„Það er glatað að eldast“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 18. janúar 2014 08:30 Páll hefur verið duglegur í ræktinni síðustu þrjú ár. Fréttablaðið/Vilhelm „Mér líður þokkalega. Ég er aðeins farinn að velta fyrir mér dauðanum en ekkert alvarlega. Það er samt frekar glatað að eldast. Ég reyni bara að anda djúpt enda ekkert við þessu að gera,“ segir söngvarinn Páll Rósinkrans. Þessi hæfileikaríki tónlistarmaður er fertugur í dag og býður nánustu fjölskyldu í kaffi. „Ég býð fjölskyldunni í kökusneið og mjólkurglas í dag. Ég pantaði einhverja tertu hjá Tertugalleríi Myllunnar. Ég treysti mér ekki til að baka hana sjálfur því ég hreinlega nenni ekki að standa í því.“ Páll státar af farsælum ferli í tónlistinni og sló fyrst í gegn með hljómsveitinni Jet Black Joe sem gaf út þrjár plötur á árunum 1992 til 1994. Síðari ár hefur hann haft nóg að gera á sólóferli sínum. „Ég vinn við það að syngja og er búinn að gera það eingöngu í fimmtán ár. Maður er eins og jólasveinninn – mætir bara þegar maður er pantaður. Ætli það sé ekki plata í bígerð hjá mér og kannsi „Best of“ líka. Það er alltaf nóg af hugmyndum en spurning hvað gerist. Stundum er best að gera ekki neitt,“ segir Páll. „Ég kannski fer aðeins yfir lífshlaupið á þessum tímamótum, horfi til baka og hvað ég ætla að gera næst. Það er ýmislegt sem stendur upp úr en ég rifja það ekki allt saman upp hér. Það eru margar sögur og margt sem hefur gerst á ferlinum. Það er efni í heila bók,“ segir Páll en efast um að sú bók muni líta dagsins ljós. „Ég er nú lítið hrifinn af því að nota einhverjar sögur á gráu svæði og skandala til að selja bækur og eintök. Það er ekki alveg minn stíll.“ Páll tók sig til og breytti um lífsstíl fyrir þremur árum og er mjög duglegur að hreyfa sig. „Ég er í nokkuð góðu formi núna. Ég gerði samning við sjálfan mig um að byrja að mæta og vera flottur. Enda er maður ekkert að yngjast eins og þetta viðtal gefur til kynna.“ Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Sjá meira
„Mér líður þokkalega. Ég er aðeins farinn að velta fyrir mér dauðanum en ekkert alvarlega. Það er samt frekar glatað að eldast. Ég reyni bara að anda djúpt enda ekkert við þessu að gera,“ segir söngvarinn Páll Rósinkrans. Þessi hæfileikaríki tónlistarmaður er fertugur í dag og býður nánustu fjölskyldu í kaffi. „Ég býð fjölskyldunni í kökusneið og mjólkurglas í dag. Ég pantaði einhverja tertu hjá Tertugalleríi Myllunnar. Ég treysti mér ekki til að baka hana sjálfur því ég hreinlega nenni ekki að standa í því.“ Páll státar af farsælum ferli í tónlistinni og sló fyrst í gegn með hljómsveitinni Jet Black Joe sem gaf út þrjár plötur á árunum 1992 til 1994. Síðari ár hefur hann haft nóg að gera á sólóferli sínum. „Ég vinn við það að syngja og er búinn að gera það eingöngu í fimmtán ár. Maður er eins og jólasveinninn – mætir bara þegar maður er pantaður. Ætli það sé ekki plata í bígerð hjá mér og kannsi „Best of“ líka. Það er alltaf nóg af hugmyndum en spurning hvað gerist. Stundum er best að gera ekki neitt,“ segir Páll. „Ég kannski fer aðeins yfir lífshlaupið á þessum tímamótum, horfi til baka og hvað ég ætla að gera næst. Það er ýmislegt sem stendur upp úr en ég rifja það ekki allt saman upp hér. Það eru margar sögur og margt sem hefur gerst á ferlinum. Það er efni í heila bók,“ segir Páll en efast um að sú bók muni líta dagsins ljós. „Ég er nú lítið hrifinn af því að nota einhverjar sögur á gráu svæði og skandala til að selja bækur og eintök. Það er ekki alveg minn stíll.“ Páll tók sig til og breytti um lífsstíl fyrir þremur árum og er mjög duglegur að hreyfa sig. „Ég er í nokkuð góðu formi núna. Ég gerði samning við sjálfan mig um að byrja að mæta og vera flottur. Enda er maður ekkert að yngjast eins og þetta viðtal gefur til kynna.“
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Sjá meira