Hver er sérstaða þín á markaði? Rúna Magnúsdóttir skrifar 15. október 2014 07:30 Við lifum í heimi sem breytist hratt dag frá degi. Fyrir ekkert svo óskaplega mörgum árum var góð menntun, með góðri gráðu og nokkrum vel völdum bókstöfum fyrir aftan nafnið þitt það sem gaf þér farmiða á fyrsta klassa inn í hinn fullkomna starfsvettvang. Ef þú hafðir ofan á prófgráðuna skrifleg meðmæli frá fyrrverandi vinnuveitendum þá var lífið draumur. En nú er öldin önnur. Með tilkomu gífurlegrar fjölgunar á vel menntuðu fólki hér á landi, opnun atvinnumarkaða úti í heimi, sem og óendanlegra möguleika á verkefnum og störfum sem eiga sér stað í gegnum internetið svo og hins gífurlega hraða sem einkennir hið daglega líf, dugar einfaldlega ekki lengur að veifa prófgráðum og nokkrum meðmælum til að fá draumastarfið í hendurnar. Já, jafnvel þótt þú eigir fimm háskólagráður, eins og vinur okkar Bjarnfreðarson sagði svo eftirminnilega.Hver er þinn X-faktor? Já, til að ná athygli fólks á þér, þinni sérþekkingu og hæfileikum þarftu að sýna og segja á örstuttan og hnitmiðaðan máta hver þú ert, hvað það er sem gefur þér sérstöðu á markaði, ég kalla þetta þinn X-FAKTOR. Þú þarft í raun að geta sett saman, helst í einni setningu hvað það er sem fær þig til að hendast fram úr rúminu á morgnana, smella þér í gírinn og takast á við verkefni dagsins af gleði og ástríðu. Ég segi ástríðu því að það eru engin ný sannindi að til þess að ná árangri í lífi og starfi þarftu hreinlega að elska vinnuna þína. Þú veist þetta alveg upp á tíu. Ég er að tala um þig. Þú þarft „bara“ að segja hver þú ert, hvað gerir þig sérstaka/n og hvers vegna það skiptir þig máli að fá að gera það sem þú elskar að gera.Hvernig finnur þú þinn X-faktor? En er það einfalt að þekkja og geta komið sínum X-faktor á framfæri? Nei, það er hreinlega allt annað en einfalt fyrir langflest okkar að vita hvað það er sem gerir okkur einstök. Ein einfaldasta leiðin er að leggja vel við hlustir. Gefðu þér tíma til að HLUSTA vel á það sem aðrir segja við þig. Hugsaðu um þau verkefni sem þú færð oftast upp í hendurnar? Hvað einkennir þessi verkefni? Hvað er það sem aðrir sjá við að þú gætir komið með lausnina? Athyglisverðar leiðir til að uppgötva þinn X-faktor. Farðu í gegnum 360° viðhorfsmat og fáðu innsýn í hvað samferðafólkið þitt sér við þig, „brandið“ þitt, styrkleika og hæfileika. 360° viðhorfsmatið er nafnlaus könnun sem gefur þér kristaltæra sýn á þínum X-faktor. Taktu próf á netinu, til dæmis The Vitality Test, Wealth Dynamics eða DISC.com og fáðu dýpri innsýn í þinn náttúrulega X-faktor. Leyfðu þér að vera ÞÚ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Sjá meira
Við lifum í heimi sem breytist hratt dag frá degi. Fyrir ekkert svo óskaplega mörgum árum var góð menntun, með góðri gráðu og nokkrum vel völdum bókstöfum fyrir aftan nafnið þitt það sem gaf þér farmiða á fyrsta klassa inn í hinn fullkomna starfsvettvang. Ef þú hafðir ofan á prófgráðuna skrifleg meðmæli frá fyrrverandi vinnuveitendum þá var lífið draumur. En nú er öldin önnur. Með tilkomu gífurlegrar fjölgunar á vel menntuðu fólki hér á landi, opnun atvinnumarkaða úti í heimi, sem og óendanlegra möguleika á verkefnum og störfum sem eiga sér stað í gegnum internetið svo og hins gífurlega hraða sem einkennir hið daglega líf, dugar einfaldlega ekki lengur að veifa prófgráðum og nokkrum meðmælum til að fá draumastarfið í hendurnar. Já, jafnvel þótt þú eigir fimm háskólagráður, eins og vinur okkar Bjarnfreðarson sagði svo eftirminnilega.Hver er þinn X-faktor? Já, til að ná athygli fólks á þér, þinni sérþekkingu og hæfileikum þarftu að sýna og segja á örstuttan og hnitmiðaðan máta hver þú ert, hvað það er sem gefur þér sérstöðu á markaði, ég kalla þetta þinn X-FAKTOR. Þú þarft í raun að geta sett saman, helst í einni setningu hvað það er sem fær þig til að hendast fram úr rúminu á morgnana, smella þér í gírinn og takast á við verkefni dagsins af gleði og ástríðu. Ég segi ástríðu því að það eru engin ný sannindi að til þess að ná árangri í lífi og starfi þarftu hreinlega að elska vinnuna þína. Þú veist þetta alveg upp á tíu. Ég er að tala um þig. Þú þarft „bara“ að segja hver þú ert, hvað gerir þig sérstaka/n og hvers vegna það skiptir þig máli að fá að gera það sem þú elskar að gera.Hvernig finnur þú þinn X-faktor? En er það einfalt að þekkja og geta komið sínum X-faktor á framfæri? Nei, það er hreinlega allt annað en einfalt fyrir langflest okkar að vita hvað það er sem gerir okkur einstök. Ein einfaldasta leiðin er að leggja vel við hlustir. Gefðu þér tíma til að HLUSTA vel á það sem aðrir segja við þig. Hugsaðu um þau verkefni sem þú færð oftast upp í hendurnar? Hvað einkennir þessi verkefni? Hvað er það sem aðrir sjá við að þú gætir komið með lausnina? Athyglisverðar leiðir til að uppgötva þinn X-faktor. Farðu í gegnum 360° viðhorfsmat og fáðu innsýn í hvað samferðafólkið þitt sér við þig, „brandið“ þitt, styrkleika og hæfileika. 360° viðhorfsmatið er nafnlaus könnun sem gefur þér kristaltæra sýn á þínum X-faktor. Taktu próf á netinu, til dæmis The Vitality Test, Wealth Dynamics eða DISC.com og fáðu dýpri innsýn í þinn náttúrulega X-faktor. Leyfðu þér að vera ÞÚ.
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar