Innlent

Truflanir á rafmagni á Vestfjörðum

Samúel Karl Ólason skrifar
Línur á Vestfjörðum hafa verið undir miklu vindálagi í gær og í morgun.
Línur á Vestfjörðum hafa verið undir miklu vindálagi í gær og í morgun. Vísir/Pjetur
Rafmagn á Vestfjörðum hefur verið óreglulegt í dag og um hádegisleytið sló til dæmis út á Súðavíkurlínunni og Skeiðisrofa á Ísafirði. Þá fór rafmagn af hluta Ísafjarðar, Suðureyri og Súðavík í um 15 mínútur samkvæmt tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða

https://www.ov.is/tilkynningar/

Þá leysti Geiradalslína Landsnets út skömmu eftir klukkan ellefu í morgun vegna veðurs. Allar líkur eru á að samslátt hafi verið að ræða. Rafmagn fór af Bolungarvík, Flateyri, Þingeyri, Súðavík, Hólmavík, Ströndum og Reykhólasveit. Kerfið var þó komið í lag um tíu mínútum síðar.

Einnig fór rafmagn af í Önundarfirði, Dýrafirði, Hrafnseyri, Auðkúlu og Tjaldanesi í Arnarfirði, tvisvar sinnum í nótt. Ástæða þess útsláttar er ókunn.

Líklegt er að mikið vindálag hafi ollið þessum truflunum og þá ekki ísálag. Mikill vindur hefur verið á svæðinu í nótt og í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×