Formaður HSÍ um HM-sætið: Ég bara veit ekki hvað mun gerast Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. nóvember 2014 07:30 Guðmundur vill fara til Katar út af ÓL 2016. Vísir/Pjetur „Ég bara veit ekki hvað mun gerast. Maður er alveg hættur að átta sig á þessu,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, við Fréttablaðið um fund Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, í dag þar sem endanlega verður tekin ákvörðun um hvaða þjóðir spila á HM 2015 í Katar. Eftir farsann í kringum ákvörðun IHF að troða Þjóðverjum bakdyramegin á HM varð uppi annað bíó þegar Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin hættu við þátttöku á mótinu vegna ósættis landanna við Katar. Klæði hafa nú verið borin á vopnin, sendiherrar landanna hafa snúið aftur til Katar og vilja þau nú vera með á HM. „Það kæmi mér ekkert á óvart ef þessar þjóðir verða teknar aftur inn. Ég veit samt hreinlega ekki hver staðan er. Ég er búinn að spyrjast fyrir um hvað verði lagt upp með en fulltrúar Evrópu sem ég hef talað við vita ekkert,“ segir Guðmundur. Formaðurinn segir það tæpt að IHF geti stuðst við sömu reglu og Þjóðverjar komust inn á. „Vandamálið við þessa reglu sem þeir tóku þá inn á er að hún er svo huglæg. Og nú sitja þeir uppi með þetta að þurfa að breyta viðmiðunum. Það var það sem við vorum að gagnrýna. Það á ekki að vera hægt að búa til reglur sem hafa engin föst viðmið.“ Ungverjaland og Serbía eru í raun á undan Íslandi inn fari svo að IHF styðjist við „Þjóðverja-regluna“, en hún er svo huglæg að mati Guðmundar að hann var orðinn nokkuð vongóður um að Ísland fengi sætið. „Áður en Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin komu aftur var ég orðinn frekar vongóður,“ segir hann. Það er heldur engin spurning í huga formannsins að Ísland eigi að fá sætið. Ekki gangi upp að hafna því og taka ekki þátt í skrípaleiknum. Ólympíuleikarnir eru í húfi. „Fyrir mér er það engin spurning að ef þetta sæti býðst þá tökum við það. Þetta er undankeppni fyrir Ólympíuleika og þar viljum við vera. Ég myndi ekki kasta þessu sæti frá mér bara til að vera fúll á móti,“ segir Guðmundur B. Ólafsson. Búist er við ákvörðun eftir fund IHF fyrir fjögur í dag. Handbolti Tengdar fréttir Barein og Furstadæmin biðja IHF um að fá að vera aftur með Barein og Sameinuðu arabísku Furstadæmin hafa nú óskað eftir því formlega við Alþjóðahandboltasambandið að fá aftur sæti sín á HM í handbolta í Katar. Veik von Íslands um að fá að vera með á heimsmeistaramótinu er því væntanlega úr sögunni. 18. nóvember 2014 16:14 Verða Barein og SAF með á HM í Katar eftir allt saman? Það virðist ekki vera loku fyrir það skotið að þjóðirnar taki sæti sín á HM eftir allt saman. 18. nóvember 2014 09:00 Aron Pálmarsson: Nenni ekki á HM sem þriðja eða fjórða varaþjóð Stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta segir liðið hafa skitið á sig í sumar og verði að taka afleiðingunum. 20. nóvember 2014 07:30 Úrskurðarnefndin dæmdi IHF í hag Sjónarmið Alþjóða handknattleikssambandsins sögð rökrétt og byggð á efnisreglum. 14. nóvember 2014 18:35 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
„Ég bara veit ekki hvað mun gerast. Maður er alveg hættur að átta sig á þessu,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, við Fréttablaðið um fund Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, í dag þar sem endanlega verður tekin ákvörðun um hvaða þjóðir spila á HM 2015 í Katar. Eftir farsann í kringum ákvörðun IHF að troða Þjóðverjum bakdyramegin á HM varð uppi annað bíó þegar Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin hættu við þátttöku á mótinu vegna ósættis landanna við Katar. Klæði hafa nú verið borin á vopnin, sendiherrar landanna hafa snúið aftur til Katar og vilja þau nú vera með á HM. „Það kæmi mér ekkert á óvart ef þessar þjóðir verða teknar aftur inn. Ég veit samt hreinlega ekki hver staðan er. Ég er búinn að spyrjast fyrir um hvað verði lagt upp með en fulltrúar Evrópu sem ég hef talað við vita ekkert,“ segir Guðmundur. Formaðurinn segir það tæpt að IHF geti stuðst við sömu reglu og Þjóðverjar komust inn á. „Vandamálið við þessa reglu sem þeir tóku þá inn á er að hún er svo huglæg. Og nú sitja þeir uppi með þetta að þurfa að breyta viðmiðunum. Það var það sem við vorum að gagnrýna. Það á ekki að vera hægt að búa til reglur sem hafa engin föst viðmið.“ Ungverjaland og Serbía eru í raun á undan Íslandi inn fari svo að IHF styðjist við „Þjóðverja-regluna“, en hún er svo huglæg að mati Guðmundar að hann var orðinn nokkuð vongóður um að Ísland fengi sætið. „Áður en Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin komu aftur var ég orðinn frekar vongóður,“ segir hann. Það er heldur engin spurning í huga formannsins að Ísland eigi að fá sætið. Ekki gangi upp að hafna því og taka ekki þátt í skrípaleiknum. Ólympíuleikarnir eru í húfi. „Fyrir mér er það engin spurning að ef þetta sæti býðst þá tökum við það. Þetta er undankeppni fyrir Ólympíuleika og þar viljum við vera. Ég myndi ekki kasta þessu sæti frá mér bara til að vera fúll á móti,“ segir Guðmundur B. Ólafsson. Búist er við ákvörðun eftir fund IHF fyrir fjögur í dag.
Handbolti Tengdar fréttir Barein og Furstadæmin biðja IHF um að fá að vera aftur með Barein og Sameinuðu arabísku Furstadæmin hafa nú óskað eftir því formlega við Alþjóðahandboltasambandið að fá aftur sæti sín á HM í handbolta í Katar. Veik von Íslands um að fá að vera með á heimsmeistaramótinu er því væntanlega úr sögunni. 18. nóvember 2014 16:14 Verða Barein og SAF með á HM í Katar eftir allt saman? Það virðist ekki vera loku fyrir það skotið að þjóðirnar taki sæti sín á HM eftir allt saman. 18. nóvember 2014 09:00 Aron Pálmarsson: Nenni ekki á HM sem þriðja eða fjórða varaþjóð Stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta segir liðið hafa skitið á sig í sumar og verði að taka afleiðingunum. 20. nóvember 2014 07:30 Úrskurðarnefndin dæmdi IHF í hag Sjónarmið Alþjóða handknattleikssambandsins sögð rökrétt og byggð á efnisreglum. 14. nóvember 2014 18:35 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Barein og Furstadæmin biðja IHF um að fá að vera aftur með Barein og Sameinuðu arabísku Furstadæmin hafa nú óskað eftir því formlega við Alþjóðahandboltasambandið að fá aftur sæti sín á HM í handbolta í Katar. Veik von Íslands um að fá að vera með á heimsmeistaramótinu er því væntanlega úr sögunni. 18. nóvember 2014 16:14
Verða Barein og SAF með á HM í Katar eftir allt saman? Það virðist ekki vera loku fyrir það skotið að þjóðirnar taki sæti sín á HM eftir allt saman. 18. nóvember 2014 09:00
Aron Pálmarsson: Nenni ekki á HM sem þriðja eða fjórða varaþjóð Stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta segir liðið hafa skitið á sig í sumar og verði að taka afleiðingunum. 20. nóvember 2014 07:30
Úrskurðarnefndin dæmdi IHF í hag Sjónarmið Alþjóða handknattleikssambandsins sögð rökrétt og byggð á efnisreglum. 14. nóvember 2014 18:35