Seljan og Svanberg hnakkrífast um Andra Frey Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2014 15:17 Helgi Seljan lætur Eið Svanberg ekki eiga tommu inni hjá sér eftir að sá síðarnefndi lét þess svo getið að Andri Freyr væri nú ekki merkilegur pappír. Helgi Seljan sjónvarpsmaður og Eiður Svanberg Guðnason, fyrrverandi sendiherra, lentu í harkalegri rimmu á netinu en ásteytingarsteinninn, bitbeinið, er útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson. Eiði þykir lítt til Andra Freys koma en Helgi Seljan kemur æskuvini sínum til varnar – og gerir það af mikilli hörku.Aulahrollurinn sem fylgir Andra Frey Vettvangur deilu þeirra er Facebook þar sem krækt er í fréttAtla Fannars um að Egill Helgason sé að feta í fótspor Andra á Flandri, þá er hann fór til Vesturheims, í sjónvarpsþáttum sínum Vesturförum. Api í raun það sem Andri hafði áður gert. Eiður segir það engu skipta því munurinn sé sá að Egill og hans fólks geri þetta vel, kunni til verka: „Vitræn samtöl við fólk sem veit og þekkir söguna. Andraflandur var mestmegnis sjálfhverfubull. Skelfilegt ef slíkt er í vændum frá Færeyjum,“ en væntanleg er sjónvarpsþáttaröð þar sem segir af ævintýrum Andra í Færeyjum. Margrét Böðvarsdóttir tekur heilshugar undir með Eið. „Egill er fagmaður með ljúfa framkomu en Andri er sjálfhverfur og kann sig ekki. Það hellist yfir mig aulahrollur þegar ég sé hann og heyri.“Helga verður nóg boðið Þá er Helga Seljan nóg boðið. Hann kemur varlega inn og bregður fyrir sig háði: „Eiður og Margrét: Fá ef nokkur eins góð meðmæli hef ég heyrt með æskuvini mínum og félaga, en þau að ykkur finnist hann leiðinlegur, dónalegur og sjálfhverfur. Svo ég tali nú ekki um aulahroll Margrétar. Ef allir væru nú eins kurteisir og þið; vel að sér í mannasiðum.“ En, leikar eiga eftir æsast til mikilla muna því við svo búið, eftir uppgerðarkurteisi og kveðjur, slær í brýnu milli þeirra Eiðs og Helga svo um munar. Eiður þakkar Helga fyrir þessar „einstaklega smekklegu og kurteislegu athugasemdir. Er það þetta sem við eigendur Ríkisútvarpsins greiðum þér laun fyrir? Þú ert stofnuninni til ævarandi sóma fyrir einstaka kurteisi og hlýtur að hafa meistaragráðu í mannasiðum. Vér dónar sem leyfum okkur að gagnrýna lélega sjónvarpsþætti hneigjum okkur í auðmýkt.“Agnarsmátt sálartetrið En, Helgi, sem tekur það fram að hann hafi aldrei gefið sig út fyrir að vera kurteis, lætur Eið ekki eiga neitt inni hjá sér og svarar samstundis: „Hvað borga ég þér fyrir Eiður? Ekki ert þú í vinnu?“ Og bætir svo í: „Þið Margrét mannasiðakennari, gagnrýnið ekkert sjónvarpsefni, heldur einbeitið ykkur fyrst og síðast að því að upphefja agnarsmátt sálartetrið í ykkur með því að ráðast að persónu Andra.“ Og seinna segir Helgi, en alþýðleiki Andra Freys hafði komið til tals: „Alþýðlegt fyrir Eiði, er að sitja af sér nokkur ár á þingi; hvert hann flaut á bökum verkafólks. Standa þar þétt að baki fámenns hóps stóreignafólks, og stækka sjóði þess enn meir, með því að leyfa þeim að veðsetja óveiddan fisk, en fara síðan betlandi með lettersbréf fyrir forsvarsmenn óhugnanlegasta einræðisríkis vorra tíma og verða sendiherra í Alþýðulýðveldinu Kína. Andri er ekki þannig. Og verður aldrei þannig alþýðlegur.“ Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Helgi Seljan sjónvarpsmaður og Eiður Svanberg Guðnason, fyrrverandi sendiherra, lentu í harkalegri rimmu á netinu en ásteytingarsteinninn, bitbeinið, er útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson. Eiði þykir lítt til Andra Freys koma en Helgi Seljan kemur æskuvini sínum til varnar – og gerir það af mikilli hörku.Aulahrollurinn sem fylgir Andra Frey Vettvangur deilu þeirra er Facebook þar sem krækt er í fréttAtla Fannars um að Egill Helgason sé að feta í fótspor Andra á Flandri, þá er hann fór til Vesturheims, í sjónvarpsþáttum sínum Vesturförum. Api í raun það sem Andri hafði áður gert. Eiður segir það engu skipta því munurinn sé sá að Egill og hans fólks geri þetta vel, kunni til verka: „Vitræn samtöl við fólk sem veit og þekkir söguna. Andraflandur var mestmegnis sjálfhverfubull. Skelfilegt ef slíkt er í vændum frá Færeyjum,“ en væntanleg er sjónvarpsþáttaröð þar sem segir af ævintýrum Andra í Færeyjum. Margrét Böðvarsdóttir tekur heilshugar undir með Eið. „Egill er fagmaður með ljúfa framkomu en Andri er sjálfhverfur og kann sig ekki. Það hellist yfir mig aulahrollur þegar ég sé hann og heyri.“Helga verður nóg boðið Þá er Helga Seljan nóg boðið. Hann kemur varlega inn og bregður fyrir sig háði: „Eiður og Margrét: Fá ef nokkur eins góð meðmæli hef ég heyrt með æskuvini mínum og félaga, en þau að ykkur finnist hann leiðinlegur, dónalegur og sjálfhverfur. Svo ég tali nú ekki um aulahroll Margrétar. Ef allir væru nú eins kurteisir og þið; vel að sér í mannasiðum.“ En, leikar eiga eftir æsast til mikilla muna því við svo búið, eftir uppgerðarkurteisi og kveðjur, slær í brýnu milli þeirra Eiðs og Helga svo um munar. Eiður þakkar Helga fyrir þessar „einstaklega smekklegu og kurteislegu athugasemdir. Er það þetta sem við eigendur Ríkisútvarpsins greiðum þér laun fyrir? Þú ert stofnuninni til ævarandi sóma fyrir einstaka kurteisi og hlýtur að hafa meistaragráðu í mannasiðum. Vér dónar sem leyfum okkur að gagnrýna lélega sjónvarpsþætti hneigjum okkur í auðmýkt.“Agnarsmátt sálartetrið En, Helgi, sem tekur það fram að hann hafi aldrei gefið sig út fyrir að vera kurteis, lætur Eið ekki eiga neitt inni hjá sér og svarar samstundis: „Hvað borga ég þér fyrir Eiður? Ekki ert þú í vinnu?“ Og bætir svo í: „Þið Margrét mannasiðakennari, gagnrýnið ekkert sjónvarpsefni, heldur einbeitið ykkur fyrst og síðast að því að upphefja agnarsmátt sálartetrið í ykkur með því að ráðast að persónu Andra.“ Og seinna segir Helgi, en alþýðleiki Andra Freys hafði komið til tals: „Alþýðlegt fyrir Eiði, er að sitja af sér nokkur ár á þingi; hvert hann flaut á bökum verkafólks. Standa þar þétt að baki fámenns hóps stóreignafólks, og stækka sjóði þess enn meir, með því að leyfa þeim að veðsetja óveiddan fisk, en fara síðan betlandi með lettersbréf fyrir forsvarsmenn óhugnanlegasta einræðisríkis vorra tíma og verða sendiherra í Alþýðulýðveldinu Kína. Andri er ekki þannig. Og verður aldrei þannig alþýðlegur.“
Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira