Opnun sextán daga átaks Inga Dóra Pétursdóttir skrifar 25. nóvember 2014 11:19 Í dag er alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Hann markar upphaf hins árlega 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Í þetta sinn viljum við hjá landsnefnd UN Women bjóða ykkur að koma og taka þátt í verki Ragnheiðar Hörpu, Skínöldu, þar sem við munum í krafti samvinnu, samhljóms og samtakamáttar mynda ljósaöldu og senda með henni jákvæða strauma út í heim. Til að magna upplifun okkar og kraft munu kórar bæta hljómi við ferðalag ljóssins. Verkið verður myndað úr lofti og mun þannig lifa áfram á öldum ljósvakanna. Gjörningurinn tekur 10 mínútur og að honum loknum verður boðið upp á kakó og góða samveru. Verkefni UN Women Öruggar borgir nær til 17 borga og þeirra á meðal er Reykjavík. Markmið verkefnisins er að skapa konum, unglingum og börnum öruggt líf án ótta við ofbeldi í almenningsrýmum og er það unnið í samstarfi við borgaryfirvöld og frjáls félagasamtök á hverjum stað. Leitast er eftir að auka öryggi, koma í veg fyrir og/eða draga úr ofbeldi, virkja og efla kvennasamtök og talsmenn barna og móta þannig öruggt og traust umhverfi fyrir alla. Borgir sem þegar hafa náð miklum árangri með verkefninu eru t.d Kaíró, Nýja Delí, Port Moresby og Kígalí. Við getum ekki litið fram hjá því að kynbundið ofbeldi er hnattrænt vandamál. Konur í vestrænum löndum jafnt sem í löndum fjær okkur hafa flestar upplifað kynferðislega áreitni og þekkja óttann við að verða fyrir kynbundnu ofbeldi. Birtingarmyndir vandamálsins eru ólíkar milli landa og lausnirnar oft svæðisbundnar. Í könnun sem UN Women stóð fyrir kom í ljós að 95% kvenna í Nýju Delí og 99,3% kvenna í Kaíró hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Það er mikið áhyggjuefni að í sömu könnun töldu 3 af hverjum 4 karlmönnum í Nýju Delí að konur bæru sjálfar ábyrgð á ofbeldinu ef þær væru einar á ferð í myrkri eða væru í tilteknum klæðnaði. Í Nýju Delí og Port Moresby hafa konur krafið borgaryfirvöld um að hafa sérstaka kvennastrætóa gangandi á álagstímum til að forðast áreiti karlmanna í troðnum vögnum. Einnig er átak í báðum borgum til að lýsa upp strætisvagnastöðvar, almenningsklósett og gönguleiðir sem og að breikka gangstéttir. Í Rio de Janeiro hefur verið búið til sérstakt snjallsímaforrit til að veita þolendum ofbeldis í fátækrahverfum upplýsingar um hvar næsta lögreglustöð, neyðarmóttaka og kvennaathvarf eru. Þetta eru dæmi um ódýrar og áhrifaríkar lausnir. Hugarfarsbreyting er þó mikilvægasta markmiðið í baráttu okkar fyrir samfélagi þar sem konur, unglingar og börn eru fullgildir og öruggir þátttakendur. Við hjá UN Women skorum á þig að sýna málstaðnum samstöðu í kvöld og verða hluti af ljósöldu gegn kynbundnu ofbeldi sem fer af stað frá Klambratúni kl 17.15! Sjáumst í kvöld! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Hann markar upphaf hins árlega 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Í þetta sinn viljum við hjá landsnefnd UN Women bjóða ykkur að koma og taka þátt í verki Ragnheiðar Hörpu, Skínöldu, þar sem við munum í krafti samvinnu, samhljóms og samtakamáttar mynda ljósaöldu og senda með henni jákvæða strauma út í heim. Til að magna upplifun okkar og kraft munu kórar bæta hljómi við ferðalag ljóssins. Verkið verður myndað úr lofti og mun þannig lifa áfram á öldum ljósvakanna. Gjörningurinn tekur 10 mínútur og að honum loknum verður boðið upp á kakó og góða samveru. Verkefni UN Women Öruggar borgir nær til 17 borga og þeirra á meðal er Reykjavík. Markmið verkefnisins er að skapa konum, unglingum og börnum öruggt líf án ótta við ofbeldi í almenningsrýmum og er það unnið í samstarfi við borgaryfirvöld og frjáls félagasamtök á hverjum stað. Leitast er eftir að auka öryggi, koma í veg fyrir og/eða draga úr ofbeldi, virkja og efla kvennasamtök og talsmenn barna og móta þannig öruggt og traust umhverfi fyrir alla. Borgir sem þegar hafa náð miklum árangri með verkefninu eru t.d Kaíró, Nýja Delí, Port Moresby og Kígalí. Við getum ekki litið fram hjá því að kynbundið ofbeldi er hnattrænt vandamál. Konur í vestrænum löndum jafnt sem í löndum fjær okkur hafa flestar upplifað kynferðislega áreitni og þekkja óttann við að verða fyrir kynbundnu ofbeldi. Birtingarmyndir vandamálsins eru ólíkar milli landa og lausnirnar oft svæðisbundnar. Í könnun sem UN Women stóð fyrir kom í ljós að 95% kvenna í Nýju Delí og 99,3% kvenna í Kaíró hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Það er mikið áhyggjuefni að í sömu könnun töldu 3 af hverjum 4 karlmönnum í Nýju Delí að konur bæru sjálfar ábyrgð á ofbeldinu ef þær væru einar á ferð í myrkri eða væru í tilteknum klæðnaði. Í Nýju Delí og Port Moresby hafa konur krafið borgaryfirvöld um að hafa sérstaka kvennastrætóa gangandi á álagstímum til að forðast áreiti karlmanna í troðnum vögnum. Einnig er átak í báðum borgum til að lýsa upp strætisvagnastöðvar, almenningsklósett og gönguleiðir sem og að breikka gangstéttir. Í Rio de Janeiro hefur verið búið til sérstakt snjallsímaforrit til að veita þolendum ofbeldis í fátækrahverfum upplýsingar um hvar næsta lögreglustöð, neyðarmóttaka og kvennaathvarf eru. Þetta eru dæmi um ódýrar og áhrifaríkar lausnir. Hugarfarsbreyting er þó mikilvægasta markmiðið í baráttu okkar fyrir samfélagi þar sem konur, unglingar og börn eru fullgildir og öruggir þátttakendur. Við hjá UN Women skorum á þig að sýna málstaðnum samstöðu í kvöld og verða hluti af ljósöldu gegn kynbundnu ofbeldi sem fer af stað frá Klambratúni kl 17.15! Sjáumst í kvöld!
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun