Opnun sextán daga átaks Inga Dóra Pétursdóttir skrifar 25. nóvember 2014 11:19 Í dag er alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Hann markar upphaf hins árlega 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Í þetta sinn viljum við hjá landsnefnd UN Women bjóða ykkur að koma og taka þátt í verki Ragnheiðar Hörpu, Skínöldu, þar sem við munum í krafti samvinnu, samhljóms og samtakamáttar mynda ljósaöldu og senda með henni jákvæða strauma út í heim. Til að magna upplifun okkar og kraft munu kórar bæta hljómi við ferðalag ljóssins. Verkið verður myndað úr lofti og mun þannig lifa áfram á öldum ljósvakanna. Gjörningurinn tekur 10 mínútur og að honum loknum verður boðið upp á kakó og góða samveru. Verkefni UN Women Öruggar borgir nær til 17 borga og þeirra á meðal er Reykjavík. Markmið verkefnisins er að skapa konum, unglingum og börnum öruggt líf án ótta við ofbeldi í almenningsrýmum og er það unnið í samstarfi við borgaryfirvöld og frjáls félagasamtök á hverjum stað. Leitast er eftir að auka öryggi, koma í veg fyrir og/eða draga úr ofbeldi, virkja og efla kvennasamtök og talsmenn barna og móta þannig öruggt og traust umhverfi fyrir alla. Borgir sem þegar hafa náð miklum árangri með verkefninu eru t.d Kaíró, Nýja Delí, Port Moresby og Kígalí. Við getum ekki litið fram hjá því að kynbundið ofbeldi er hnattrænt vandamál. Konur í vestrænum löndum jafnt sem í löndum fjær okkur hafa flestar upplifað kynferðislega áreitni og þekkja óttann við að verða fyrir kynbundnu ofbeldi. Birtingarmyndir vandamálsins eru ólíkar milli landa og lausnirnar oft svæðisbundnar. Í könnun sem UN Women stóð fyrir kom í ljós að 95% kvenna í Nýju Delí og 99,3% kvenna í Kaíró hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Það er mikið áhyggjuefni að í sömu könnun töldu 3 af hverjum 4 karlmönnum í Nýju Delí að konur bæru sjálfar ábyrgð á ofbeldinu ef þær væru einar á ferð í myrkri eða væru í tilteknum klæðnaði. Í Nýju Delí og Port Moresby hafa konur krafið borgaryfirvöld um að hafa sérstaka kvennastrætóa gangandi á álagstímum til að forðast áreiti karlmanna í troðnum vögnum. Einnig er átak í báðum borgum til að lýsa upp strætisvagnastöðvar, almenningsklósett og gönguleiðir sem og að breikka gangstéttir. Í Rio de Janeiro hefur verið búið til sérstakt snjallsímaforrit til að veita þolendum ofbeldis í fátækrahverfum upplýsingar um hvar næsta lögreglustöð, neyðarmóttaka og kvennaathvarf eru. Þetta eru dæmi um ódýrar og áhrifaríkar lausnir. Hugarfarsbreyting er þó mikilvægasta markmiðið í baráttu okkar fyrir samfélagi þar sem konur, unglingar og börn eru fullgildir og öruggir þátttakendur. Við hjá UN Women skorum á þig að sýna málstaðnum samstöðu í kvöld og verða hluti af ljósöldu gegn kynbundnu ofbeldi sem fer af stað frá Klambratúni kl 17.15! Sjáumst í kvöld! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Hann markar upphaf hins árlega 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Í þetta sinn viljum við hjá landsnefnd UN Women bjóða ykkur að koma og taka þátt í verki Ragnheiðar Hörpu, Skínöldu, þar sem við munum í krafti samvinnu, samhljóms og samtakamáttar mynda ljósaöldu og senda með henni jákvæða strauma út í heim. Til að magna upplifun okkar og kraft munu kórar bæta hljómi við ferðalag ljóssins. Verkið verður myndað úr lofti og mun þannig lifa áfram á öldum ljósvakanna. Gjörningurinn tekur 10 mínútur og að honum loknum verður boðið upp á kakó og góða samveru. Verkefni UN Women Öruggar borgir nær til 17 borga og þeirra á meðal er Reykjavík. Markmið verkefnisins er að skapa konum, unglingum og börnum öruggt líf án ótta við ofbeldi í almenningsrýmum og er það unnið í samstarfi við borgaryfirvöld og frjáls félagasamtök á hverjum stað. Leitast er eftir að auka öryggi, koma í veg fyrir og/eða draga úr ofbeldi, virkja og efla kvennasamtök og talsmenn barna og móta þannig öruggt og traust umhverfi fyrir alla. Borgir sem þegar hafa náð miklum árangri með verkefninu eru t.d Kaíró, Nýja Delí, Port Moresby og Kígalí. Við getum ekki litið fram hjá því að kynbundið ofbeldi er hnattrænt vandamál. Konur í vestrænum löndum jafnt sem í löndum fjær okkur hafa flestar upplifað kynferðislega áreitni og þekkja óttann við að verða fyrir kynbundnu ofbeldi. Birtingarmyndir vandamálsins eru ólíkar milli landa og lausnirnar oft svæðisbundnar. Í könnun sem UN Women stóð fyrir kom í ljós að 95% kvenna í Nýju Delí og 99,3% kvenna í Kaíró hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Það er mikið áhyggjuefni að í sömu könnun töldu 3 af hverjum 4 karlmönnum í Nýju Delí að konur bæru sjálfar ábyrgð á ofbeldinu ef þær væru einar á ferð í myrkri eða væru í tilteknum klæðnaði. Í Nýju Delí og Port Moresby hafa konur krafið borgaryfirvöld um að hafa sérstaka kvennastrætóa gangandi á álagstímum til að forðast áreiti karlmanna í troðnum vögnum. Einnig er átak í báðum borgum til að lýsa upp strætisvagnastöðvar, almenningsklósett og gönguleiðir sem og að breikka gangstéttir. Í Rio de Janeiro hefur verið búið til sérstakt snjallsímaforrit til að veita þolendum ofbeldis í fátækrahverfum upplýsingar um hvar næsta lögreglustöð, neyðarmóttaka og kvennaathvarf eru. Þetta eru dæmi um ódýrar og áhrifaríkar lausnir. Hugarfarsbreyting er þó mikilvægasta markmiðið í baráttu okkar fyrir samfélagi þar sem konur, unglingar og börn eru fullgildir og öruggir þátttakendur. Við hjá UN Women skorum á þig að sýna málstaðnum samstöðu í kvöld og verða hluti af ljósöldu gegn kynbundnu ofbeldi sem fer af stað frá Klambratúni kl 17.15! Sjáumst í kvöld!
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar