Langaði að geta kysst börnin sín góða nótt Sunna Valgerðardóttir skrifar 21. janúar 2013 06:00 Ýmis starfsemi hefur verið rekin á Bókhlöðustíg 2, svo sem frímerkjabúð, þvottahús, tannlæknastofa, blikksmiðja og sjoppa. Nágrannar virðast ekki spenntir fyrir opnun veitingastaðar. Fréttablaðið/Valli "Draumurinn var að geta með þessum hætti sameinað fjölskyldulífið og vinnuna. Reka lítinn heimilislegan veitingastað nánast inni á heimilinu," segir Völundur Snær Völundarson veitingamaður. "Þetta eru auðvitað mikil vonbrigði." Meirihluti umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar hefur synjað beiðni Völundar varðandi framkvæmdaleyfi vegna opnunar lítils veitingastaðar á neðri hæð íbúðarhúss síns við Bókhlöðustíg 2. Ástæða synjunarinnar er sögð vöntun á deiliskipulagi fyrir svæðið. Þá sátu fulltrúar Sjálfstæðisflokks hjá við afgreiðslu málsins, þar sem gögn um rask á framkvæmdatíma lágu ekki fyrir. Fjölmargir íbúar í nágrenni húss Völundar höfðu mótmælt fyrirhuguðum framkvæmdum. Borginni var afhentur undirskriftalisti með hátt í tuttugu undirskriftum, sem og ítarlegri umsagnir, þar sem mótmælin eru rökstudd. Þar kom meðal annars fram að nágrannar óttuðust hljóð- og lyktarmengun, skort á bílastæðum, almennt ónæði vegna verðandi veitingahúsagesta og framkvæmda á svæðinu og rýrnun fasteignaverðs. Hið fyrirhugaða veitingahús átti að vera í svokölluðum flokki tvö. Ekki átti að vera opið lengur en til klukkan 23 á kvöldin og staðurinn það lítill að hann rúmaði ekki fleiri en fjörutíu gesti. Synji Reykjavíkurborg beiðnum sem þessum hafa umsækjendur möguleika á að kæra ákvörðunina eða fara fram á að borgin geri deiliskipulag á svæðinu þar sem gert verði ráð fyrir þeim möguleika að reka veitingahús í flokki tvö á neðstu hæð hússins. Eins og áður sagði liggur deiliskipulag ekki fyrir.Alvarleg villa í fundargerð Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Samfylkingar á umhverfis- og skipulagssviði, er tengdasonur hjóna sem sendu inn athugasemd um framkvæmdirnar til borgarinnar. Þau búa við Laufásveg og mæltust til þess að gert yrði deiliskipulag af reitnum áður en nokkuð yrði samþykkt. Þá spyrja þau hvort það sé stefna borgaryfirvalda ?að breyta þessu sögulega þorpi í íbúða- og veitingahúsahverfi?. Vegna tengsla sinna vék Hjálmar af fundum ráðsins í þau skipti sem málið var tekið fyrir. Það kemur þó hvergi fram í fundargerðum, heldur stendur þvert á móti að Hjálmar hafi verið meðal þeirra sem fóru fram á bókun á fundunum. "Ég vék af fundunum þegar þessi mál voru rædd. Þetta eru villur í fundargerðum, handvömm hjá fundarritara," segir hann. "Það er mjög mikilvægt að það komi fram að það kom ekki til greina að ég sæti þessa fundi og vont mál að þetta skuli ekki vera gert rétt, en þetta verður leiðrétt." Heitar umræður sköpuðust um málið á samfélagsmiðlum um helgina, þar sem fjölskyldutengsl borgarfulltrúans voru tekin fyrir. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Er sama hvort Pútín fái rauðan dregil ef það tryggir frið í Evrópu Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira
"Draumurinn var að geta með þessum hætti sameinað fjölskyldulífið og vinnuna. Reka lítinn heimilislegan veitingastað nánast inni á heimilinu," segir Völundur Snær Völundarson veitingamaður. "Þetta eru auðvitað mikil vonbrigði." Meirihluti umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar hefur synjað beiðni Völundar varðandi framkvæmdaleyfi vegna opnunar lítils veitingastaðar á neðri hæð íbúðarhúss síns við Bókhlöðustíg 2. Ástæða synjunarinnar er sögð vöntun á deiliskipulagi fyrir svæðið. Þá sátu fulltrúar Sjálfstæðisflokks hjá við afgreiðslu málsins, þar sem gögn um rask á framkvæmdatíma lágu ekki fyrir. Fjölmargir íbúar í nágrenni húss Völundar höfðu mótmælt fyrirhuguðum framkvæmdum. Borginni var afhentur undirskriftalisti með hátt í tuttugu undirskriftum, sem og ítarlegri umsagnir, þar sem mótmælin eru rökstudd. Þar kom meðal annars fram að nágrannar óttuðust hljóð- og lyktarmengun, skort á bílastæðum, almennt ónæði vegna verðandi veitingahúsagesta og framkvæmda á svæðinu og rýrnun fasteignaverðs. Hið fyrirhugaða veitingahús átti að vera í svokölluðum flokki tvö. Ekki átti að vera opið lengur en til klukkan 23 á kvöldin og staðurinn það lítill að hann rúmaði ekki fleiri en fjörutíu gesti. Synji Reykjavíkurborg beiðnum sem þessum hafa umsækjendur möguleika á að kæra ákvörðunina eða fara fram á að borgin geri deiliskipulag á svæðinu þar sem gert verði ráð fyrir þeim möguleika að reka veitingahús í flokki tvö á neðstu hæð hússins. Eins og áður sagði liggur deiliskipulag ekki fyrir.Alvarleg villa í fundargerð Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Samfylkingar á umhverfis- og skipulagssviði, er tengdasonur hjóna sem sendu inn athugasemd um framkvæmdirnar til borgarinnar. Þau búa við Laufásveg og mæltust til þess að gert yrði deiliskipulag af reitnum áður en nokkuð yrði samþykkt. Þá spyrja þau hvort það sé stefna borgaryfirvalda ?að breyta þessu sögulega þorpi í íbúða- og veitingahúsahverfi?. Vegna tengsla sinna vék Hjálmar af fundum ráðsins í þau skipti sem málið var tekið fyrir. Það kemur þó hvergi fram í fundargerðum, heldur stendur þvert á móti að Hjálmar hafi verið meðal þeirra sem fóru fram á bókun á fundunum. "Ég vék af fundunum þegar þessi mál voru rædd. Þetta eru villur í fundargerðum, handvömm hjá fundarritara," segir hann. "Það er mjög mikilvægt að það komi fram að það kom ekki til greina að ég sæti þessa fundi og vont mál að þetta skuli ekki vera gert rétt, en þetta verður leiðrétt." Heitar umræður sköpuðust um málið á samfélagsmiðlum um helgina, þar sem fjölskyldutengsl borgarfulltrúans voru tekin fyrir.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Er sama hvort Pútín fái rauðan dregil ef það tryggir frið í Evrópu Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira