Viljum við lesskilning? Þorlákur Axel Jónsson skrifar 21. nóvember 2014 07:00 Í hvítbók menntamálaráðuneytisins um umbætur í menntun er að finna sömu tvö meginmarkmiðin og Ontario-fylki í Kanada setti sér fyrir um áratug; að auka læsi í grunnskóla og hækka hlutfall þeirra sem ljúka prófi úr framhaldsskóla. Ontario-umbæturnar voru skilgetið afkvæmi menntaumbóta breska Verkamannaflokksins undir forystu Tonys Blair og Gordons Brown. Þrátt fyrir ágæti sitt hafa umbæturnar sætt gagnrýni fyrir að rækta miðstýrða eftirlitsmenningu gagnvart skólastarfi þar sem hið mælanlega verður kennimark góðs og ills. Í hvítbókinni eru settar fram hugmyndir um að ýta undir jákvæð viðhorf til lestrar í þjóðfélaginu, að foreldrar verði enn hvattir til lestrar með börnum og að sveitarfélög hafi læsisstefnu. Allt er það gott og gilt en ekkert af þessu er undir stjórn skóla eða kennara. Einnig vekur skattahækkun á bækur, sem framlag ríkisstjórnarinnar, athygli í þessu samhengi. Tillögur hvítbókarinnar sem snúa að skólum eru í takti við aukið miðstýrt eftirlit með skólum. Talað er um nákvæmari fyrirmæli um námskrá, fleiri viðmið um árangur og fleiri próf. Eru þetta réttu meðulin til þess að auka lesskilning íslenskra unglinga? Skólum verður beint frá því að vera lærdómssamfélög til þess að vera prófaverksmiðjur. Er orðalagið „að geta ekki lesið sér til gagns“ réttmæt útlistun á þeirri niðurstöðu PISA að lesskilningi sé ábótavant? Með þessu orðalagi er vandanum velt yfir á „lestur“, sem eðlilegt er að skilja sem umorðunarhæfni, grundvallarfærni í að kveða að táknum þannig að úr verði merkingarbær frásögn. PISA gerir ráð fyrir að nánast allir þeir nemendur sem taka þátt í rannsókninni séu læsir í þessum skilningi. Lesskilningurinn er viðfangsefnið, ekki lesturinn. PISA-niðurstöðurnar eru mælikvarði á það hversu mikið eða lítið færir nemendur eru um að vera gagnrýnir notendur ritaðra texta.Önnur markmið nauðsynleg Í hvítbókinni virðist sá skilningur ríkjandi að skortur á lesskilningi stafi af lítilli færni í lestri sé miðað við þær tillögur sem þar eru settar fram. Að um sé að ræða einstaklingsbundinn vanda. Það er þó ekki það sem PISA-fólkið ætlar sér að mæla – heldur hvernig skólakerfum gengur að gera hópum nemenda lagið að beita þekkingu sinni til þess að „greina, skilja og tjá á skilvirkan hátt lausnir á ýmsum vandamálum í mörgum mismunandi aðstæðum“ eins og það er orðað. Munum að PISA-rannsóknin snýr að skólakerfum og skólum en ekki einstaka nemendum. Munum líka að lesskilningur íslenskra unglinga er í samræmi við það sem mælitækið gerir fyrir fram ráð fyrir, að einn af hverjum fimm lendi á lægstu þrepum kvarðans. Nám á næsta skólastigi getur orðið þessum nemendum erfitt. Til þess að auka lesskilning þarf að efla það skólastarf sem brýnir gagnrýna hugsun nemenda. Ætla stjórnvöld sér að gera það? Erum við kannski að súpa seyðið af atlögu íhaldsmanna og nýfrjálshyggju á fyrri hluta 9. áratugarins? Þá tókst að hrópa niður uppbyggingarstarf sem hafði að markmiði að auka skilning og lýðræðishæfni nemenda en draga úr stagli. Ef við viljum auka lesskilning íslenskra unglinga verða yfirvöld að setja önnur markmið en gert er í hvítbókinni. Markmið um að skólar noti gagnrýna kennslufræði sem metur að verðleikum skoðanaskipti, gagnrýnin skrif, frumlega túlkun og nýjar lausnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Í hvítbók menntamálaráðuneytisins um umbætur í menntun er að finna sömu tvö meginmarkmiðin og Ontario-fylki í Kanada setti sér fyrir um áratug; að auka læsi í grunnskóla og hækka hlutfall þeirra sem ljúka prófi úr framhaldsskóla. Ontario-umbæturnar voru skilgetið afkvæmi menntaumbóta breska Verkamannaflokksins undir forystu Tonys Blair og Gordons Brown. Þrátt fyrir ágæti sitt hafa umbæturnar sætt gagnrýni fyrir að rækta miðstýrða eftirlitsmenningu gagnvart skólastarfi þar sem hið mælanlega verður kennimark góðs og ills. Í hvítbókinni eru settar fram hugmyndir um að ýta undir jákvæð viðhorf til lestrar í þjóðfélaginu, að foreldrar verði enn hvattir til lestrar með börnum og að sveitarfélög hafi læsisstefnu. Allt er það gott og gilt en ekkert af þessu er undir stjórn skóla eða kennara. Einnig vekur skattahækkun á bækur, sem framlag ríkisstjórnarinnar, athygli í þessu samhengi. Tillögur hvítbókarinnar sem snúa að skólum eru í takti við aukið miðstýrt eftirlit með skólum. Talað er um nákvæmari fyrirmæli um námskrá, fleiri viðmið um árangur og fleiri próf. Eru þetta réttu meðulin til þess að auka lesskilning íslenskra unglinga? Skólum verður beint frá því að vera lærdómssamfélög til þess að vera prófaverksmiðjur. Er orðalagið „að geta ekki lesið sér til gagns“ réttmæt útlistun á þeirri niðurstöðu PISA að lesskilningi sé ábótavant? Með þessu orðalagi er vandanum velt yfir á „lestur“, sem eðlilegt er að skilja sem umorðunarhæfni, grundvallarfærni í að kveða að táknum þannig að úr verði merkingarbær frásögn. PISA gerir ráð fyrir að nánast allir þeir nemendur sem taka þátt í rannsókninni séu læsir í þessum skilningi. Lesskilningurinn er viðfangsefnið, ekki lesturinn. PISA-niðurstöðurnar eru mælikvarði á það hversu mikið eða lítið færir nemendur eru um að vera gagnrýnir notendur ritaðra texta.Önnur markmið nauðsynleg Í hvítbókinni virðist sá skilningur ríkjandi að skortur á lesskilningi stafi af lítilli færni í lestri sé miðað við þær tillögur sem þar eru settar fram. Að um sé að ræða einstaklingsbundinn vanda. Það er þó ekki það sem PISA-fólkið ætlar sér að mæla – heldur hvernig skólakerfum gengur að gera hópum nemenda lagið að beita þekkingu sinni til þess að „greina, skilja og tjá á skilvirkan hátt lausnir á ýmsum vandamálum í mörgum mismunandi aðstæðum“ eins og það er orðað. Munum að PISA-rannsóknin snýr að skólakerfum og skólum en ekki einstaka nemendum. Munum líka að lesskilningur íslenskra unglinga er í samræmi við það sem mælitækið gerir fyrir fram ráð fyrir, að einn af hverjum fimm lendi á lægstu þrepum kvarðans. Nám á næsta skólastigi getur orðið þessum nemendum erfitt. Til þess að auka lesskilning þarf að efla það skólastarf sem brýnir gagnrýna hugsun nemenda. Ætla stjórnvöld sér að gera það? Erum við kannski að súpa seyðið af atlögu íhaldsmanna og nýfrjálshyggju á fyrri hluta 9. áratugarins? Þá tókst að hrópa niður uppbyggingarstarf sem hafði að markmiði að auka skilning og lýðræðishæfni nemenda en draga úr stagli. Ef við viljum auka lesskilning íslenskra unglinga verða yfirvöld að setja önnur markmið en gert er í hvítbókinni. Markmið um að skólar noti gagnrýna kennslufræði sem metur að verðleikum skoðanaskipti, gagnrýnin skrif, frumlega túlkun og nýjar lausnir.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun