Viljum við lesskilning? Þorlákur Axel Jónsson skrifar 21. nóvember 2014 07:00 Í hvítbók menntamálaráðuneytisins um umbætur í menntun er að finna sömu tvö meginmarkmiðin og Ontario-fylki í Kanada setti sér fyrir um áratug; að auka læsi í grunnskóla og hækka hlutfall þeirra sem ljúka prófi úr framhaldsskóla. Ontario-umbæturnar voru skilgetið afkvæmi menntaumbóta breska Verkamannaflokksins undir forystu Tonys Blair og Gordons Brown. Þrátt fyrir ágæti sitt hafa umbæturnar sætt gagnrýni fyrir að rækta miðstýrða eftirlitsmenningu gagnvart skólastarfi þar sem hið mælanlega verður kennimark góðs og ills. Í hvítbókinni eru settar fram hugmyndir um að ýta undir jákvæð viðhorf til lestrar í þjóðfélaginu, að foreldrar verði enn hvattir til lestrar með börnum og að sveitarfélög hafi læsisstefnu. Allt er það gott og gilt en ekkert af þessu er undir stjórn skóla eða kennara. Einnig vekur skattahækkun á bækur, sem framlag ríkisstjórnarinnar, athygli í þessu samhengi. Tillögur hvítbókarinnar sem snúa að skólum eru í takti við aukið miðstýrt eftirlit með skólum. Talað er um nákvæmari fyrirmæli um námskrá, fleiri viðmið um árangur og fleiri próf. Eru þetta réttu meðulin til þess að auka lesskilning íslenskra unglinga? Skólum verður beint frá því að vera lærdómssamfélög til þess að vera prófaverksmiðjur. Er orðalagið „að geta ekki lesið sér til gagns“ réttmæt útlistun á þeirri niðurstöðu PISA að lesskilningi sé ábótavant? Með þessu orðalagi er vandanum velt yfir á „lestur“, sem eðlilegt er að skilja sem umorðunarhæfni, grundvallarfærni í að kveða að táknum þannig að úr verði merkingarbær frásögn. PISA gerir ráð fyrir að nánast allir þeir nemendur sem taka þátt í rannsókninni séu læsir í þessum skilningi. Lesskilningurinn er viðfangsefnið, ekki lesturinn. PISA-niðurstöðurnar eru mælikvarði á það hversu mikið eða lítið færir nemendur eru um að vera gagnrýnir notendur ritaðra texta.Önnur markmið nauðsynleg Í hvítbókinni virðist sá skilningur ríkjandi að skortur á lesskilningi stafi af lítilli færni í lestri sé miðað við þær tillögur sem þar eru settar fram. Að um sé að ræða einstaklingsbundinn vanda. Það er þó ekki það sem PISA-fólkið ætlar sér að mæla – heldur hvernig skólakerfum gengur að gera hópum nemenda lagið að beita þekkingu sinni til þess að „greina, skilja og tjá á skilvirkan hátt lausnir á ýmsum vandamálum í mörgum mismunandi aðstæðum“ eins og það er orðað. Munum að PISA-rannsóknin snýr að skólakerfum og skólum en ekki einstaka nemendum. Munum líka að lesskilningur íslenskra unglinga er í samræmi við það sem mælitækið gerir fyrir fram ráð fyrir, að einn af hverjum fimm lendi á lægstu þrepum kvarðans. Nám á næsta skólastigi getur orðið þessum nemendum erfitt. Til þess að auka lesskilning þarf að efla það skólastarf sem brýnir gagnrýna hugsun nemenda. Ætla stjórnvöld sér að gera það? Erum við kannski að súpa seyðið af atlögu íhaldsmanna og nýfrjálshyggju á fyrri hluta 9. áratugarins? Þá tókst að hrópa niður uppbyggingarstarf sem hafði að markmiði að auka skilning og lýðræðishæfni nemenda en draga úr stagli. Ef við viljum auka lesskilning íslenskra unglinga verða yfirvöld að setja önnur markmið en gert er í hvítbókinni. Markmið um að skólar noti gagnrýna kennslufræði sem metur að verðleikum skoðanaskipti, gagnrýnin skrif, frumlega túlkun og nýjar lausnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í hvítbók menntamálaráðuneytisins um umbætur í menntun er að finna sömu tvö meginmarkmiðin og Ontario-fylki í Kanada setti sér fyrir um áratug; að auka læsi í grunnskóla og hækka hlutfall þeirra sem ljúka prófi úr framhaldsskóla. Ontario-umbæturnar voru skilgetið afkvæmi menntaumbóta breska Verkamannaflokksins undir forystu Tonys Blair og Gordons Brown. Þrátt fyrir ágæti sitt hafa umbæturnar sætt gagnrýni fyrir að rækta miðstýrða eftirlitsmenningu gagnvart skólastarfi þar sem hið mælanlega verður kennimark góðs og ills. Í hvítbókinni eru settar fram hugmyndir um að ýta undir jákvæð viðhorf til lestrar í þjóðfélaginu, að foreldrar verði enn hvattir til lestrar með börnum og að sveitarfélög hafi læsisstefnu. Allt er það gott og gilt en ekkert af þessu er undir stjórn skóla eða kennara. Einnig vekur skattahækkun á bækur, sem framlag ríkisstjórnarinnar, athygli í þessu samhengi. Tillögur hvítbókarinnar sem snúa að skólum eru í takti við aukið miðstýrt eftirlit með skólum. Talað er um nákvæmari fyrirmæli um námskrá, fleiri viðmið um árangur og fleiri próf. Eru þetta réttu meðulin til þess að auka lesskilning íslenskra unglinga? Skólum verður beint frá því að vera lærdómssamfélög til þess að vera prófaverksmiðjur. Er orðalagið „að geta ekki lesið sér til gagns“ réttmæt útlistun á þeirri niðurstöðu PISA að lesskilningi sé ábótavant? Með þessu orðalagi er vandanum velt yfir á „lestur“, sem eðlilegt er að skilja sem umorðunarhæfni, grundvallarfærni í að kveða að táknum þannig að úr verði merkingarbær frásögn. PISA gerir ráð fyrir að nánast allir þeir nemendur sem taka þátt í rannsókninni séu læsir í þessum skilningi. Lesskilningurinn er viðfangsefnið, ekki lesturinn. PISA-niðurstöðurnar eru mælikvarði á það hversu mikið eða lítið færir nemendur eru um að vera gagnrýnir notendur ritaðra texta.Önnur markmið nauðsynleg Í hvítbókinni virðist sá skilningur ríkjandi að skortur á lesskilningi stafi af lítilli færni í lestri sé miðað við þær tillögur sem þar eru settar fram. Að um sé að ræða einstaklingsbundinn vanda. Það er þó ekki það sem PISA-fólkið ætlar sér að mæla – heldur hvernig skólakerfum gengur að gera hópum nemenda lagið að beita þekkingu sinni til þess að „greina, skilja og tjá á skilvirkan hátt lausnir á ýmsum vandamálum í mörgum mismunandi aðstæðum“ eins og það er orðað. Munum að PISA-rannsóknin snýr að skólakerfum og skólum en ekki einstaka nemendum. Munum líka að lesskilningur íslenskra unglinga er í samræmi við það sem mælitækið gerir fyrir fram ráð fyrir, að einn af hverjum fimm lendi á lægstu þrepum kvarðans. Nám á næsta skólastigi getur orðið þessum nemendum erfitt. Til þess að auka lesskilning þarf að efla það skólastarf sem brýnir gagnrýna hugsun nemenda. Ætla stjórnvöld sér að gera það? Erum við kannski að súpa seyðið af atlögu íhaldsmanna og nýfrjálshyggju á fyrri hluta 9. áratugarins? Þá tókst að hrópa niður uppbyggingarstarf sem hafði að markmiði að auka skilning og lýðræðishæfni nemenda en draga úr stagli. Ef við viljum auka lesskilning íslenskra unglinga verða yfirvöld að setja önnur markmið en gert er í hvítbókinni. Markmið um að skólar noti gagnrýna kennslufræði sem metur að verðleikum skoðanaskipti, gagnrýnin skrif, frumlega túlkun og nýjar lausnir.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun