Lífið

Það þarf þokka í sjávarútveginn

María er um þessar mundir stödd í Afríku, þar sem hún er í fríi.
María er um þessar mundir stödd í Afríku, þar sem hún er í fríi.
„Sjávarútvegur er fjölbreytt alþjóðleg atvinnugrein og margir þættir sem honum tengjast. Góð framkoma í fjölmiðlum er mikilvægur þáttur sem þarf að leggja mikla áherslu á,“ segir Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi LÍÚ, en Háskólinn í Reykjavík og Landsamband íslenskra útvegsmanna hafa sameinast um stofnun nýrrar námsbrautar fyrir stjórnendur í sjávarútvegi.

Þar kemur María Ellingsen, leikkona og stjórnenda- og framkomuþjálfari hjá Háskólanum í Reykjavík, til með að kenna námskeið í framkomu.

Karen bindur miklar vonir við að María komist örugglega, en hún er um þessar mundir stödd í Afríku í fríi.

Þetta kann einhverjum að þykja spaugilegt, að kenna stjórnendum í sjávarútvegi að brosa, sýna af sér þokka og fallega framkomu og enn aðrir vilja meina að ekki hafi veitt af, en Karen segir Maríu sérlega færa á sínu sviði.

„Við vonumst svo sannarlega eftir því að hún komist að kenna námskeiðið enda sérlega flinkur stjórnenda- og framkomuþjálfari,“ bætir hún við, og ljóst að stjórnendur í sjávarútvegi þurfa að huga að fleiru en að veiða fisk og dreifa honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.