Við erum okkar hörðustu gagnrýnendur Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. október 2014 07:00 Aron Kristjánsson er klár í slaginn gegn Ísraelsmönnum í Laugardalshöllinni í kvöld. Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta hefja leik í undankeppni EM 2016 í kvöld þegar liðið mætir Ísrael í Laugardalshöllinni klukkan 19.30. Strákarnir þurfa að hrista af sér vonbrigðin rosalegu frá því í sumar þegar liðið tapaði fyrir Bosníu í umspili um sæti á HM. Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsfyrirliði var hreinskilinn í viðtali við íþróttadeild á mánudaginn þegar hann sagðist hafa orðið var við andlega þreytu í kringum leikina, og Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari tekur undir orð fyrirliðans. „Alveg klárlega. Við erum búnir að greina þetta fram og til baka og ræða við alla leikmenn. Yfirskriftin var vanmat og andleg þreyta. Þegar vanmat er í gangi þá kemur andlega þreytan fram og meiðslin verða meiri. Menn fara í aðgerðir sem þeir þurfa kannski að fara í og svo framvegis. Menn halda að þetta sé í lagi, en svo allt í einu stöndum við uppi með mörg afboð og marga menn meidda,“ sagði Aron við Fréttablaðið í gær, en nú á að spýta í lófana og koma sér á EM í Póllandi sem fram fer í janúar 2016. „Við þurfum að nýta þann kraft sem gefst úr svona áfalli. Þó menn hafi verið að klára góð tímabil með sínum félagsliðum í fyrra þá eyðilögðu þessir leikir sumarið fyrir mönnum og þeir eru með óbragð í munni. Menn eru virkilega hugarfarslega vel stemmdir og tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir landsliðið. Það byrjar núna strax og það er alveg klárt að við ætlum að lyfta okkur aftur upp í hæstu hæðir. Þessi undankeppni er gríðarlega mikilvæg upp á það,“ sagði Aron. Landsliðsþjálfarinn tekur það ekkert inn á sig að liðið sé gagnrýnt fyrir tapið gegn Bosníu. Hann skilur manna best þær kröfur sem gerðar eru til liðsins. „Við áttum að vinna Bosníu, það er bara svoleiðis. Við horfum allir í eigin barm og viðurkennum að þetta var ekki nógu gott. Við erum okkar hörðustu gagnrýnendur og það er kannski kostur okkar liðs að menn eru tilbúnir að líta inn á við og fara í naflaskoðun. Ef þú ert ekki tilbúinn í það þá bætirðu þig aldrei,“ sagði Aron. Ísraelska liðið er ekki hátt skrifað og tapaði fyrir Finnum í aðdraganda Íslandsfararinnar. Auk þess eru Svartfellingar og Serbar með í riðlinum og markmiðið er skýrt. „Við stefnum á fyrsta sætið, en markmið númer eitt er að komast á EM. Við ætlum samt að reyna að vinna þennan riðil. Við unnum EM-riðilinn fyrir mótið 2014 gegn sterkum liðum og það er það sem við viljum,“ sagði Aron Kristjánsson. Handbolti Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta hefja leik í undankeppni EM 2016 í kvöld þegar liðið mætir Ísrael í Laugardalshöllinni klukkan 19.30. Strákarnir þurfa að hrista af sér vonbrigðin rosalegu frá því í sumar þegar liðið tapaði fyrir Bosníu í umspili um sæti á HM. Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsfyrirliði var hreinskilinn í viðtali við íþróttadeild á mánudaginn þegar hann sagðist hafa orðið var við andlega þreytu í kringum leikina, og Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari tekur undir orð fyrirliðans. „Alveg klárlega. Við erum búnir að greina þetta fram og til baka og ræða við alla leikmenn. Yfirskriftin var vanmat og andleg þreyta. Þegar vanmat er í gangi þá kemur andlega þreytan fram og meiðslin verða meiri. Menn fara í aðgerðir sem þeir þurfa kannski að fara í og svo framvegis. Menn halda að þetta sé í lagi, en svo allt í einu stöndum við uppi með mörg afboð og marga menn meidda,“ sagði Aron við Fréttablaðið í gær, en nú á að spýta í lófana og koma sér á EM í Póllandi sem fram fer í janúar 2016. „Við þurfum að nýta þann kraft sem gefst úr svona áfalli. Þó menn hafi verið að klára góð tímabil með sínum félagsliðum í fyrra þá eyðilögðu þessir leikir sumarið fyrir mönnum og þeir eru með óbragð í munni. Menn eru virkilega hugarfarslega vel stemmdir og tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir landsliðið. Það byrjar núna strax og það er alveg klárt að við ætlum að lyfta okkur aftur upp í hæstu hæðir. Þessi undankeppni er gríðarlega mikilvæg upp á það,“ sagði Aron. Landsliðsþjálfarinn tekur það ekkert inn á sig að liðið sé gagnrýnt fyrir tapið gegn Bosníu. Hann skilur manna best þær kröfur sem gerðar eru til liðsins. „Við áttum að vinna Bosníu, það er bara svoleiðis. Við horfum allir í eigin barm og viðurkennum að þetta var ekki nógu gott. Við erum okkar hörðustu gagnrýnendur og það er kannski kostur okkar liðs að menn eru tilbúnir að líta inn á við og fara í naflaskoðun. Ef þú ert ekki tilbúinn í það þá bætirðu þig aldrei,“ sagði Aron. Ísraelska liðið er ekki hátt skrifað og tapaði fyrir Finnum í aðdraganda Íslandsfararinnar. Auk þess eru Svartfellingar og Serbar með í riðlinum og markmiðið er skýrt. „Við stefnum á fyrsta sætið, en markmið númer eitt er að komast á EM. Við ætlum samt að reyna að vinna þennan riðil. Við unnum EM-riðilinn fyrir mótið 2014 gegn sterkum liðum og það er það sem við viljum,“ sagði Aron Kristjánsson.
Handbolti Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira