Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var kallað út klukkan fimm í morgun vegna þess að kviknað var í bílum við Hafnargötu í Kópavogi. Íbúar á svæðinu vöknuðu með látum við sprengingu.
Upprunalega var þó tilkynnt um að eldur hefði komið upp í húsi við Hafnarveg í Kópavogi. Í ljós kom þó að kviknað hafði í tveimur bílum sem lagt hafði verið upp við vegg húss.
Um var að ræða steyptan gaflvegg eins og sést á meðfylgjandi mynd og var ekki hætta á að eldurinn myndi berast í húsið.
Einn bíll frá slökkviliðinu var sendur á vettvang og voru slökkviliðsmennirnir fljótir að slökkva eldinn. Þeir voru að störfum á vettvangi í um 50 mínútur.
Ekkert er vitað um upptök eldsins, en tveir bílar eru gjörónýtir.
