Seljan og Svanberg hnakkrífast um Andra Frey Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2014 15:17 Helgi Seljan lætur Eið Svanberg ekki eiga tommu inni hjá sér eftir að sá síðarnefndi lét þess svo getið að Andri Freyr væri nú ekki merkilegur pappír. Helgi Seljan sjónvarpsmaður og Eiður Svanberg Guðnason, fyrrverandi sendiherra, lentu í harkalegri rimmu á netinu en ásteytingarsteinninn, bitbeinið, er útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson. Eiði þykir lítt til Andra Freys koma en Helgi Seljan kemur æskuvini sínum til varnar – og gerir það af mikilli hörku.Aulahrollurinn sem fylgir Andra Frey Vettvangur deilu þeirra er Facebook þar sem krækt er í fréttAtla Fannars um að Egill Helgason sé að feta í fótspor Andra á Flandri, þá er hann fór til Vesturheims, í sjónvarpsþáttum sínum Vesturförum. Api í raun það sem Andri hafði áður gert. Eiður segir það engu skipta því munurinn sé sá að Egill og hans fólks geri þetta vel, kunni til verka: „Vitræn samtöl við fólk sem veit og þekkir söguna. Andraflandur var mestmegnis sjálfhverfubull. Skelfilegt ef slíkt er í vændum frá Færeyjum,“ en væntanleg er sjónvarpsþáttaröð þar sem segir af ævintýrum Andra í Færeyjum. Margrét Böðvarsdóttir tekur heilshugar undir með Eið. „Egill er fagmaður með ljúfa framkomu en Andri er sjálfhverfur og kann sig ekki. Það hellist yfir mig aulahrollur þegar ég sé hann og heyri.“Helga verður nóg boðið Þá er Helga Seljan nóg boðið. Hann kemur varlega inn og bregður fyrir sig háði: „Eiður og Margrét: Fá ef nokkur eins góð meðmæli hef ég heyrt með æskuvini mínum og félaga, en þau að ykkur finnist hann leiðinlegur, dónalegur og sjálfhverfur. Svo ég tali nú ekki um aulahroll Margrétar. Ef allir væru nú eins kurteisir og þið; vel að sér í mannasiðum.“ En, leikar eiga eftir æsast til mikilla muna því við svo búið, eftir uppgerðarkurteisi og kveðjur, slær í brýnu milli þeirra Eiðs og Helga svo um munar. Eiður þakkar Helga fyrir þessar „einstaklega smekklegu og kurteislegu athugasemdir. Er það þetta sem við eigendur Ríkisútvarpsins greiðum þér laun fyrir? Þú ert stofnuninni til ævarandi sóma fyrir einstaka kurteisi og hlýtur að hafa meistaragráðu í mannasiðum. Vér dónar sem leyfum okkur að gagnrýna lélega sjónvarpsþætti hneigjum okkur í auðmýkt.“Agnarsmátt sálartetrið En, Helgi, sem tekur það fram að hann hafi aldrei gefið sig út fyrir að vera kurteis, lætur Eið ekki eiga neitt inni hjá sér og svarar samstundis: „Hvað borga ég þér fyrir Eiður? Ekki ert þú í vinnu?“ Og bætir svo í: „Þið Margrét mannasiðakennari, gagnrýnið ekkert sjónvarpsefni, heldur einbeitið ykkur fyrst og síðast að því að upphefja agnarsmátt sálartetrið í ykkur með því að ráðast að persónu Andra.“ Og seinna segir Helgi, en alþýðleiki Andra Freys hafði komið til tals: „Alþýðlegt fyrir Eiði, er að sitja af sér nokkur ár á þingi; hvert hann flaut á bökum verkafólks. Standa þar þétt að baki fámenns hóps stóreignafólks, og stækka sjóði þess enn meir, með því að leyfa þeim að veðsetja óveiddan fisk, en fara síðan betlandi með lettersbréf fyrir forsvarsmenn óhugnanlegasta einræðisríkis vorra tíma og verða sendiherra í Alþýðulýðveldinu Kína. Andri er ekki þannig. Og verður aldrei þannig alþýðlegur.“ Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Fleiri fréttir „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Sjá meira
Helgi Seljan sjónvarpsmaður og Eiður Svanberg Guðnason, fyrrverandi sendiherra, lentu í harkalegri rimmu á netinu en ásteytingarsteinninn, bitbeinið, er útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson. Eiði þykir lítt til Andra Freys koma en Helgi Seljan kemur æskuvini sínum til varnar – og gerir það af mikilli hörku.Aulahrollurinn sem fylgir Andra Frey Vettvangur deilu þeirra er Facebook þar sem krækt er í fréttAtla Fannars um að Egill Helgason sé að feta í fótspor Andra á Flandri, þá er hann fór til Vesturheims, í sjónvarpsþáttum sínum Vesturförum. Api í raun það sem Andri hafði áður gert. Eiður segir það engu skipta því munurinn sé sá að Egill og hans fólks geri þetta vel, kunni til verka: „Vitræn samtöl við fólk sem veit og þekkir söguna. Andraflandur var mestmegnis sjálfhverfubull. Skelfilegt ef slíkt er í vændum frá Færeyjum,“ en væntanleg er sjónvarpsþáttaröð þar sem segir af ævintýrum Andra í Færeyjum. Margrét Böðvarsdóttir tekur heilshugar undir með Eið. „Egill er fagmaður með ljúfa framkomu en Andri er sjálfhverfur og kann sig ekki. Það hellist yfir mig aulahrollur þegar ég sé hann og heyri.“Helga verður nóg boðið Þá er Helga Seljan nóg boðið. Hann kemur varlega inn og bregður fyrir sig háði: „Eiður og Margrét: Fá ef nokkur eins góð meðmæli hef ég heyrt með æskuvini mínum og félaga, en þau að ykkur finnist hann leiðinlegur, dónalegur og sjálfhverfur. Svo ég tali nú ekki um aulahroll Margrétar. Ef allir væru nú eins kurteisir og þið; vel að sér í mannasiðum.“ En, leikar eiga eftir æsast til mikilla muna því við svo búið, eftir uppgerðarkurteisi og kveðjur, slær í brýnu milli þeirra Eiðs og Helga svo um munar. Eiður þakkar Helga fyrir þessar „einstaklega smekklegu og kurteislegu athugasemdir. Er það þetta sem við eigendur Ríkisútvarpsins greiðum þér laun fyrir? Þú ert stofnuninni til ævarandi sóma fyrir einstaka kurteisi og hlýtur að hafa meistaragráðu í mannasiðum. Vér dónar sem leyfum okkur að gagnrýna lélega sjónvarpsþætti hneigjum okkur í auðmýkt.“Agnarsmátt sálartetrið En, Helgi, sem tekur það fram að hann hafi aldrei gefið sig út fyrir að vera kurteis, lætur Eið ekki eiga neitt inni hjá sér og svarar samstundis: „Hvað borga ég þér fyrir Eiður? Ekki ert þú í vinnu?“ Og bætir svo í: „Þið Margrét mannasiðakennari, gagnrýnið ekkert sjónvarpsefni, heldur einbeitið ykkur fyrst og síðast að því að upphefja agnarsmátt sálartetrið í ykkur með því að ráðast að persónu Andra.“ Og seinna segir Helgi, en alþýðleiki Andra Freys hafði komið til tals: „Alþýðlegt fyrir Eiði, er að sitja af sér nokkur ár á þingi; hvert hann flaut á bökum verkafólks. Standa þar þétt að baki fámenns hóps stóreignafólks, og stækka sjóði þess enn meir, með því að leyfa þeim að veðsetja óveiddan fisk, en fara síðan betlandi með lettersbréf fyrir forsvarsmenn óhugnanlegasta einræðisríkis vorra tíma og verða sendiherra í Alþýðulýðveldinu Kína. Andri er ekki þannig. Og verður aldrei þannig alþýðlegur.“
Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Fleiri fréttir „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Sjá meira