Bændamálastjórar, ekki meir Þórólfur Matthíasson skrifar 19. ágúst 2014 07:00 Bændasamtökin, með dyggum stuðningi ríkisvaldsins, stjórna framleiðslu landbúnaðarafurða á Íslandi. Inntak þessarar stefnu er í grófum dráttum að kúa- og kindabændur eru hvattir til að framleiða mjólk og kindakjöt með því að bera í þá fúlgur fjár.Ofurtollavernd Svína- og alifuglaframleiðsla nýtur ofurtollverndar, enda óttast kindabændur að ódýr kjúklingur kynni að trufla sölu á hrygg og læri. Árvisst er að landsmenn fái fréttir af árangri stjórnsýslu Bændasamtaka og bændaráðuneytis. Ef sól skín á grill landsmanna gufar allt kindakjöt á markaðnum upp og verður ófáanlegt. Ef rignir safnast upp tvö þúsund tonna kindakjötsfjöll.Bretarnir vilja beikon Nýverið hóf EasyJet að flytja Breta í flugvélaförmum til landsins. Þeir vilja beikon með morgunmatnum sínum. Á meðan grísabændur reyna að rækta fram grísi með fjórar síður gufar beikon upp af markaðnum. Vegna beingreiðslna er miklu hagstæðara fyrir mjólkurbændur að framleiða mjólk en kjöt. Kjöthakk er flutt inn á ofurtollum og mótað í hamborgara sem stundum eru íslenskir og stundum ekki, sem svo sem skiptir ekki máli því verðið er sama gamla háa, þökk sé tollverndinni.Gufar upp um jólaleytið Og þrátt fyrir áherslu á mjólkurframleiðslu gufar smjör og rjómi upp af markaði um jólaleytið. Á sama tíma flytja mjólkurframleiðendur skyr út til Finnlands í gríð og erg. Er ekki tími til kominn að almenningur segi: Bændamálastjórar, ekki meir, ekki meir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Bændasamtökin, með dyggum stuðningi ríkisvaldsins, stjórna framleiðslu landbúnaðarafurða á Íslandi. Inntak þessarar stefnu er í grófum dráttum að kúa- og kindabændur eru hvattir til að framleiða mjólk og kindakjöt með því að bera í þá fúlgur fjár.Ofurtollavernd Svína- og alifuglaframleiðsla nýtur ofurtollverndar, enda óttast kindabændur að ódýr kjúklingur kynni að trufla sölu á hrygg og læri. Árvisst er að landsmenn fái fréttir af árangri stjórnsýslu Bændasamtaka og bændaráðuneytis. Ef sól skín á grill landsmanna gufar allt kindakjöt á markaðnum upp og verður ófáanlegt. Ef rignir safnast upp tvö þúsund tonna kindakjötsfjöll.Bretarnir vilja beikon Nýverið hóf EasyJet að flytja Breta í flugvélaförmum til landsins. Þeir vilja beikon með morgunmatnum sínum. Á meðan grísabændur reyna að rækta fram grísi með fjórar síður gufar beikon upp af markaðnum. Vegna beingreiðslna er miklu hagstæðara fyrir mjólkurbændur að framleiða mjólk en kjöt. Kjöthakk er flutt inn á ofurtollum og mótað í hamborgara sem stundum eru íslenskir og stundum ekki, sem svo sem skiptir ekki máli því verðið er sama gamla háa, þökk sé tollverndinni.Gufar upp um jólaleytið Og þrátt fyrir áherslu á mjólkurframleiðslu gufar smjör og rjómi upp af markaði um jólaleytið. Á sama tíma flytja mjólkurframleiðendur skyr út til Finnlands í gríð og erg. Er ekki tími til kominn að almenningur segi: Bændamálastjórar, ekki meir, ekki meir?
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar