Lífið

Fyrirgefðu ehf. reyndist skemmtileg markaðsherferð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, höfundur verksins.
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, höfundur verksins. mynd / erlingur
Myndband frá Fyrirgefðu ehf sem fór víða um internetið í vikunni er markaðsherferð fyrir nýtt leikverk sem verður frumsýnt í Tjarnabíói í febrúar.

Vísir greindi frá því í gær að fyrirtækið hefði opnað nýja vefsíðu og að það sérhæfi sig í sáttamiðlun, lögfræðiráðgjöf, ímyndarsköpun, sálfræðiaðstoð og vinnuvernd. Eftir eftirgrennslan fréttastofu er komið á daginn að um markaðsherferð er að ræða.

Hafsteinn Hafsteinsson, sem er bæði menntaður sem leikari og sáttamiðlari og starfar sem slíkur, var fenginn til að leika í stiklunni ásamt Guðfinnu Rúnarsdóttur leikkonu. Í fjölmiðlaumfjöllun í kjölfarið sagði Hafsteinn frá reynslu sinni af sáttamiðlun í íslensku samfélagi. 

„Viðbrögðin við Fyrirgefðu ehf. hafa verið sterk, bæði hjá þeim sem fordæmdu og þeim sem fögnuðu fyrirbærinu,“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, höfundur verksins.

„Það er eitt af meginhlutverkum leikhússins að vera samfélagsrýnir sem spyr áleitinna og ögrandi spurninga um samtímann. Í þessu tilviki var það gert með því að smíða leikrit utan um leikritið. Hafi einhverjum sárnað þessi óhefðbundna markaðssetning er sá hinn sami beðinn einlægrar fyrirgefningar og boðið á sýningu verksins í Tjarnarbíó,“ segir Þórdís Elva.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.