Dauðarefsingin: Ríki halda áfram að taka fólk af lífi með þroskahömlun og geðfötlun Amnesty International skrifar 10. október 2014 16:39 Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn dauðarefsingu og af því tilefni vekur Amnesty International athygli á uppteknum hætti ýmissa ríkja að dæma til dauða og taka af lífi fólk með þroskahömlun og/eða geðfötlun, í trássi við alþjóðlegar reglur. Amnesty International hefur skráð tilfelli þar sem fólk með þroskahömlun og geðfötlun hefur verið dæmt til dauða eða tekið af lífi í löndum eins og Japan, Pakistan og Bandaríkjunum. Fleiri munu eiga sömu örlög í vændum ef umrædd lönd gera ekki umbætur á dómskerfinu. „Alþjóðlegar reglur sem gilda um fólk með þroskahömlun og/eða geðfötlun eru mikilvægar til verndar því. Reglurnar afsaka ekki hræðilega glæpi, heldur setja refsingum þrengri skorður þegar um fólk með þroskahömlun eða geðfötlun ræðir,“ segir Audrey Gaughran, framkvæmdastjóri alþjóðamála hjá Amnesty International. „Við erum á móti dauðarefsingu í öllum tilvikum – hún er hin endanlega illa, ómannlega og vanvirðandi meðferð. Þau ríki sem enn taka fólk af lífi verða að lágmarki að virða og framfylgja alþjóðlegum reglum, m.a. þeim sem banna beitingu dauðarefsingarinnar gegn varnarlausum hópum samfélagsins, allt þar til dauðarefsingin hefur verið að fullu afnumin.“ Á alþjóðlegum baráttudegi gegn dauðarefsingu í ár beina Amnesty International og alþjóðasamtök gegn dauðarefsingu (World Coalition against the Death Penalty) sjónum sínum að dauðadómi og aftökum á fólki með þroskahömlun og geðfötlun. Alþjóðlegar reglur kveða skýrt á um að ekki eigi að beita dauðarefsingu gegn þeim sem glíma við þroskahömlun og geðfötlun. Engu að síður er geðfötlun og þroskahömlun oft ekki tilgreind í málum einstaklinga sem fara fyrir dóm. Ríki sem enn beita dauðarefsingunni verða að tryggja að óháð og nákvæmt mat eigi sér stað á hverjum þeim sem hlýtur dauðadóm, allt frá því viðkomandi er ákærður og eftir að dómur liggur fyrir. Amnesty International skorar á öll ríki sem enn beita dauðarefsingu að koma án tafar á aftökustoppi sem fyrsta skrefi í átt að afnámi dauðarefsingar. Dauðadómur og aftökur á fólki með geðfötlun og þroskahömlun eru enn eitt dæmið um grimmd og óréttmæti þessarar refsingar. Hér að neðan má finna dæmi um beitingu dauðarefsingar gegn fólki með þroskahömlun og geðfötlun.Bandaríkin: -Askari Abdullah Muhammad var tekinn af lífi í Flórída þann 7. janúar árið 2014 fyrir morð sem hann framdi í fangelsi árið 1980. Hann átti að baki langa sögu af andlegum veikindum og var meðal annars greindur með geðklofa. -Þann 9. apríl var Ramiro Hernandez Llanas, sem ættaður var frá Mexíkó, tekinn af lífi í Texas, þrátt fyrir að sannanir um alvarlega þroskahömlun lægju fyrir úr sex greindarprófum sem lögð voru fyrir Ramiro á tíu ára tímabili og sýndu að dauðadómurinn samræmdist ekki stjórnarskrá Bandaríkjanna. Amnesty International berst nú fyrir mildun á refsingu tveggja fanga á dauðadeild í Flórída, Frank Walls and Michael Zack, sem báðir kljást við alvarleg andleg vandamál. Sms-félagar Íslandsdeildar Amnesty International geta gripið til aðgerða vegna beggja mannanna.Japan: -Nokkrir fangar sem setið hafa á dauðadeild í Japan og þjást af geðfötlun hafa þegar verið teknir af lífi, aðrir sitja enn á dauðadeild. Hakamada Iwao sem nú er 78 ára hlaut dauðadóm árið 1968 í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda. Hann hefur setið lengst allra fanga í heiminum á dauðadeild. Hann þróaði með sér alvarleg andleg veikindi í kjölfar áratugalangrar einangrunarvistar. Hakamada var tímabundið leystur úr haldi í mars 2014. Þann 27. mars ákvað héraðsdómstóll í Shizuoka að mál Hakamada yrði tekið upp á ný samkvæmt beiðni hans. Saksóknarar höfðu fjóra daga til að áfrýja úrskurði dómstólsins og var það gert 31. mars. Liðið geta allt að því tvö ár þar til rétturinn kveður upp úrskurð sinn í málinu. -Matusmoto Kenji hefur setið á dauðadeild í Japan frá árinu 1993 og getur átt von á aftöku hvenær sem er. Hann er andlega vanheill og glímir við vitsmunaskerðingu sem er afleiðing kvikasilfurseitrunar sem hefur háð honum frá fæðingu. Hann þjáist af ofsóknaræði og er samhengislaus í tali en hvort tveggja er afleiðing af veru hans á dauðadeild. Lögfræðingar hans leitast við að áfrýja dómnum.Pakistan: -Mohammad Asghar greindist með geðklofa árið 2010 þegar hann bjó í Bretlandi en hann fluttist síðar til Pakistan. Þar hlaut hann dóm fyrir guðlast árið 2014 og var dæmdur til dauða sama ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn dauðarefsingu og af því tilefni vekur Amnesty International athygli á uppteknum hætti ýmissa ríkja að dæma til dauða og taka af lífi fólk með þroskahömlun og/eða geðfötlun, í trássi við alþjóðlegar reglur. Amnesty International hefur skráð tilfelli þar sem fólk með þroskahömlun og geðfötlun hefur verið dæmt til dauða eða tekið af lífi í löndum eins og Japan, Pakistan og Bandaríkjunum. Fleiri munu eiga sömu örlög í vændum ef umrædd lönd gera ekki umbætur á dómskerfinu. „Alþjóðlegar reglur sem gilda um fólk með þroskahömlun og/eða geðfötlun eru mikilvægar til verndar því. Reglurnar afsaka ekki hræðilega glæpi, heldur setja refsingum þrengri skorður þegar um fólk með þroskahömlun eða geðfötlun ræðir,“ segir Audrey Gaughran, framkvæmdastjóri alþjóðamála hjá Amnesty International. „Við erum á móti dauðarefsingu í öllum tilvikum – hún er hin endanlega illa, ómannlega og vanvirðandi meðferð. Þau ríki sem enn taka fólk af lífi verða að lágmarki að virða og framfylgja alþjóðlegum reglum, m.a. þeim sem banna beitingu dauðarefsingarinnar gegn varnarlausum hópum samfélagsins, allt þar til dauðarefsingin hefur verið að fullu afnumin.“ Á alþjóðlegum baráttudegi gegn dauðarefsingu í ár beina Amnesty International og alþjóðasamtök gegn dauðarefsingu (World Coalition against the Death Penalty) sjónum sínum að dauðadómi og aftökum á fólki með þroskahömlun og geðfötlun. Alþjóðlegar reglur kveða skýrt á um að ekki eigi að beita dauðarefsingu gegn þeim sem glíma við þroskahömlun og geðfötlun. Engu að síður er geðfötlun og þroskahömlun oft ekki tilgreind í málum einstaklinga sem fara fyrir dóm. Ríki sem enn beita dauðarefsingunni verða að tryggja að óháð og nákvæmt mat eigi sér stað á hverjum þeim sem hlýtur dauðadóm, allt frá því viðkomandi er ákærður og eftir að dómur liggur fyrir. Amnesty International skorar á öll ríki sem enn beita dauðarefsingu að koma án tafar á aftökustoppi sem fyrsta skrefi í átt að afnámi dauðarefsingar. Dauðadómur og aftökur á fólki með geðfötlun og þroskahömlun eru enn eitt dæmið um grimmd og óréttmæti þessarar refsingar. Hér að neðan má finna dæmi um beitingu dauðarefsingar gegn fólki með þroskahömlun og geðfötlun.Bandaríkin: -Askari Abdullah Muhammad var tekinn af lífi í Flórída þann 7. janúar árið 2014 fyrir morð sem hann framdi í fangelsi árið 1980. Hann átti að baki langa sögu af andlegum veikindum og var meðal annars greindur með geðklofa. -Þann 9. apríl var Ramiro Hernandez Llanas, sem ættaður var frá Mexíkó, tekinn af lífi í Texas, þrátt fyrir að sannanir um alvarlega þroskahömlun lægju fyrir úr sex greindarprófum sem lögð voru fyrir Ramiro á tíu ára tímabili og sýndu að dauðadómurinn samræmdist ekki stjórnarskrá Bandaríkjanna. Amnesty International berst nú fyrir mildun á refsingu tveggja fanga á dauðadeild í Flórída, Frank Walls and Michael Zack, sem báðir kljást við alvarleg andleg vandamál. Sms-félagar Íslandsdeildar Amnesty International geta gripið til aðgerða vegna beggja mannanna.Japan: -Nokkrir fangar sem setið hafa á dauðadeild í Japan og þjást af geðfötlun hafa þegar verið teknir af lífi, aðrir sitja enn á dauðadeild. Hakamada Iwao sem nú er 78 ára hlaut dauðadóm árið 1968 í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda. Hann hefur setið lengst allra fanga í heiminum á dauðadeild. Hann þróaði með sér alvarleg andleg veikindi í kjölfar áratugalangrar einangrunarvistar. Hakamada var tímabundið leystur úr haldi í mars 2014. Þann 27. mars ákvað héraðsdómstóll í Shizuoka að mál Hakamada yrði tekið upp á ný samkvæmt beiðni hans. Saksóknarar höfðu fjóra daga til að áfrýja úrskurði dómstólsins og var það gert 31. mars. Liðið geta allt að því tvö ár þar til rétturinn kveður upp úrskurð sinn í málinu. -Matusmoto Kenji hefur setið á dauðadeild í Japan frá árinu 1993 og getur átt von á aftöku hvenær sem er. Hann er andlega vanheill og glímir við vitsmunaskerðingu sem er afleiðing kvikasilfurseitrunar sem hefur háð honum frá fæðingu. Hann þjáist af ofsóknaræði og er samhengislaus í tali en hvort tveggja er afleiðing af veru hans á dauðadeild. Lögfræðingar hans leitast við að áfrýja dómnum.Pakistan: -Mohammad Asghar greindist með geðklofa árið 2010 þegar hann bjó í Bretlandi en hann fluttist síðar til Pakistan. Þar hlaut hann dóm fyrir guðlast árið 2014 og var dæmdur til dauða sama ár.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun