Viðskipti innlent

Verkstjórafundur Sjávarklasans

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Af fundi Sjávarklasans.
Af fundi Sjávarklasans. Mynd/Anton
Verkstjórafundur Sjávarklasans verður haldinn öðru sinni föstudaginn 10. janúar næstkomandi í samstarfi við Iceland Seafood International og Icelandic Group.

Fundinn sækja yfir 50 verkstjórar í sjávarútvegi til þess að fræðast um þær áskoranir og tækifæri sem við blasa í greininni um þessar mundir.
 
Þetta er annað árið í röð sem Sjávarklasinn heldur verkstjórafund af þessu tagi en þeir voru haldnir reglulega í byrjun 10. áratugar síðustu aldar og þóttu mikilvægir í því skyni að efla tengslanet og fræðslu verkstjóra í sjávarútvegi og fiskvinnslu.

Á fundinum verða meðal annars flutt erindi varðandi gæðamál og meðferð afla, fullvinnslu, aukaafurðir og markaðssetningu, en lögð verður sérstök áhersla á umræður í hópum.

Erindin verða flutt af fulltrúm fyrirtækja á borð við Matís, Þorbjörn og Codland.

Fundurinn hefst með heimsóknum til HB Granda og í Hús Sjávarklasans en fer fram í Sjóminjasafninu Víkinni við Grandagarð í Reykjavík. Skáning á fundinn fer fram á sjavarklasinn@sjavarklasinn.is.
 
Frekari upplýsingar veitir starfsfólk Íslenska sjávarklasans í síma 577 6200.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×