Lífið

Vill að konungsfjölskyldan fari í leikhús

Ugla Egilsdóttir skrifar
Angela Lansbury lék meðal annars tekönnuna í Fríðu og dýrinu
Angela Lansbury lék meðal annars tekönnuna í Fríðu og dýrinu
Angela Lansbury tekur í annað sinn við orðu frá Englandsdrottningu nú í apríl. Hún fékk titilinn „dame“ árið 1994. Í viðtali við blaðið The Stage sagðist hún óska þess að konungsfjölskyldan færi meira í leikhús. „Það væri akkur í því fyrir menningarlífið,“ sagði Angela. Hún sagðist vona að yngri kynslóðin, Vilhjálmur og kona hans til að mynda, leggi það í vana sinn að sækja leikhúsið. 

Angela er 88 ára gömul, nokkrum mánuðum eldri en Bretadrottning. Hún sagðist ætla að reyna að sannfæra Elísabetu um að koma og sjá sig leika í leiksýningunni Blithe Spirit eftir Noel Coward á West End.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.