Lífið

Ástin dó á nýja árinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Sjónvarpsstjarnan Kelly Osbourne og vegan-kokkurinn Matthew Mosshart eru búin að slíta trúlofun sinni eftir tveggja ára samband.

„Kelly Osbourne og Matthew Mosshart hafa ákveðið að slíta trúlofun sinni. Parið heldur áfram að bera mikla virðingu fyrir hvort öðru. Kelly hlakkar til nýja ársins og nýs upphafs. Þau munu ekki tjá sig frekar að þessu sinni og við óskum eftir því að þið virðið einkalíf þeirra,“ stendur í tilkynningu frá blaðafulltrúa parsins.

Parið kynntist sumarið 2011 í brúðkaupi fyrirsætunnar Kate Moss. Þau sáust fyrst saman sem par í desember sama ár og staðfestu trúlofun sína í júlí á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.