Viðskipti innlent

Áfram hægt að taka út séreignasparnað

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Valgarður
Heimild til tímabundinnar úttektar á séreignasparnaði hefur verið framlengd til loka árs 2014. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Hægt verður að óska eftir úttekt, líkt og hefur verið síðustu ár.

Hámarksúttekt er níu milljónir króna, að frádreginni þeirri fjárhæð sem rétthafi hefur þegar sótt um og fengið greiddar. Um er að ræða 2.750 þúsund króna hækkun á úttektarfjárhæð frá fyrri heimild.

„Úttektin greiðist með mánaðarlegum greiðslum að hámarki 600.000 í allt að 15 mánuði að frádreginni staðgreiðslu, samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda (tekjuskattur og útsvar). Sé úttekt lægri en níu milljónir króna styttist útgreiðslutími hlutfallslega,“ segir í tilkynningunni.

Þeir einstaklingar sem sækja um níu milljónir nú og hafa ekki nýtt heimildina áður, er mánaðarleg útgreiðsla að frádreginni staðgreiðslu samtals 360 þúsund krónur næstu 15 mánuði. Miðað við að staðgreiðsluhlutfall á úttekt sé að jafnaði 40 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×