Serbía og Ísland eru jöfn á toppi 4. riðils í undankeppni EM 2016 eftir sigra í sínum leikjum í kvöld.
Íslendingar unnu öruggan sigur á Ísrael, 36-19, eins og lesa má um hér fyrir neðan en Serbía hafði betur gegn Svartfjallalandi, 25-21, í Belgrad.
Darko Djukic og Marko Vujin skoruðu sjö mörk hvor fyrir Serbíu sem var með eins marks forystu í hálfleik, 10-9. Heimamenn gáfu svo í í upphafi síðari hálfleiks og sigurinn var fljótt tryggður eftir það. Fahrudin Melic var markahæstur Svartfellinga með sex mörk.
Ísland mætir næst Svartfellingum ytra á sunnudag.
Serbía á toppnum með Íslandi

Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 36-19 | Strákarnir völtuðu yfir Ísrael í Höllinni
Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið með tvö stig í undankeppni EM 2016 eftir stórsigur á Ísrael í Laugardalshöll í kvöld.