Lífið

Forsíðustúlka Lífsins - á bakvið tjöldin

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Inga Dóra Pétursdóttir er að flytja til Afganistan.
Inga Dóra Pétursdóttir er að flytja til Afganistan. Fréttablaðið/Daníel
Inga Dóra Pétursdóttir prýðir forsíðu Lífsins að þessu sinni.

„Ég hef alltaf verið haldin ólæknandi útlandsþrá og hef búið á ýmsum stöðum í gegnum tíðina.  Í Gvatemala, Ghana, Bandaríkjunum, Spáni og Malaví – og nú mun leiðin liggja til Afganistan seinna í mánuðinum til að vera þar næsta hálfa árið,“ segir Inga Dóra sem leggur í hann til höfuðstaðar Afganistan, Kabúl, í lok mánaðarins.

„Fólk er alls staðar eins í grunninn og að sama skapi er jafn fjölbreytt mannlífsflóra á hverjum stað.  Það er ótrúlega gaman og reyndar líka krefjandi að reyna að laga sig að ólíkum menningarheimum og það eru alltaf endalausir „árekstrar“.  Það var til dæmis mjög krefjandi að venjast því að þorpsbúar í litlu malavísku þorpi hefðu gríðarlegan áhuga á holdafari mínu og hefðu þörf á að tala um það við mig í byrjun hvers samtals. Maðurinn minn kom í heimsókn til mín til þorpsins og seinna lýstu allir mikilli ánægju með hann, þar sem ég hefði fitnað svo mikið að það væri greinilegt að þetta væri góður eiginmaður,“ segir Inga Dóra, létt í bragði.



Viðtalið verður birt í heild sinni í fylgiblaði Fréttablaðsins á föstudaginn.

Hér sjást Inga Dóra, Karin og Daníel undirbúa sig fyrir myndatökuna.
Inga Dóra og Daníel ljósmyndari
Inga Dóra bjó um skeið í Malaví í Afríku





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.