þá stöðu.Horfast í augu við vandann Yfirmenn stofnana verða að viðurkenna að einelti geti komið upp, jafnvel þótt það varði vinnufélaga eða vin. „Heilbrigðir“ vinnustaðir viðurkenna einelti og þagga það ekki niður. Ofbeldismaðurinn lærir ekki að hegðun hans sé óásættanleg sé ekki tekið á málunum og hann mun halda áfram að beita ofbeldinu. Það verður að varast að taka afstöðu með ofbeldismanninum og vera meðvitaður um hvaða áhrif ofbeldið hefur á þann sem fyrir slíku verður. Þetta eru spurningar sem hver og einn stjórnandi verður að hugsa um og leitast við að finna svör við, því að ábyrgðin liggur alltaf hjá æðsta stjórnanda vinnustaðarins. Sé eineltisstefna til staðar þarf hún að vera virk og það verður að fara eftir henni. Þolendur eineltis á vinnustöðum eiga það inni hjá vinnustaðnum að fá faglega aðstoð til að vinna úr þessu ofbeldi og aðstoð við leit að nýrri vinnu beri svo undir.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar