Viðskipti innlent

Þriðja rafræna gagnaverið rís í Reykjanesbæ

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Samþykkt var framkvæmdaleyfi á 21 þúsund fermetra lóð undir þriðja rafræna gagnaverið í Reykjanesbæ í dag. Fyrirtækið Borealis Data Center stendur fyrir framkvæmdunum og munu þær hefjast á morgun. Stærð lóðarinnar er á við þrjátíu knattspyrnuvelli.

Mikil gróska hefur verið í uppbyggingu gagnavera í Reykjanesbæ, en í febrúar 2012 var gagnaver Vernbe Global opnað og hýsir það meðal annars gögn fyrir BMW, Opin kerfi, CCP og Colt. Advania hefur þegar sett af stað 2500 fermetra gagnaver sunnan Fitja í Reykjanesbæ og hafa um áttatíu alþjóðlegir aðilar nýtt sér þjónustu gagnavera Advania.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir þetta ánægjulega þróun fyrir atvinnulífið í Reykjanesbæ. „Svæðið sem við höfum skipulagt sunnan Fitja er nærri tengivirki HS orku og hentar einkar vel til framtíðaruppbyggingar gagnavera og tölvu- og hugbúnaðarfyrirtækja þeim tengdum,“ segir Árni. Þá segir hann næg tækifæri í boði til frekari stækkunar gagnavera og tengdrar starfsemi.


Tengdar fréttir

Undirbúa 2500 fermetra gagnaver í Reykjanesbæ

"Undirbúningur er þegar hafinn og ef vel gengur með framkvæmdir og öflun viðskiptavina mun fyrsti áfangi verða tekinn í notkun í ár, “ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri Rekstrarlausna Advania.

Nýr sæstrengur ekki tekinn í notkun á árinu

Sæstrengur sem á að tengja Ísland við Evrópu og Norður-Ameríku verður ekki tekinn í notkun á árinu eins og gert var ráð fyrir. Mikilvægur þáttur í uppbyggingu gagnaversiðnaðar. Tvö félög skoða lóðir undir gagnaver í Reykjanesbæ.

Advania skoðar byggingu nýs gagnavers

Fyrirtækið skoðar nú lóðir undir tvö þúsund fermetra gagnaver. Fjárfestingin gæti numið tveimur til þremur milljörðum króna. Thor Data Center í Hafnarfirði verður líklega orðið fullt í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×