Með í maganum út af peningamálum á hverjum degi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. mars 2014 08:00 Hannes segir að það vanti rúmar 300 milljónir króna í afrekssjóð ÍSÍ svo hægt sé að styðja almennilega við íslenskt afreksfólk. Vísir/Vilhelm „Það er ekkert gaman að vera í vinnunni á hverjum einasta degi með í maganum út af peningamálum,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður og framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, en samband hans skuldar í dag um 20 milljónir króna. Reksturinn er erfiður og KKÍ hefur aðeins bolmagn til þess að halda úti þremur stöðugildum. Það er ekki mikið fyrir stórt samband eins og KKÍ. „Hér þyrftu að vera að lágmarki fimm til sex stöðugildi svo eðlilegt væri. Ég veit að sama staða er uppi hjá fleiri sérsamböndum. Stærri sérsamböndin eru undirmönnuð og það er mikið álag allan sólarhringinn á öllum starfsmönnum.“ Formaðurinn hefur í gegnum tíðina verið ötull við að gagnrýna hvernig staðið er að íþróttamálum á Íslandi. Hann segir stjórnvöld alls ekki styðja nógu vel við bakið á íslensku íþróttalífi.Betra á hinum Norðurlöndunum „Ríkisvaldið sýnir íþróttahreyfingunni ekki nægan skilning. Bæði hvað varðar að reka sérsamböndin sem og að reka afreksstarf. Við þurfum að sækja peninga til félaganna til að standa undir tekjum starfsmanna. Við fáum ríkisstyrk upp á 3 milljónir króna á ári til þess að reka skrifstofu. Þær duga engan veginn til hjá eins stóru sambandi og okkar.“ Hannes segir vinsælt á Íslandi að bera sig saman við nágrannaþjóðirnar. Hann hefur kynnt sér hvernig staðið er að málum þar. „Þar er ríkisvaldið að setja mun meira í prósentum talið inn í samböndin en á Íslandi.“ Þessi barátta Hannesar og íþróttaforkólfa á Íslandi er langt frá því að vera ný af nálinni og árangurinn undanfarin ár hefur ekki verið mikill. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, semur við ríkisvaldið en hvernig finnst Hannesi ÍSÍ standa sig í þeirri baráttu? „Ég held að allir séu að gera sitt besta. Mér persónulega finnst að ÍSÍ mætti standa sig betur í þessum málum. Að vera meira þrýstiafl fyrir okkur hin. Það hefur verið rætt hér innandyra að það þurfi að beita ríkisvaldið meiri þrýstingi,“ segir Hannes en er hann bjartsýnn á að eitthvað breytist í náinni framtíð? „Nei, það er ég ekki. Ég er svartsýnn því það virðist alveg vera sama hvaða stjórnmálaflokkar eru við völd í þessu landi. Það er alltaf lofað öllu fögru og allir stjórnmálamenn tala um hvað íþróttir skipti miklu máli á góðri stundu. Þegar á hólminn er komið hafa allir stjórnmálamenn, sama í hvaða flokki þeir eru, ekki kjarkinn til þess að fara í þetta af fullu afli.“Vantar miklu meiri pening Síðustu tvær ríkisstjórnir hafa komið með smá hækkanir í íþróttastarfið en Hannes segir að þær séu allt of litlar og enn sé langt í land. „Þetta eru litlar hækkanir í heildina. Aðeins nokkrar milljónir á nokkrum árum. Það vantar miklu meira fjármagn. Þá segja margir að það vanti líka pening í hitt og þetta. Það er aftur á móti staðreynd að íþróttir eru ein besta forvörnin. Við munum hafa færra fólk sem þarf að fara í gegnum heilbrigðiskerfið ef við getum haft íþróttastarfið enn öflugra en það er.“ Ísland hefur framleitt marga afreksmenn í gegnum tíðina og Hannes segir það vera ótrúlegt miðað við þann litla stuðning sem afreksfólkið og íþróttastarfið fær. „Það er fólk að vinna ótrúlegt starf út um allt land við lítinn skilning stjórnmálamanna nema þegar árangur næst. Þetta er að mörgu leyti brandari. Afrekssjóður þarf að vera að lágmarki 200 til 250 milljónir króna. Ríkisvaldið kemur aftur á móti með 70 milljónir,“ segir Hannes og bendir á að afreksstarfið skili miklum tekjum til landsins. Íþróttafólk komi á mót til Íslands. Fljúgi með íslenskum flugfélögum, gisti á hótelum, kaupi mat og varning. „Afrekssjóðurinn þyrfti með réttu að vera í kringum 400 milljónir en 200 er algjört lágmark. Það er magnað að við getum framleitt afreksmenn yfirhöfuð miðað við þennan litla stuðning. Fólk úti í heimi skilur ekki hvernig við förum að þessu.“ Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Sjá meira
„Það er ekkert gaman að vera í vinnunni á hverjum einasta degi með í maganum út af peningamálum,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður og framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, en samband hans skuldar í dag um 20 milljónir króna. Reksturinn er erfiður og KKÍ hefur aðeins bolmagn til þess að halda úti þremur stöðugildum. Það er ekki mikið fyrir stórt samband eins og KKÍ. „Hér þyrftu að vera að lágmarki fimm til sex stöðugildi svo eðlilegt væri. Ég veit að sama staða er uppi hjá fleiri sérsamböndum. Stærri sérsamböndin eru undirmönnuð og það er mikið álag allan sólarhringinn á öllum starfsmönnum.“ Formaðurinn hefur í gegnum tíðina verið ötull við að gagnrýna hvernig staðið er að íþróttamálum á Íslandi. Hann segir stjórnvöld alls ekki styðja nógu vel við bakið á íslensku íþróttalífi.Betra á hinum Norðurlöndunum „Ríkisvaldið sýnir íþróttahreyfingunni ekki nægan skilning. Bæði hvað varðar að reka sérsamböndin sem og að reka afreksstarf. Við þurfum að sækja peninga til félaganna til að standa undir tekjum starfsmanna. Við fáum ríkisstyrk upp á 3 milljónir króna á ári til þess að reka skrifstofu. Þær duga engan veginn til hjá eins stóru sambandi og okkar.“ Hannes segir vinsælt á Íslandi að bera sig saman við nágrannaþjóðirnar. Hann hefur kynnt sér hvernig staðið er að málum þar. „Þar er ríkisvaldið að setja mun meira í prósentum talið inn í samböndin en á Íslandi.“ Þessi barátta Hannesar og íþróttaforkólfa á Íslandi er langt frá því að vera ný af nálinni og árangurinn undanfarin ár hefur ekki verið mikill. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, semur við ríkisvaldið en hvernig finnst Hannesi ÍSÍ standa sig í þeirri baráttu? „Ég held að allir séu að gera sitt besta. Mér persónulega finnst að ÍSÍ mætti standa sig betur í þessum málum. Að vera meira þrýstiafl fyrir okkur hin. Það hefur verið rætt hér innandyra að það þurfi að beita ríkisvaldið meiri þrýstingi,“ segir Hannes en er hann bjartsýnn á að eitthvað breytist í náinni framtíð? „Nei, það er ég ekki. Ég er svartsýnn því það virðist alveg vera sama hvaða stjórnmálaflokkar eru við völd í þessu landi. Það er alltaf lofað öllu fögru og allir stjórnmálamenn tala um hvað íþróttir skipti miklu máli á góðri stundu. Þegar á hólminn er komið hafa allir stjórnmálamenn, sama í hvaða flokki þeir eru, ekki kjarkinn til þess að fara í þetta af fullu afli.“Vantar miklu meiri pening Síðustu tvær ríkisstjórnir hafa komið með smá hækkanir í íþróttastarfið en Hannes segir að þær séu allt of litlar og enn sé langt í land. „Þetta eru litlar hækkanir í heildina. Aðeins nokkrar milljónir á nokkrum árum. Það vantar miklu meira fjármagn. Þá segja margir að það vanti líka pening í hitt og þetta. Það er aftur á móti staðreynd að íþróttir eru ein besta forvörnin. Við munum hafa færra fólk sem þarf að fara í gegnum heilbrigðiskerfið ef við getum haft íþróttastarfið enn öflugra en það er.“ Ísland hefur framleitt marga afreksmenn í gegnum tíðina og Hannes segir það vera ótrúlegt miðað við þann litla stuðning sem afreksfólkið og íþróttastarfið fær. „Það er fólk að vinna ótrúlegt starf út um allt land við lítinn skilning stjórnmálamanna nema þegar árangur næst. Þetta er að mörgu leyti brandari. Afrekssjóður þarf að vera að lágmarki 200 til 250 milljónir króna. Ríkisvaldið kemur aftur á móti með 70 milljónir,“ segir Hannes og bendir á að afreksstarfið skili miklum tekjum til landsins. Íþróttafólk komi á mót til Íslands. Fljúgi með íslenskum flugfélögum, gisti á hótelum, kaupi mat og varning. „Afrekssjóðurinn þyrfti með réttu að vera í kringum 400 milljónir en 200 er algjört lágmark. Það er magnað að við getum framleitt afreksmenn yfirhöfuð miðað við þennan litla stuðning. Fólk úti í heimi skilur ekki hvernig við förum að þessu.“
Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Sjá meira