Hugmyndir sem ekki standast Ragnar Árnason skrifar 4. apríl 2014 07:00 Formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, birti grein undir heitinu „Hugmyndir sem ekki standast“ í Fréttablaðinu þann 19. mars sl. Í fyrri hluti greinarinnar leitast hún við að gagnrýna fræðilega ritgerð eftir mig sem birtist í Hjálmari, blaði hagfræðinema við Háskóla Íslands, og fjallaði um alvarlegan vankant á opinberum heilbrigðistryggingum. Þessi hluti greinar Katrínar er í samræmi við hefðbundin skoðanaskipti siðaðra manna og í eðli sínu uppbyggilegur. Í síðari hluta greinarinnar tekur Katrín hins vegar hamskiptum. Hún talar um að ég sé að boða einhverja stefnu (sem á sér nákvæmlega enga stoð í ritgerðinni) og freistar þess að tengja þessa ímynduðu stefnu sína við fjármálaráðherra, og ríkisstjórnina (sem á sér hvorki stoð í ritgerðinni né raunveruleikanum). Ég læt lesandanum það eftir að fella dóm yfir svona málflutningi. Hitt vil ég taka skýrt fram að umrædd ritgerð er einfaldlega hagfræðileg greining sem stendur og fellur á eigin verðleikum og hefur ekkert með pólitíska stefnumörkun eða stjórnmálaflokka gera. Mér finnst hins vegar óneitanlega dapurlegt að Katrín Jakobsdóttir skuli telja það sér og flokki sínum Vinstri grænum til framdráttar að halda þessum rangfærslum fram og veifa þar með röngu tré í tali sínu til þjóðarinnar.Hrein ósannindi Katrín skilur ekki eða þykist ekki skilja kjarnann í ritgerð minni. Sá kjarni er alls ekki að hér eigi ekki að reka félagslegt heilbrigðiskerfi eða að efnaminna fólk eigi að bera sinn heilbrigðiskostnað eitt og óstutt. Það er ekki einu sinni ymprað á slíku í greininni. Allar fullyrðingar um annað eru hrein ósannindi og lýsa fyrst og fremst hugarheimi þeirra sem telja sér sæma að bera slíkt á borð. Kjarni ritgerðarinnar og boðskapur er að sú aðferð sem við höfum valið til að ná hinum félagslegu markmiðum í heilbrigðismálum, þ.e. heilbrigðistryggingakerfið í þeirri mynd sem það hefur verið rekið á Íslandi, feli í sér mjög verulega „efnahagslega sóun“. Þetta er skilmerkilega útskýrt og rökstutt í greininni og að því er ég hygg hafið yfir vafa. Hugtakið „efnahagsleg sóun“ merkir í þessu samhengi nákvæmlega það sama og í daglegu máli. Það merkir að við séum að sólunda verðmætum. Það merkir að við getum náð öllum þeim heilsufarslegu og félagslegu markmiðum sem núverandi heilbrigðiskerfi nær, og sem bæði Katrínu og mér er annt um, með minni tilkostnaði eða náð meiri heilsufarslegum og félagslegum árangri með sama tilkostnaði. Ef unnt er að minnka efnahagslega sóun er einfaldlega meira af raunverulegum verðmætum til skiptanna og unnt að bæta hag allra, þar á meðal þeirra sem minnst hafa.Kreddukindurnar Samfélag sem heldur úti kerfum sem fela í sér efnahagslega sóun er augljóslega verr í stakk búið en ella til að styðja við og bæta hag þeirra sem minna mega sín. Því er það að þeir sem raunverulega vilja bæta hag lítilmagnans, hver sem hann er og hvar sem hann finnst, hljóta ætíð að kappkosta að forðast efnahagslega sóun og leggja áherslu á skilvirkni í öllum kerfum og öllum rekstri. Með þeim hætti einum er unnt að vernda og bæta hag þeirra sem minna mega sín til frambúðar. Íhaldsseggirnir og kreddukindurnar sem gera tiltekin kerfi að einhverju sáluhjálparatriði og vilja ekki einu sinni íhuga hvort eitthvað megi nú ekki færa þar til betri vegar stuðla að efnahagslegri sóun og rýra getu samfélagsins til samhjálpar. Þetta eru því hinir raunverulegu óvinir velferðarkerfisins. Vonandi er það misskilningur minn, en mér sýnist af grein Katrínar Jakobsdóttir að hún vilji skipa sér í þann flokk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, birti grein undir heitinu „Hugmyndir sem ekki standast“ í Fréttablaðinu þann 19. mars sl. Í fyrri hluti greinarinnar leitast hún við að gagnrýna fræðilega ritgerð eftir mig sem birtist í Hjálmari, blaði hagfræðinema við Háskóla Íslands, og fjallaði um alvarlegan vankant á opinberum heilbrigðistryggingum. Þessi hluti greinar Katrínar er í samræmi við hefðbundin skoðanaskipti siðaðra manna og í eðli sínu uppbyggilegur. Í síðari hluta greinarinnar tekur Katrín hins vegar hamskiptum. Hún talar um að ég sé að boða einhverja stefnu (sem á sér nákvæmlega enga stoð í ritgerðinni) og freistar þess að tengja þessa ímynduðu stefnu sína við fjármálaráðherra, og ríkisstjórnina (sem á sér hvorki stoð í ritgerðinni né raunveruleikanum). Ég læt lesandanum það eftir að fella dóm yfir svona málflutningi. Hitt vil ég taka skýrt fram að umrædd ritgerð er einfaldlega hagfræðileg greining sem stendur og fellur á eigin verðleikum og hefur ekkert með pólitíska stefnumörkun eða stjórnmálaflokka gera. Mér finnst hins vegar óneitanlega dapurlegt að Katrín Jakobsdóttir skuli telja það sér og flokki sínum Vinstri grænum til framdráttar að halda þessum rangfærslum fram og veifa þar með röngu tré í tali sínu til þjóðarinnar.Hrein ósannindi Katrín skilur ekki eða þykist ekki skilja kjarnann í ritgerð minni. Sá kjarni er alls ekki að hér eigi ekki að reka félagslegt heilbrigðiskerfi eða að efnaminna fólk eigi að bera sinn heilbrigðiskostnað eitt og óstutt. Það er ekki einu sinni ymprað á slíku í greininni. Allar fullyrðingar um annað eru hrein ósannindi og lýsa fyrst og fremst hugarheimi þeirra sem telja sér sæma að bera slíkt á borð. Kjarni ritgerðarinnar og boðskapur er að sú aðferð sem við höfum valið til að ná hinum félagslegu markmiðum í heilbrigðismálum, þ.e. heilbrigðistryggingakerfið í þeirri mynd sem það hefur verið rekið á Íslandi, feli í sér mjög verulega „efnahagslega sóun“. Þetta er skilmerkilega útskýrt og rökstutt í greininni og að því er ég hygg hafið yfir vafa. Hugtakið „efnahagsleg sóun“ merkir í þessu samhengi nákvæmlega það sama og í daglegu máli. Það merkir að við séum að sólunda verðmætum. Það merkir að við getum náð öllum þeim heilsufarslegu og félagslegu markmiðum sem núverandi heilbrigðiskerfi nær, og sem bæði Katrínu og mér er annt um, með minni tilkostnaði eða náð meiri heilsufarslegum og félagslegum árangri með sama tilkostnaði. Ef unnt er að minnka efnahagslega sóun er einfaldlega meira af raunverulegum verðmætum til skiptanna og unnt að bæta hag allra, þar á meðal þeirra sem minnst hafa.Kreddukindurnar Samfélag sem heldur úti kerfum sem fela í sér efnahagslega sóun er augljóslega verr í stakk búið en ella til að styðja við og bæta hag þeirra sem minna mega sín. Því er það að þeir sem raunverulega vilja bæta hag lítilmagnans, hver sem hann er og hvar sem hann finnst, hljóta ætíð að kappkosta að forðast efnahagslega sóun og leggja áherslu á skilvirkni í öllum kerfum og öllum rekstri. Með þeim hætti einum er unnt að vernda og bæta hag þeirra sem minna mega sín til frambúðar. Íhaldsseggirnir og kreddukindurnar sem gera tiltekin kerfi að einhverju sáluhjálparatriði og vilja ekki einu sinni íhuga hvort eitthvað megi nú ekki færa þar til betri vegar stuðla að efnahagslegri sóun og rýra getu samfélagsins til samhjálpar. Þetta eru því hinir raunverulegu óvinir velferðarkerfisins. Vonandi er það misskilningur minn, en mér sýnist af grein Katrínar Jakobsdóttir að hún vilji skipa sér í þann flokk.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun