Seljan og Svanberg hnakkrífast um Andra Frey Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2014 15:17 Helgi Seljan lætur Eið Svanberg ekki eiga tommu inni hjá sér eftir að sá síðarnefndi lét þess svo getið að Andri Freyr væri nú ekki merkilegur pappír. Helgi Seljan sjónvarpsmaður og Eiður Svanberg Guðnason, fyrrverandi sendiherra, lentu í harkalegri rimmu á netinu en ásteytingarsteinninn, bitbeinið, er útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson. Eiði þykir lítt til Andra Freys koma en Helgi Seljan kemur æskuvini sínum til varnar – og gerir það af mikilli hörku.Aulahrollurinn sem fylgir Andra Frey Vettvangur deilu þeirra er Facebook þar sem krækt er í fréttAtla Fannars um að Egill Helgason sé að feta í fótspor Andra á Flandri, þá er hann fór til Vesturheims, í sjónvarpsþáttum sínum Vesturförum. Api í raun það sem Andri hafði áður gert. Eiður segir það engu skipta því munurinn sé sá að Egill og hans fólks geri þetta vel, kunni til verka: „Vitræn samtöl við fólk sem veit og þekkir söguna. Andraflandur var mestmegnis sjálfhverfubull. Skelfilegt ef slíkt er í vændum frá Færeyjum,“ en væntanleg er sjónvarpsþáttaröð þar sem segir af ævintýrum Andra í Færeyjum. Margrét Böðvarsdóttir tekur heilshugar undir með Eið. „Egill er fagmaður með ljúfa framkomu en Andri er sjálfhverfur og kann sig ekki. Það hellist yfir mig aulahrollur þegar ég sé hann og heyri.“Helga verður nóg boðið Þá er Helga Seljan nóg boðið. Hann kemur varlega inn og bregður fyrir sig háði: „Eiður og Margrét: Fá ef nokkur eins góð meðmæli hef ég heyrt með æskuvini mínum og félaga, en þau að ykkur finnist hann leiðinlegur, dónalegur og sjálfhverfur. Svo ég tali nú ekki um aulahroll Margrétar. Ef allir væru nú eins kurteisir og þið; vel að sér í mannasiðum.“ En, leikar eiga eftir æsast til mikilla muna því við svo búið, eftir uppgerðarkurteisi og kveðjur, slær í brýnu milli þeirra Eiðs og Helga svo um munar. Eiður þakkar Helga fyrir þessar „einstaklega smekklegu og kurteislegu athugasemdir. Er það þetta sem við eigendur Ríkisútvarpsins greiðum þér laun fyrir? Þú ert stofnuninni til ævarandi sóma fyrir einstaka kurteisi og hlýtur að hafa meistaragráðu í mannasiðum. Vér dónar sem leyfum okkur að gagnrýna lélega sjónvarpsþætti hneigjum okkur í auðmýkt.“Agnarsmátt sálartetrið En, Helgi, sem tekur það fram að hann hafi aldrei gefið sig út fyrir að vera kurteis, lætur Eið ekki eiga neitt inni hjá sér og svarar samstundis: „Hvað borga ég þér fyrir Eiður? Ekki ert þú í vinnu?“ Og bætir svo í: „Þið Margrét mannasiðakennari, gagnrýnið ekkert sjónvarpsefni, heldur einbeitið ykkur fyrst og síðast að því að upphefja agnarsmátt sálartetrið í ykkur með því að ráðast að persónu Andra.“ Og seinna segir Helgi, en alþýðleiki Andra Freys hafði komið til tals: „Alþýðlegt fyrir Eiði, er að sitja af sér nokkur ár á þingi; hvert hann flaut á bökum verkafólks. Standa þar þétt að baki fámenns hóps stóreignafólks, og stækka sjóði þess enn meir, með því að leyfa þeim að veðsetja óveiddan fisk, en fara síðan betlandi með lettersbréf fyrir forsvarsmenn óhugnanlegasta einræðisríkis vorra tíma og verða sendiherra í Alþýðulýðveldinu Kína. Andri er ekki þannig. Og verður aldrei þannig alþýðlegur.“ Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Ný stikla úr GTA VI Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira
Helgi Seljan sjónvarpsmaður og Eiður Svanberg Guðnason, fyrrverandi sendiherra, lentu í harkalegri rimmu á netinu en ásteytingarsteinninn, bitbeinið, er útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson. Eiði þykir lítt til Andra Freys koma en Helgi Seljan kemur æskuvini sínum til varnar – og gerir það af mikilli hörku.Aulahrollurinn sem fylgir Andra Frey Vettvangur deilu þeirra er Facebook þar sem krækt er í fréttAtla Fannars um að Egill Helgason sé að feta í fótspor Andra á Flandri, þá er hann fór til Vesturheims, í sjónvarpsþáttum sínum Vesturförum. Api í raun það sem Andri hafði áður gert. Eiður segir það engu skipta því munurinn sé sá að Egill og hans fólks geri þetta vel, kunni til verka: „Vitræn samtöl við fólk sem veit og þekkir söguna. Andraflandur var mestmegnis sjálfhverfubull. Skelfilegt ef slíkt er í vændum frá Færeyjum,“ en væntanleg er sjónvarpsþáttaröð þar sem segir af ævintýrum Andra í Færeyjum. Margrét Böðvarsdóttir tekur heilshugar undir með Eið. „Egill er fagmaður með ljúfa framkomu en Andri er sjálfhverfur og kann sig ekki. Það hellist yfir mig aulahrollur þegar ég sé hann og heyri.“Helga verður nóg boðið Þá er Helga Seljan nóg boðið. Hann kemur varlega inn og bregður fyrir sig háði: „Eiður og Margrét: Fá ef nokkur eins góð meðmæli hef ég heyrt með æskuvini mínum og félaga, en þau að ykkur finnist hann leiðinlegur, dónalegur og sjálfhverfur. Svo ég tali nú ekki um aulahroll Margrétar. Ef allir væru nú eins kurteisir og þið; vel að sér í mannasiðum.“ En, leikar eiga eftir æsast til mikilla muna því við svo búið, eftir uppgerðarkurteisi og kveðjur, slær í brýnu milli þeirra Eiðs og Helga svo um munar. Eiður þakkar Helga fyrir þessar „einstaklega smekklegu og kurteislegu athugasemdir. Er það þetta sem við eigendur Ríkisútvarpsins greiðum þér laun fyrir? Þú ert stofnuninni til ævarandi sóma fyrir einstaka kurteisi og hlýtur að hafa meistaragráðu í mannasiðum. Vér dónar sem leyfum okkur að gagnrýna lélega sjónvarpsþætti hneigjum okkur í auðmýkt.“Agnarsmátt sálartetrið En, Helgi, sem tekur það fram að hann hafi aldrei gefið sig út fyrir að vera kurteis, lætur Eið ekki eiga neitt inni hjá sér og svarar samstundis: „Hvað borga ég þér fyrir Eiður? Ekki ert þú í vinnu?“ Og bætir svo í: „Þið Margrét mannasiðakennari, gagnrýnið ekkert sjónvarpsefni, heldur einbeitið ykkur fyrst og síðast að því að upphefja agnarsmátt sálartetrið í ykkur með því að ráðast að persónu Andra.“ Og seinna segir Helgi, en alþýðleiki Andra Freys hafði komið til tals: „Alþýðlegt fyrir Eiði, er að sitja af sér nokkur ár á þingi; hvert hann flaut á bökum verkafólks. Standa þar þétt að baki fámenns hóps stóreignafólks, og stækka sjóði þess enn meir, með því að leyfa þeim að veðsetja óveiddan fisk, en fara síðan betlandi með lettersbréf fyrir forsvarsmenn óhugnanlegasta einræðisríkis vorra tíma og verða sendiherra í Alþýðulýðveldinu Kína. Andri er ekki þannig. Og verður aldrei þannig alþýðlegur.“
Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Ný stikla úr GTA VI Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira