
100 ár af kosningarétti
Á næsta ári verða liðin 100 ár frá því Kristján konungur X skrifaði undir lög frá Alþingi sem færðu konum kosningarétt til Alþingis, mjög takmarkaðan að vísu, en langþráðan. Þetta gerðist þann 19. júní 1915 og alla tíð síðan hefur sá dagur verið sérstakur kvenréttindadagur.
Þessa stórviðburðar verður minnst með margvíslegum hætti. Alþingi hefur samþykkt að láta um 100 milljónir rakna til afmælishaldsins. Sérstök framkvæmdanefnd, sem kjörin var á almennum kvennafundi í september 2013, hefur haft veg og vanda af að velja afmælisverkefni. Auk upptaktsins í Iðnó þann 30. desember eru verkefnin þessi:
1) Safnasýningar
Höfuðsöfn landsins munu setja upp sérstakar sýningar. Í Landsbókasafni opnar sýning 16. maí 2015 er fjallar um sögu og þróun kosningaréttarins. Í Listasafni Íslands opnar sýningin „Áhrifakonur í íslenskri myndlist“ þann 30. janúar, og sýning helguð Nínu Tryggvadóttur opnar 12. september. Þjóðminjasafnið heldur sýningu sem nefnist „Konur í 100 ár“ auk þess sem farið verður yfir grunnsýningu safnsins með kynjagleraugum.
2) Hátíðahöld á Austurvelli
Sérstakur hátíðaþingfundur verður í Alþingishúsinu fyrir hádegi þann 19. júní 2015. Húsið verður opið almenningi þennan dag og þar verður sérstök sýning með leiðsögn. Eftir hádegi verður efnt til almennrar hátíðar á Austurvelli. Meðal viðburða verða kvennatónleikar þar sem nokkrar af okkar fremstu tónlistarkonum munu koma fram.
3) Ráðstefna
Framkvæmdanefndin mun ásamt fleirum gangast fyrir alþjóðlegri ráðstefnu, sem tileinkuð verður kosningarétti kvenna, lýðræði og lýðréttindum. Hún verður haldin dagana 22.-23. október 2015. Meðal gesta verða Vigdís Finnbogadóttir, Gro Harlem Brundtland og Laura Ann Liswood.
4) Rit
Rannsóknarrit, helgað 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, mun koma út á árinu 2020, en þá fengu konur kosningarétt til jafns við karlmenn. Sögufélagi hefur verið falin umsjá ritsins.
5) Verkefnastyrkir
Stofnaður var sérstakur sjóður um styrki vegna verkefna sem tengjast markmiðum afmælisársins. Mikill fjöldi umsókna barst þegar styrkir voru auglýstir í október og var sótt um til margháttaðra verkefna um allt land sem sýna mikinn áhuga, metnað og hugmyndaauðgi. Úthlutun er nú lokið, en styrkir verða aftur auglýstir í febrúar.
Auk þessa má nefna að Íslandspóstur gefur út sérstakt afmælisfrímerki þann 30. apríl 2015. Sinfóníuhljómsveit Íslands verður með tónleika þann 11. júní 2015 undir yfirskriftinni „Höfuðskáld og frumkvöðlar“ og á efnisskrá verða eingöngu verk eftir konur. Margt er enn í mótun víða um land, sem væntanlega verður greint frá síðar.
Ég vil hér með hvetja alla skipuleggjendur til að tilkynna viðburði til afmælisnefndar sem heldur úti sérstakri upplýsingavefsíðu með viðburðadagatali: www.kosningarettur100ara.is. Þar er skráður nokkur fjöldi viðburða og bætist ört í hópinn. Það er fljótlegt og gott að geta nálgast alla viðburði á einum stað. Fylgist með frá byrjun!
Skoðun

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar

Klaufaskapur og reynsluleysi?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar