Sjónvarpsmaðurinn Mario Lopez gaf nýverið út endurminningar sínar, Just Between Us, en í bókinni segist hann hafa átt einnar nætur gaman með vinsælli poppstjörnu fyrir mörgum árum í Las Vegas.
Mario hefur ekki gefið upp hver poppstjarnan er en tímaritið Us Weekly segist hafa það staðfest úr ýmsum áttum að það sé söngkonan Britney Spears.
Þegar Mario og Britney sváfu saman voru þau bæði einhleyp en Britney skildi við eiginmann sinn Kevin Federline árið 2006 og Mario var í pásu frá fyrrverandi kærustu sinni, Karinu Smirnoff, á árunum 2006 til 2008.
Mario sagði nýverið í samtali við Ellen DeGeneres að hann og poppstjarnan væru enn góðir vinir.

