Bandarísk löggjöf gildir á Íslandi Vala Valtýsdóttir skrifar 29. október 2014 07:00 Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte. Mörgum finnst þessi fullyrðing ótrúleg enda ekki á hverjum degi sem ríki setja lög og reglur sem ná yfir önnur ríki, en því miður þá er þetta satt. Fyrir nokkrum árum voru lögfest í Bandaríkjunum svokölluð FATCA lög (e. Foreign Account Tax Compliance Act) en þau skylda fjármálastofnanir og banka í öðrum ríkjum til að leita logandi ljósi að öllum mögulegum bandarískum skattgreiðendum í þeim tilgangi að upplýsa bandarísk skattyfirvöld um innstæður þeirra. Þannig eru íslenskir bankar og aðrar fjármálastofnanir skyldar til að skrá sig hjá IRS (RSK Bandaríkjanna) í þessum tilgangi. En þar með er ekki öll sagan sögð. Ísland verður að semja við BandaríkinÍsland verður að semja við Bandaríkin Fyrst má nefna að önnur ríki, þ.m.t. Ísland, verða að semja sérstaklega við Bandaríkin til að koma í veg fyrir að enn meiri skyldur hvíli á íslenskum fjármálastofnunum en fjármálastofnunum þeirra landa sem samið hafa við Bandaríkin. Og til hvers er leikurinn gerður? Jú bandarísk skattyfirvöld ætla að láta aðra, m.a. íslenska banka, finna skatttekjur fyrir sig með tilheyrandi kostnaði í stað þess að gera það sjálf. Ef ríkin komast að samkomulagi má búast við því að íslenskar fjármálastofnanir þurfi einu sinni á ári að senda sérstaka FATCA-skýrslu til ríkisskattstjóra þar sem upplýst er um stöðu bandarískra skattgreiðenda, bæði einstaklinga og lögaðila, hjá viðkomandi fjármálastofnun. Ef hins vegar næst ekki að semja fyrir næstu áramót þá ber þessum fjármálastofnunum að upplýsa IRS beint um þessar inneignir á þeim skýrslueyðublöðum sem er að finna hjá IRS. Auk þess sem á íslenskum fjármálastofnunum hvíla enn ríkari skyldur ef ekki er fyrir hendi samningur við Bandaríkin. Hvað gerist ef ekki er farið eftir lögunumHvað gerist ef ekki er farið eftir lögunumEf fjármálastofnun fer ekki eftir þessum lögum munu bandarísk skattyfirvöld leggja 30% skatt á allar greiðslur sem viðkomandi fjármálastofnun og viðskiptavinir hennar fá frá Bandaríkjunum. Einhver kann að segja að þetta geti ekki verið enda hafi Ísland gert tvísköttunarsamning við Bandaríkin og að hann hljóti að gilda. Þannig er nú samt í pottinn búið að sá samningur skiptir engu máli, a.m.k. séð frá Bandaríkjunum. Ljóst er að umrædd lög leggja óvenjumiklar kvaðir á fjármálastofnanir um allan heim, með tilheyrandi kostnaði sem að sjálfsögðu verður mun þyngri fyrir minni fjármálastofnanir, sem á frekar við á Íslandi vegna smæðar landsins. Umfjöllun þessi er langt í frá tæmandi enda skilyrði samkvæmt FATCA-löggjöfinni flókin og margvísleg. Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Sjá meira
Mörgum finnst þessi fullyrðing ótrúleg enda ekki á hverjum degi sem ríki setja lög og reglur sem ná yfir önnur ríki, en því miður þá er þetta satt. Fyrir nokkrum árum voru lögfest í Bandaríkjunum svokölluð FATCA lög (e. Foreign Account Tax Compliance Act) en þau skylda fjármálastofnanir og banka í öðrum ríkjum til að leita logandi ljósi að öllum mögulegum bandarískum skattgreiðendum í þeim tilgangi að upplýsa bandarísk skattyfirvöld um innstæður þeirra. Þannig eru íslenskir bankar og aðrar fjármálastofnanir skyldar til að skrá sig hjá IRS (RSK Bandaríkjanna) í þessum tilgangi. En þar með er ekki öll sagan sögð. Ísland verður að semja við BandaríkinÍsland verður að semja við Bandaríkin Fyrst má nefna að önnur ríki, þ.m.t. Ísland, verða að semja sérstaklega við Bandaríkin til að koma í veg fyrir að enn meiri skyldur hvíli á íslenskum fjármálastofnunum en fjármálastofnunum þeirra landa sem samið hafa við Bandaríkin. Og til hvers er leikurinn gerður? Jú bandarísk skattyfirvöld ætla að láta aðra, m.a. íslenska banka, finna skatttekjur fyrir sig með tilheyrandi kostnaði í stað þess að gera það sjálf. Ef ríkin komast að samkomulagi má búast við því að íslenskar fjármálastofnanir þurfi einu sinni á ári að senda sérstaka FATCA-skýrslu til ríkisskattstjóra þar sem upplýst er um stöðu bandarískra skattgreiðenda, bæði einstaklinga og lögaðila, hjá viðkomandi fjármálastofnun. Ef hins vegar næst ekki að semja fyrir næstu áramót þá ber þessum fjármálastofnunum að upplýsa IRS beint um þessar inneignir á þeim skýrslueyðublöðum sem er að finna hjá IRS. Auk þess sem á íslenskum fjármálastofnunum hvíla enn ríkari skyldur ef ekki er fyrir hendi samningur við Bandaríkin. Hvað gerist ef ekki er farið eftir lögunumHvað gerist ef ekki er farið eftir lögunumEf fjármálastofnun fer ekki eftir þessum lögum munu bandarísk skattyfirvöld leggja 30% skatt á allar greiðslur sem viðkomandi fjármálastofnun og viðskiptavinir hennar fá frá Bandaríkjunum. Einhver kann að segja að þetta geti ekki verið enda hafi Ísland gert tvísköttunarsamning við Bandaríkin og að hann hljóti að gilda. Þannig er nú samt í pottinn búið að sá samningur skiptir engu máli, a.m.k. séð frá Bandaríkjunum. Ljóst er að umrædd lög leggja óvenjumiklar kvaðir á fjármálastofnanir um allan heim, með tilheyrandi kostnaði sem að sjálfsögðu verður mun þyngri fyrir minni fjármálastofnanir, sem á frekar við á Íslandi vegna smæðar landsins. Umfjöllun þessi er langt í frá tæmandi enda skilyrði samkvæmt FATCA-löggjöfinni flókin og margvísleg.
Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Sjá meira