Mannréttindi og kirkjuheimsóknir Sigurvin Lárus Jónsson og Sunna Dóra Möller skrifar 16. desember 2014 07:00 Við erum æskulýðsprestar sem störfum sitthvoru megin á landinu, í Neskirkju og í Akureyrarkirkju, við að taka á móti börnum sem sækja kirkjuna heim. Forsendur slíkra heimsókna eru ólíkar, stundum eru börnin að sækja helgihald á vegum kirkjunnar með ástvinum sínum, öðrum stundum er um að ræða frístundastarf þar sem helgihald er hluti af skipulögðu æskulýðsstarfi sem börnin eru skráð í og síðan eru heimsóknir leikskóla og skóla í kirkjuna. Heimsóknir menntastofnana í kirkjuna eru unnar í samstarfi við skólastjórnendur og það varð ekki breyting þar á við breyttar reglur Reykjavíkurborgar. Reglur Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar hafa í því samhengi orðið að nokkru gagni við að skerpa á vinnubrögðum í tengslum við slíkar heimsóknir, þar sem um er ræða hóp barna sem ekki tilheyra öll þjóðkirkjunni. Það er sem dæmi ekki eðlilegt að láta börn múslima signa sig við upphaf slíkrar heimsóknar, þó presturinn megi sýna signingu sem hluta af trúarhefð kristinnar kirkju. Þær reglur um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila Reykjavíkurborgar við trúar- og lífsskoðunarfélög sem samþykktar voru fyrir rúmu ári, ganga lengra en svo að tryggja trúfrelsi nemenda í íslenskum skólum. Þess í stað ganga þær út frá þeirri sýn að skólakerfið skuli vera trúlaus vettvangur þar sem „skal forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum“ og „trúar- og lífsskoðunarfélög skulu ekki stunda starfsemi sína innan veggja leik- og grunnskóla borgarinnar á skólatíma né heldur á starfstíma frístundaheimila“. Á þessum forsendum hefur dýrmætt samstarf kirkna og frístundaheimila víða lagst af en hefð hafði skapast fyrir því að kirkjustarf fengi afnot af húsnæði þeirra á starfstíma frístundaheimila. Er þar um beina mismunun að ræða í garð trúfélaga, samanborið við aðra aðila sem bjóða upp á skipulagt frístundastarf í hverfum borgarinnar. Trúfrelsi hefur verið stjórnarskrárbundinn réttur á Íslandi frá árinu 1874 og það hefur aldrei verið ríkari þörf til að standa vörð um trúfrelsi í samfélagi okkar með stækkandi hópi innflytjenda á Íslandi. Trúfrelsi er grundvallarforsenda fjölmenningarsamfélags og ef ekki er staðinn vörður um rétt innflytjenda til að iðka trú sína og varðveita menningu sína óáreitt, komumst við ekki hjá því að brjóta á rétti þeirra. Trúfrelsi varðar mannréttindi og er mannréttindasáttmálum ætlað að tryggja einstaklingum réttinn til að iðka trú sína og gera um leið þjóðfélagshópum kleift að viðhalda menningararfi sínum óáreitt. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um rétt barna til að „njóta eigin menningar, játa og iðka eigin trú, og nota eigið tungumál í samfélagi með öðrum í hópnum“, sérstaklega þegar um þjóðernisbrot í minnihluta er um að ræða. Ekki hlutlaus vettvangur Íslenskt skólakerfi er ekki og á ekki að vera hlutlaus vettvangur, heldur uppeldis- og menntastofnum sem stendur vörð um íslenska tungu og menningu, gerir börn á Íslandi læs á sögulegt samhengi þjóðarinnar og eykur víðsýni í garð þeirra sem auðga samfélag okkar með ólíkri trú og menningu. Skólinn á ekki að vera vettvangur trúarlegrar mismununar en hann getur aldrei orðið menningarlega hlutlaus vettvangur. Kristin trú er hluti af menningu okkar og arfi og það er hlutverk skólans að kynna það fyrir börnum. Á sama hátt og ekki er hægt að kynna íþróttir fyrir börnum af bók er heldur ekki hægt að kynna trúarlega iðkun fyrir börnum án þess að þau verði vitni að henni og finni sig frjáls til að iðka hana sjálf óáreitt. Þau börn sem eiga foreldra sem af trúarlegum eða félagslegum ástæðum vilja ekki að börn sín sæki kirkju eiga að hafa valkost um það, en ef tillitssemi við þau hindrar kirkjuheimsóknir er of langt gengið. Tortryggni í garð kirkjunnar, presta hennar eða kristins jólahalds verður ekki réttlætt á forsendum mannréttinda eða trúfrelsis, heldur tilheyrir fordómum í garð trúarbragða sem verða æ háværari í opinberri umræðu. Kirkjuheimsóknir leik- og grunnskóla á stórhátíðum samræmast að fullu fjölmenningarlegum sjónarmiðum og trúfrelsishugsjónum þar sem trúarhefðum er gert hátt undir höfði. Sú hugmynd að skólakerfið eigi að vera trúarlaus vettvangur hefur hins vegar ekki verið rædd á breiðari vettvangi en sem varðar samstarf kirkju og skóla, en virðist þó vera grunnforsenda þeirra reglna sem Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur sett. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Við erum æskulýðsprestar sem störfum sitthvoru megin á landinu, í Neskirkju og í Akureyrarkirkju, við að taka á móti börnum sem sækja kirkjuna heim. Forsendur slíkra heimsókna eru ólíkar, stundum eru börnin að sækja helgihald á vegum kirkjunnar með ástvinum sínum, öðrum stundum er um að ræða frístundastarf þar sem helgihald er hluti af skipulögðu æskulýðsstarfi sem börnin eru skráð í og síðan eru heimsóknir leikskóla og skóla í kirkjuna. Heimsóknir menntastofnana í kirkjuna eru unnar í samstarfi við skólastjórnendur og það varð ekki breyting þar á við breyttar reglur Reykjavíkurborgar. Reglur Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar hafa í því samhengi orðið að nokkru gagni við að skerpa á vinnubrögðum í tengslum við slíkar heimsóknir, þar sem um er ræða hóp barna sem ekki tilheyra öll þjóðkirkjunni. Það er sem dæmi ekki eðlilegt að láta börn múslima signa sig við upphaf slíkrar heimsóknar, þó presturinn megi sýna signingu sem hluta af trúarhefð kristinnar kirkju. Þær reglur um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila Reykjavíkurborgar við trúar- og lífsskoðunarfélög sem samþykktar voru fyrir rúmu ári, ganga lengra en svo að tryggja trúfrelsi nemenda í íslenskum skólum. Þess í stað ganga þær út frá þeirri sýn að skólakerfið skuli vera trúlaus vettvangur þar sem „skal forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum“ og „trúar- og lífsskoðunarfélög skulu ekki stunda starfsemi sína innan veggja leik- og grunnskóla borgarinnar á skólatíma né heldur á starfstíma frístundaheimila“. Á þessum forsendum hefur dýrmætt samstarf kirkna og frístundaheimila víða lagst af en hefð hafði skapast fyrir því að kirkjustarf fengi afnot af húsnæði þeirra á starfstíma frístundaheimila. Er þar um beina mismunun að ræða í garð trúfélaga, samanborið við aðra aðila sem bjóða upp á skipulagt frístundastarf í hverfum borgarinnar. Trúfrelsi hefur verið stjórnarskrárbundinn réttur á Íslandi frá árinu 1874 og það hefur aldrei verið ríkari þörf til að standa vörð um trúfrelsi í samfélagi okkar með stækkandi hópi innflytjenda á Íslandi. Trúfrelsi er grundvallarforsenda fjölmenningarsamfélags og ef ekki er staðinn vörður um rétt innflytjenda til að iðka trú sína og varðveita menningu sína óáreitt, komumst við ekki hjá því að brjóta á rétti þeirra. Trúfrelsi varðar mannréttindi og er mannréttindasáttmálum ætlað að tryggja einstaklingum réttinn til að iðka trú sína og gera um leið þjóðfélagshópum kleift að viðhalda menningararfi sínum óáreitt. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um rétt barna til að „njóta eigin menningar, játa og iðka eigin trú, og nota eigið tungumál í samfélagi með öðrum í hópnum“, sérstaklega þegar um þjóðernisbrot í minnihluta er um að ræða. Ekki hlutlaus vettvangur Íslenskt skólakerfi er ekki og á ekki að vera hlutlaus vettvangur, heldur uppeldis- og menntastofnum sem stendur vörð um íslenska tungu og menningu, gerir börn á Íslandi læs á sögulegt samhengi þjóðarinnar og eykur víðsýni í garð þeirra sem auðga samfélag okkar með ólíkri trú og menningu. Skólinn á ekki að vera vettvangur trúarlegrar mismununar en hann getur aldrei orðið menningarlega hlutlaus vettvangur. Kristin trú er hluti af menningu okkar og arfi og það er hlutverk skólans að kynna það fyrir börnum. Á sama hátt og ekki er hægt að kynna íþróttir fyrir börnum af bók er heldur ekki hægt að kynna trúarlega iðkun fyrir börnum án þess að þau verði vitni að henni og finni sig frjáls til að iðka hana sjálf óáreitt. Þau börn sem eiga foreldra sem af trúarlegum eða félagslegum ástæðum vilja ekki að börn sín sæki kirkju eiga að hafa valkost um það, en ef tillitssemi við þau hindrar kirkjuheimsóknir er of langt gengið. Tortryggni í garð kirkjunnar, presta hennar eða kristins jólahalds verður ekki réttlætt á forsendum mannréttinda eða trúfrelsis, heldur tilheyrir fordómum í garð trúarbragða sem verða æ háværari í opinberri umræðu. Kirkjuheimsóknir leik- og grunnskóla á stórhátíðum samræmast að fullu fjölmenningarlegum sjónarmiðum og trúfrelsishugsjónum þar sem trúarhefðum er gert hátt undir höfði. Sú hugmynd að skólakerfið eigi að vera trúarlaus vettvangur hefur hins vegar ekki verið rædd á breiðari vettvangi en sem varðar samstarf kirkju og skóla, en virðist þó vera grunnforsenda þeirra reglna sem Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur sett.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun