Lífið

Bjargar börnum á ótrúlegan hátt

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Á hverju ári eru hundruð barna skilin eftir á götum úti í Seúl í Suður-Kóreu. Kóreski presturinn Lee Jong-rak ákvað að gera eitthvað í málunum og byggði trékassa utan á hús sitt í þeirri von um að mæður sem ekki sáu sér fært að sjá um barn sitt gætu skilið það eftir í kassanum.

Hannaði hann kassann þannig að bjalla hringir í hvert skipti þegar barn er skilið eftir. Í botni kassans er þykkt handklæði og í loftinu eru hitalampar sem halda á barninu hita.

Viðbrögðin við hugmynd prestsins voru hreint út sagt ótrúleg en myndskeiðið má sjá hér að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.