Berjumst gegn ofbeldi Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar 11. júní 2014 07:00 Sumir halda því fram að bardagaíþróttir séu ofbeldisfullar og séu því ekki skyldar öðrum íþróttum. Þegar foreldrar og/eða börn velja íþróttagrein þá sýna tölur opinberra aðila að stelpur fara í fimleika, dans eða sund og strákar fara í bardagalistir eða boltagreinar. Íslensk rannsókn frá 2008-2010 sýndi að um 40% íslenskra kvenna verða fyrir einhvers konar kynbundnu ofbeldi á ævi sinni. Er ekki kominn tími til að við endurskoðum viðhorf okkar til bardagaíþrótta? Þær eru uppbyggilegar og gagnlegar, bæði fyrir stelpur og stráka, konur og karla.Hvað er íþrótt? Íþróttir eru skilgreindar á margvíslegan hátt. Flestar eru þær þó stofnanabundnar athafnir. Stofnanabundin þýðir að reglur og venjur íþróttarinnar hafa mótast í ákveðið form með tímanum. Þetta form er fjórþætt: Reglur eru staðlaðar, opinberir aðilar fylgja því eftir að reglum sé framfylgt, skipulag og tæknileg atriði íþróttarinnar skipta máli til að ná árangri og æfingar og þjálfun eru skipulagðar eða í ákveðnum farvegi. Keppnisfyrirkomulagið felur í sér mikla hreyfingu eða flókin tækniatriði þar sem innri eða ytri umbun er drifkrafturinn.Virðing og sjálfsrækt Bardagaíþróttir falla undir þessa skilgreiningu. Reglur eru staðlaðar og eru hugsaðar til að fyrirbyggja slys og meiðsl enda eru meiðsli sjaldgæf í bardagaíþróttum. Til að ná árangri í bardagaíþróttum þarf iðkandi að ráða yfir gífurlegri tækni og vera vel skipulagður. Keppni í þessum greinum felur í sér mikla hreyfingu og flókin tækniatriði. Sérsambönd sjá um að reglum sé fylgt eftir. Þess vegna falla bardagaíþróttir vel undir þá skilgreiningu að vera íþrótt. Þess ber að geta að þessar íþróttagreinar hafa fram yfir flestar aðrar íþróttagreinar sjálfsvarnargildið og mikið er lagt upp úr virðingu fyrir æfingafélaga sínum/andstæðingi. Grunngildi þessara íþrótta gengur út á að fullkomna sjálfan sig þannig að iðkendur geti skilað eins miklu og mögulegt er til samfélagsins.Prinsessur þurfa að verja sig Þegar persóna hefur öðlast grunnfærni í sjálfsvarnaríþrótt eða sjálfsvarnarlist þá hefur viðkomandi getu til að verja sig gegn árásum jafningja eða stærri persónu. Þetta skiptir ekki einungis máli þegar árás hefst, heldur einnig sú vitneskja að vita að maður geti varið sig og hafi þor til að láta í ljós að manni mislíki tiltekin hegðun. Þegar foreldrar og/eða börn velja íþróttagrein þá sýna tölur opinberra aðila að stelpur fara í fimleika, dans eða sund og strákar fara í bardagalistir eða boltagreinar. Væri ekki sniðugt að benda dætrum sínum á sjálfsvarnarlistir eða bardagaíþróttir svo þær geti gengið öruggari um götur bæjarins og vitað að þær geti varið sig ef á þær er ráðist eða þær áreittar? Þegar konur eru spurðar af hverju þær vilji ekki læra sjálfsvörn þá er svarið oftast „maðurinn minn passar upp á mig“ eða „pabbi minn passar mig“. Þeir sem beita kynbundnu ofbeldi gera það ekki þegar einhver er til staðar til að „passa“ upp á mann heldur nýta þeir tækifærið þegar manneskjan lítur út fyrir að vera varnarlaus. Samkvæmt tölfræðinni eru gerendur kynbundins ofbeldis oft tengdir aðilar, eins og feður eða makar.Ég á mig sjálf Íslensk rannsókn frá 2008-2010 sýndi að um 40% íslenskra kvenna verða fyrir einhvers konar kynbundnu ofbeldi á ævi sinni. Rannsóknir hafa sýnt að konur sem læra sjálfsvörn og kenna dætrum sínum sjálfsvörn eru í minni hættu á að verða fyrir ofbeldi. Þær eru einnig líklegri til að geta varið sig, ef til ofbeldis kemur. Ofbeldi er óásættanlegt. Forvarnir gegn ofbeldi eru mikilvægar en einnig er mikilvægt að konur læri að verja sig gegn ofbeldi með grunnþekkingu í sjálfsvarnaríþróttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Sumir halda því fram að bardagaíþróttir séu ofbeldisfullar og séu því ekki skyldar öðrum íþróttum. Þegar foreldrar og/eða börn velja íþróttagrein þá sýna tölur opinberra aðila að stelpur fara í fimleika, dans eða sund og strákar fara í bardagalistir eða boltagreinar. Íslensk rannsókn frá 2008-2010 sýndi að um 40% íslenskra kvenna verða fyrir einhvers konar kynbundnu ofbeldi á ævi sinni. Er ekki kominn tími til að við endurskoðum viðhorf okkar til bardagaíþrótta? Þær eru uppbyggilegar og gagnlegar, bæði fyrir stelpur og stráka, konur og karla.Hvað er íþrótt? Íþróttir eru skilgreindar á margvíslegan hátt. Flestar eru þær þó stofnanabundnar athafnir. Stofnanabundin þýðir að reglur og venjur íþróttarinnar hafa mótast í ákveðið form með tímanum. Þetta form er fjórþætt: Reglur eru staðlaðar, opinberir aðilar fylgja því eftir að reglum sé framfylgt, skipulag og tæknileg atriði íþróttarinnar skipta máli til að ná árangri og æfingar og þjálfun eru skipulagðar eða í ákveðnum farvegi. Keppnisfyrirkomulagið felur í sér mikla hreyfingu eða flókin tækniatriði þar sem innri eða ytri umbun er drifkrafturinn.Virðing og sjálfsrækt Bardagaíþróttir falla undir þessa skilgreiningu. Reglur eru staðlaðar og eru hugsaðar til að fyrirbyggja slys og meiðsl enda eru meiðsli sjaldgæf í bardagaíþróttum. Til að ná árangri í bardagaíþróttum þarf iðkandi að ráða yfir gífurlegri tækni og vera vel skipulagður. Keppni í þessum greinum felur í sér mikla hreyfingu og flókin tækniatriði. Sérsambönd sjá um að reglum sé fylgt eftir. Þess vegna falla bardagaíþróttir vel undir þá skilgreiningu að vera íþrótt. Þess ber að geta að þessar íþróttagreinar hafa fram yfir flestar aðrar íþróttagreinar sjálfsvarnargildið og mikið er lagt upp úr virðingu fyrir æfingafélaga sínum/andstæðingi. Grunngildi þessara íþrótta gengur út á að fullkomna sjálfan sig þannig að iðkendur geti skilað eins miklu og mögulegt er til samfélagsins.Prinsessur þurfa að verja sig Þegar persóna hefur öðlast grunnfærni í sjálfsvarnaríþrótt eða sjálfsvarnarlist þá hefur viðkomandi getu til að verja sig gegn árásum jafningja eða stærri persónu. Þetta skiptir ekki einungis máli þegar árás hefst, heldur einnig sú vitneskja að vita að maður geti varið sig og hafi þor til að láta í ljós að manni mislíki tiltekin hegðun. Þegar foreldrar og/eða börn velja íþróttagrein þá sýna tölur opinberra aðila að stelpur fara í fimleika, dans eða sund og strákar fara í bardagalistir eða boltagreinar. Væri ekki sniðugt að benda dætrum sínum á sjálfsvarnarlistir eða bardagaíþróttir svo þær geti gengið öruggari um götur bæjarins og vitað að þær geti varið sig ef á þær er ráðist eða þær áreittar? Þegar konur eru spurðar af hverju þær vilji ekki læra sjálfsvörn þá er svarið oftast „maðurinn minn passar upp á mig“ eða „pabbi minn passar mig“. Þeir sem beita kynbundnu ofbeldi gera það ekki þegar einhver er til staðar til að „passa“ upp á mann heldur nýta þeir tækifærið þegar manneskjan lítur út fyrir að vera varnarlaus. Samkvæmt tölfræðinni eru gerendur kynbundins ofbeldis oft tengdir aðilar, eins og feður eða makar.Ég á mig sjálf Íslensk rannsókn frá 2008-2010 sýndi að um 40% íslenskra kvenna verða fyrir einhvers konar kynbundnu ofbeldi á ævi sinni. Rannsóknir hafa sýnt að konur sem læra sjálfsvörn og kenna dætrum sínum sjálfsvörn eru í minni hættu á að verða fyrir ofbeldi. Þær eru einnig líklegri til að geta varið sig, ef til ofbeldis kemur. Ofbeldi er óásættanlegt. Forvarnir gegn ofbeldi eru mikilvægar en einnig er mikilvægt að konur læri að verja sig gegn ofbeldi með grunnþekkingu í sjálfsvarnaríþróttum.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun