Lífið

„Þetta Ku Klux Klan í tónlistinni á Íslandi hefur haldið mér í burtu“

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
„Tónlistarklíkan, ÚTÓN og Skífu-Bylgjuliðið, er rusl,“ segir tónlistarkonan Leoncie, en hún var gestur Jóns Ársæls Þórðarsonar í Sjálfstæðu fólki á Stöð 2 á sunnudagskvöld. Leoncie sakar klíkuna um rasisma í sinn garð.

„Þetta er hópur sem hleypir mér ekki inn,“ segir Leoncie sem gagnrýnir það að hún hafi aldrei fengið styrk, listamannalaun eða tónlistarverðlaun.

„Eurovision er líka lokað fyrir mig. Eftir mörg ár sögðu aðdáendur mínir mér að fara í Eurovision. Ég gerði það og sendi inn lag en það komst ekki áfram. Þetta skítapakk sem vinnur í Eurovision velur bara sjálft sig og ættingja sína.“

Leoncie gefur lítið fyrir það þegar Jón Ársæll segir að einhverjir myndu segja að hún væri með meintan klíkuskap „á heilanum“.

„Þetta Ku Klux Klan í tónlistinni á Íslandi hefur haldið mér í burtu vegna þess að ég er betri en þau munu nokkurn tímann verða,“ segir Leoncie.

Sjá má brot úr viðtalinu í spilaranum hér fyrir ofan.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.