Tekjulægstu og tekjuhæstu hafa hækkað mest Óli Kristján Ármannsson skrifar 29. júlí 2014 07:00 Miðað við fyrirliggjandi gögn má gefa sér að á ársfundi Samtaka atvinnulífsins fyrr á þessu ári hafi ekki komið saman fólk sem setið hefur eftir í launaþróun. Fréttablaðið/GVA Stjórnendur hækkuðu mun meira í launum en aðrir milli áranna 2012 og 2013. Tölur Hagstofu Íslands sýna um 14,4 prósenta hækkun milli áranna að jafnaði. Í nýútkomnu Tekjublaði Frjálsrar verslunar má svo sjá dæmi um mun meiri hækkanir hjá millistjórnendum fyrirtækja, sem nú eru sagðir hafa 2,2 milljónir króna í mánaðarlaun að meðaltali. Samtök atvinnulífsins segja hækkanirnar ríma illa við áherslur samtakanna um aukinn verðstöðugleika og kaupmátt. Í aðdraganda kjarasamninga í fyrrahaust lögðu samtökin áherslu á hóflega kjarasamninga, launþegar voru hvattir til að stilla kröfum í hóf þannig að verja mætti kaupmátt..Þorsteinn VígslundssonÞorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, áréttar að verið sé að bera saman launaþróun áranna 2012 til 2013. „Nýgerðir kjarasamningar eru gerðir í árslok 2013 og eru grunnurinn að launaþróun þessa árs,“ segir hann. Hækkun stjórnenda á þessum tíma sé engu að síður töluvert umfram almenna launaþróun og telur Þorsteinn líklegt að þar sé um að ræða ákveðna leiðréttingu vegna þess að heildarlaun stjórnenda hafi lækkað langmest eftir hrun, milli áranna 2009 og 2010. „Og það virðist eins og verið sé að leiðrétta það til baka á síðasta ári.“ Þorsteinn bendir á að sé horft lengra aftur í tímann og borin saman launaþróun frá 2006 komi í ljós að laun hafi þróast með mjög áþekkum hætti. Á þeim tíma hafi heildarlaun á almennum vinnumarkaði hækkað um 45,2 prósent og laun stjórnenda um 43,6 prósent.Gylfi ArnbjörnssonGylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), sagði í samtali við fréttastofu á sunnudag að launatölurnar kæmu sér á óvart. Þær bentu hins vegar til þess að staða stærstu fyrirtækja landsins væri betri en gefið hefði verið upp undanfarið. Hann sagði launaskrið stjórnenda minna á þensluna fyrir hrun og örugglega hafa áhrif á kröfur launþegahreyfinganna í vetur. „Stjórnendur geta ekki ætlast til þess að þeir búi við einhver önnur kjör og aðrar aðstæður en starfsmenn þeirra,“ sagði Gylfi. „Þetta mun örugglega rata inn í kröfugerð komandi vetrar.“Þegar horft er á tölur Hagstofunnar um launaþróun frá árinu 2006 kemur í ljós að þeir hópar sem mest hækka fram til ársins 2013 eru þeir allra tekjulægstu, skrifstofufólk og verkafólk, um tæp 48 og 50 prósent, og svo stjórnendur, en laun þeirra hækkuðu um 43,6 prósent á tímabilinu. Aðrir hópar hækka um 28 til 36 prósent. Í meðaltalstölum um launaþróun á vinnumarkaði er hvergi að finna dæmi um laun sem haldið hafa í við verðlagsþróun í landinu, en milli 2006 og 2013 var 58,3 prósenta verðbólga. Tengdar fréttir SA lýsir yfir áhyggjum af launahækkunum stjórnenda Í nýrri samantekt Frjálsrar verslunar kemur fram að laun stjórnenda 200 stærstu fyrirtækja landsins hafi hækkað verulega á milli ára. 28. júlí 2014 15:39 Laun stjórnenda hækka um 40 prósent Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sagði í fréttum Stöðvar tvö að gríðarlegt launaskrið stjórnenda í stórum einkafyrirtækjum merki um þeim vegni betur en þau gefa upp. Launaskriðið muni hafa mikil áhrif á kjarasaviðræður í vetur. Laun millistjórnenda í stærstu einkafyrirtækjum landsins hafa hækkað á milli 35 til 40 prósent á milli ára samkvæmt nýju tekjublaði Frjálsrar verslunar. Launavísitalan hækkaði á sama tíma um tæp sex prósent. 27. júlí 2014 19:04 Verulegar launahækkanir í samfélaginu Forstjórar hafa hækkað um þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði að meðaltali, eða um 3,6 milljónir á ári samkvæmt nýjasta tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. 26. júlí 2014 11:44 Launabil stjórnenda og annarra breikkar frekar SA segja launahækkanir stjórnenda umfram almenna launaþróun vera áhyggjuefni. Munur á launum þeirra tekjuhæstu og tekjulægstu hefur aukist mikið frá 2006. Í dag munar 574 þúsundum á stjórnendum og öðrum. 29. júlí 2014 07:00 Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Stjórnendur hækkuðu mun meira í launum en aðrir milli áranna 2012 og 2013. Tölur Hagstofu Íslands sýna um 14,4 prósenta hækkun milli áranna að jafnaði. Í nýútkomnu Tekjublaði Frjálsrar verslunar má svo sjá dæmi um mun meiri hækkanir hjá millistjórnendum fyrirtækja, sem nú eru sagðir hafa 2,2 milljónir króna í mánaðarlaun að meðaltali. Samtök atvinnulífsins segja hækkanirnar ríma illa við áherslur samtakanna um aukinn verðstöðugleika og kaupmátt. Í aðdraganda kjarasamninga í fyrrahaust lögðu samtökin áherslu á hóflega kjarasamninga, launþegar voru hvattir til að stilla kröfum í hóf þannig að verja mætti kaupmátt..Þorsteinn VígslundssonÞorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, áréttar að verið sé að bera saman launaþróun áranna 2012 til 2013. „Nýgerðir kjarasamningar eru gerðir í árslok 2013 og eru grunnurinn að launaþróun þessa árs,“ segir hann. Hækkun stjórnenda á þessum tíma sé engu að síður töluvert umfram almenna launaþróun og telur Þorsteinn líklegt að þar sé um að ræða ákveðna leiðréttingu vegna þess að heildarlaun stjórnenda hafi lækkað langmest eftir hrun, milli áranna 2009 og 2010. „Og það virðist eins og verið sé að leiðrétta það til baka á síðasta ári.“ Þorsteinn bendir á að sé horft lengra aftur í tímann og borin saman launaþróun frá 2006 komi í ljós að laun hafi þróast með mjög áþekkum hætti. Á þeim tíma hafi heildarlaun á almennum vinnumarkaði hækkað um 45,2 prósent og laun stjórnenda um 43,6 prósent.Gylfi ArnbjörnssonGylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), sagði í samtali við fréttastofu á sunnudag að launatölurnar kæmu sér á óvart. Þær bentu hins vegar til þess að staða stærstu fyrirtækja landsins væri betri en gefið hefði verið upp undanfarið. Hann sagði launaskrið stjórnenda minna á þensluna fyrir hrun og örugglega hafa áhrif á kröfur launþegahreyfinganna í vetur. „Stjórnendur geta ekki ætlast til þess að þeir búi við einhver önnur kjör og aðrar aðstæður en starfsmenn þeirra,“ sagði Gylfi. „Þetta mun örugglega rata inn í kröfugerð komandi vetrar.“Þegar horft er á tölur Hagstofunnar um launaþróun frá árinu 2006 kemur í ljós að þeir hópar sem mest hækka fram til ársins 2013 eru þeir allra tekjulægstu, skrifstofufólk og verkafólk, um tæp 48 og 50 prósent, og svo stjórnendur, en laun þeirra hækkuðu um 43,6 prósent á tímabilinu. Aðrir hópar hækka um 28 til 36 prósent. Í meðaltalstölum um launaþróun á vinnumarkaði er hvergi að finna dæmi um laun sem haldið hafa í við verðlagsþróun í landinu, en milli 2006 og 2013 var 58,3 prósenta verðbólga.
Tengdar fréttir SA lýsir yfir áhyggjum af launahækkunum stjórnenda Í nýrri samantekt Frjálsrar verslunar kemur fram að laun stjórnenda 200 stærstu fyrirtækja landsins hafi hækkað verulega á milli ára. 28. júlí 2014 15:39 Laun stjórnenda hækka um 40 prósent Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sagði í fréttum Stöðvar tvö að gríðarlegt launaskrið stjórnenda í stórum einkafyrirtækjum merki um þeim vegni betur en þau gefa upp. Launaskriðið muni hafa mikil áhrif á kjarasaviðræður í vetur. Laun millistjórnenda í stærstu einkafyrirtækjum landsins hafa hækkað á milli 35 til 40 prósent á milli ára samkvæmt nýju tekjublaði Frjálsrar verslunar. Launavísitalan hækkaði á sama tíma um tæp sex prósent. 27. júlí 2014 19:04 Verulegar launahækkanir í samfélaginu Forstjórar hafa hækkað um þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði að meðaltali, eða um 3,6 milljónir á ári samkvæmt nýjasta tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. 26. júlí 2014 11:44 Launabil stjórnenda og annarra breikkar frekar SA segja launahækkanir stjórnenda umfram almenna launaþróun vera áhyggjuefni. Munur á launum þeirra tekjuhæstu og tekjulægstu hefur aukist mikið frá 2006. Í dag munar 574 þúsundum á stjórnendum og öðrum. 29. júlí 2014 07:00 Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
SA lýsir yfir áhyggjum af launahækkunum stjórnenda Í nýrri samantekt Frjálsrar verslunar kemur fram að laun stjórnenda 200 stærstu fyrirtækja landsins hafi hækkað verulega á milli ára. 28. júlí 2014 15:39
Laun stjórnenda hækka um 40 prósent Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sagði í fréttum Stöðvar tvö að gríðarlegt launaskrið stjórnenda í stórum einkafyrirtækjum merki um þeim vegni betur en þau gefa upp. Launaskriðið muni hafa mikil áhrif á kjarasaviðræður í vetur. Laun millistjórnenda í stærstu einkafyrirtækjum landsins hafa hækkað á milli 35 til 40 prósent á milli ára samkvæmt nýju tekjublaði Frjálsrar verslunar. Launavísitalan hækkaði á sama tíma um tæp sex prósent. 27. júlí 2014 19:04
Verulegar launahækkanir í samfélaginu Forstjórar hafa hækkað um þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði að meðaltali, eða um 3,6 milljónir á ári samkvæmt nýjasta tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. 26. júlí 2014 11:44
Launabil stjórnenda og annarra breikkar frekar SA segja launahækkanir stjórnenda umfram almenna launaþróun vera áhyggjuefni. Munur á launum þeirra tekjuhæstu og tekjulægstu hefur aukist mikið frá 2006. Í dag munar 574 þúsundum á stjórnendum og öðrum. 29. júlí 2014 07:00
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun