Innlent

Mannskæð árás Talíbana í Kabúl

Tuttugu og einn lést í sjálfsmorðssprengju- og skotárás á veitingastað í Kabúl í gær. Meðal þeirra sem létust voru yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Afghanistan og fjórir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna.

Þá lést vertinn, Kamal Hamade, einnig í sprengingunni, en veitingastaður hans hefur notið mikilla vinsælda í Kabúl, ekki síst vegna súkkulaðiköku Hamande, sem þótti ein sú besta í borginni.

Talibanar hafa lýst tilræðinu á hendur sér en atburðarásin var á þá leið að maður sprengdi sjálfan sig upp fyrir utan víggirtan veitingastaðinn. Í kjölfarið óðu tveir menn vopnaðir byssum inn á veitingastaðinn og skutu á þá sem fyrir voru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×