Lífið

Var næstum því étinn af hákörlum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Stórleikarinn og hjartaknúsarinn Leonardo DiCaprio er aldeilis heppinn að vera á lífi því hann komst nálægt því að vera étinn af hákörlum á setti kvikmyndarinnar Blood Diamond fyrir næstum því áratug síðan. Átti atvikið sér stað þegar hann var læstur í hákarlabúri með hákarli.

„Þeir sögðu að þetta hefði aldrei gerst í þrjátíu ár. En túnfiskurinn festist efst uppi í búrinu og hákarlinn reyndi að ná honum. Hárkarlinn var hálfur inni í búrinu og ég synti á botninn og hann glefsaði nokkrum sinnum að mér,“ segir leikarinn í þætti Ellen DeGeneres sem var sýndur í Bandaríkjunum í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.