Lífið

Magnesíum er lífsnauðsynlegt fyrir okkur

Marín Manda skrifar
Jóhanna Kristjánsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir.
Jóhanna Kristjánsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir.
Heilsuumræðan um kísil og magnesíum sem fæðubótarefni hefur verið áberandi að undanförnu en hvort tveggja er lífsnauðsynlegt fyrir heilbrigði fólks. Kísill er efnasamband frumefnanna kísils (Si) og súrefnis. Kísill er algengt snefilefni sem er afar mikilvægt næringarefni fyrir líkamann til vaxtar og viðhalds. Talið er að kísillinn geti unnið gegn hjartasjúkdómum en hann styrkir alla bandvefi, örvar ónæmiskerfið og er bólgu- og sýklaeyðandi.

Magnesíum er steinefni sem sérhver fruma líkamans þarf á að halda og er lífsnauðsynlegt bæði til að framleiða orku og taugaboðefni.

„Við höfum fylgst svo mikið með Hallgrími Magnússyni lækni í gegnum árin og mér finnst hann hafa verið ansi framsýnn maður um þetta allt saman. Magnesíum er þriðja mikilvægasta lífsefni sem við þurfum á að halda á eftir súrefni og vatni og svo koma vítamínin þar á eftir. Við getum ekki lifað án þess,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir sem rekur heilsuhofið Systrasamfélagið ásamt systur sinni, Jóhönnu Kristjánsdóttur, sem hefur starfað í heilsubransanum í fjölda ára.

Systurnar opnuðu Systrasamfélagið fyrir rúmlega sex mánuðum og selja bæði kísil og magnesíum. Þær ákváðu að leggja áherslu á lífræna drykki, vítamín og niðurbrjótanlegar og umhverfisvænar umbúðir. Einnig er hægt að kaupa jógafatnað, jógadýnur og bækur og fleiri fylgihluti. 

„Magnesíum í jarðveginum okkar er mikið minna en var hérna fyrir fimmtíu árum, þess vegna er öll fæðan sem við erum að innbyrða svo magnesíumsnauð. Svo er þetta náttúrulega vöðvaslakandi og gott fyrir beinin,“ segir Jóhanna og heldur áfram: „Kísillinn gerir líkamann basískan. Þetta hreinsar slím og getur verið gott fyrir þá sem hafa fengið sníkjudýr í líkamann. Hann er einnig góður gegn ýmsum sýkingum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.