Bandarísk löggjöf gildir á Íslandi Vala Valtýsdóttir skrifar 29. október 2014 07:00 Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte. Mörgum finnst þessi fullyrðing ótrúleg enda ekki á hverjum degi sem ríki setja lög og reglur sem ná yfir önnur ríki, en því miður þá er þetta satt. Fyrir nokkrum árum voru lögfest í Bandaríkjunum svokölluð FATCA lög (e. Foreign Account Tax Compliance Act) en þau skylda fjármálastofnanir og banka í öðrum ríkjum til að leita logandi ljósi að öllum mögulegum bandarískum skattgreiðendum í þeim tilgangi að upplýsa bandarísk skattyfirvöld um innstæður þeirra. Þannig eru íslenskir bankar og aðrar fjármálastofnanir skyldar til að skrá sig hjá IRS (RSK Bandaríkjanna) í þessum tilgangi. En þar með er ekki öll sagan sögð. Ísland verður að semja við BandaríkinÍsland verður að semja við Bandaríkin Fyrst má nefna að önnur ríki, þ.m.t. Ísland, verða að semja sérstaklega við Bandaríkin til að koma í veg fyrir að enn meiri skyldur hvíli á íslenskum fjármálastofnunum en fjármálastofnunum þeirra landa sem samið hafa við Bandaríkin. Og til hvers er leikurinn gerður? Jú bandarísk skattyfirvöld ætla að láta aðra, m.a. íslenska banka, finna skatttekjur fyrir sig með tilheyrandi kostnaði í stað þess að gera það sjálf. Ef ríkin komast að samkomulagi má búast við því að íslenskar fjármálastofnanir þurfi einu sinni á ári að senda sérstaka FATCA-skýrslu til ríkisskattstjóra þar sem upplýst er um stöðu bandarískra skattgreiðenda, bæði einstaklinga og lögaðila, hjá viðkomandi fjármálastofnun. Ef hins vegar næst ekki að semja fyrir næstu áramót þá ber þessum fjármálastofnunum að upplýsa IRS beint um þessar inneignir á þeim skýrslueyðublöðum sem er að finna hjá IRS. Auk þess sem á íslenskum fjármálastofnunum hvíla enn ríkari skyldur ef ekki er fyrir hendi samningur við Bandaríkin. Hvað gerist ef ekki er farið eftir lögunumHvað gerist ef ekki er farið eftir lögunumEf fjármálastofnun fer ekki eftir þessum lögum munu bandarísk skattyfirvöld leggja 30% skatt á allar greiðslur sem viðkomandi fjármálastofnun og viðskiptavinir hennar fá frá Bandaríkjunum. Einhver kann að segja að þetta geti ekki verið enda hafi Ísland gert tvísköttunarsamning við Bandaríkin og að hann hljóti að gilda. Þannig er nú samt í pottinn búið að sá samningur skiptir engu máli, a.m.k. séð frá Bandaríkjunum. Ljóst er að umrædd lög leggja óvenjumiklar kvaðir á fjármálastofnanir um allan heim, með tilheyrandi kostnaði sem að sjálfsögðu verður mun þyngri fyrir minni fjármálastofnanir, sem á frekar við á Íslandi vegna smæðar landsins. Umfjöllun þessi er langt í frá tæmandi enda skilyrði samkvæmt FATCA-löggjöfinni flókin og margvísleg. Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira
Mörgum finnst þessi fullyrðing ótrúleg enda ekki á hverjum degi sem ríki setja lög og reglur sem ná yfir önnur ríki, en því miður þá er þetta satt. Fyrir nokkrum árum voru lögfest í Bandaríkjunum svokölluð FATCA lög (e. Foreign Account Tax Compliance Act) en þau skylda fjármálastofnanir og banka í öðrum ríkjum til að leita logandi ljósi að öllum mögulegum bandarískum skattgreiðendum í þeim tilgangi að upplýsa bandarísk skattyfirvöld um innstæður þeirra. Þannig eru íslenskir bankar og aðrar fjármálastofnanir skyldar til að skrá sig hjá IRS (RSK Bandaríkjanna) í þessum tilgangi. En þar með er ekki öll sagan sögð. Ísland verður að semja við BandaríkinÍsland verður að semja við Bandaríkin Fyrst má nefna að önnur ríki, þ.m.t. Ísland, verða að semja sérstaklega við Bandaríkin til að koma í veg fyrir að enn meiri skyldur hvíli á íslenskum fjármálastofnunum en fjármálastofnunum þeirra landa sem samið hafa við Bandaríkin. Og til hvers er leikurinn gerður? Jú bandarísk skattyfirvöld ætla að láta aðra, m.a. íslenska banka, finna skatttekjur fyrir sig með tilheyrandi kostnaði í stað þess að gera það sjálf. Ef ríkin komast að samkomulagi má búast við því að íslenskar fjármálastofnanir þurfi einu sinni á ári að senda sérstaka FATCA-skýrslu til ríkisskattstjóra þar sem upplýst er um stöðu bandarískra skattgreiðenda, bæði einstaklinga og lögaðila, hjá viðkomandi fjármálastofnun. Ef hins vegar næst ekki að semja fyrir næstu áramót þá ber þessum fjármálastofnunum að upplýsa IRS beint um þessar inneignir á þeim skýrslueyðublöðum sem er að finna hjá IRS. Auk þess sem á íslenskum fjármálastofnunum hvíla enn ríkari skyldur ef ekki er fyrir hendi samningur við Bandaríkin. Hvað gerist ef ekki er farið eftir lögunumHvað gerist ef ekki er farið eftir lögunumEf fjármálastofnun fer ekki eftir þessum lögum munu bandarísk skattyfirvöld leggja 30% skatt á allar greiðslur sem viðkomandi fjármálastofnun og viðskiptavinir hennar fá frá Bandaríkjunum. Einhver kann að segja að þetta geti ekki verið enda hafi Ísland gert tvísköttunarsamning við Bandaríkin og að hann hljóti að gilda. Þannig er nú samt í pottinn búið að sá samningur skiptir engu máli, a.m.k. séð frá Bandaríkjunum. Ljóst er að umrædd lög leggja óvenjumiklar kvaðir á fjármálastofnanir um allan heim, með tilheyrandi kostnaði sem að sjálfsögðu verður mun þyngri fyrir minni fjármálastofnanir, sem á frekar við á Íslandi vegna smæðar landsins. Umfjöllun þessi er langt í frá tæmandi enda skilyrði samkvæmt FATCA-löggjöfinni flókin og margvísleg.
Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira