Innlent

Riddari götunnar lést eftir árás

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðjón Guðjónsson vakti athygli á gljáfægðri bifreið sinni sem hann ók niður Laugaveginn.
Guðjón Guðjónsson vakti athygli á gljáfægðri bifreið sinni sem hann ók niður Laugaveginn. Mynd/ Stefán.
Hinn 76 ára gamli Guðjón Guðjónsson sem lést eftir að ráðist var á hann og bíl hans stolið var mörgum þeirra sem sækja miðborgina á sumrin að góðu kunnur og var jafnan kallaður Riddari götunnar. Hann hafði vakið athygli fyrir það að hafa spilað úrvals harmonikkutónlist fyrir vegfarendur Laugavegs og Austurstrætis á góðviðrisdögum síðustu sumra.

Guðjón viðbeinsbrotnaði og tví-rifbeinsbrotnaði í árásinni sem hann varð fyrir en handleggsbrotnaði ekki eins og fram kom í frétt á Vísi í gær.

„Ég fer nú líklega að hætta þessu fljótlega. Maður þarf nú að vera til friðs einstöku sinnum," sagði Guðjón Guðjónsson, fyrrverandi flugstjóri og húsasmíðameistari, í samtali við Fréttablaðið sumarið 2008 þegar hann ræddi um tónlistaráhuga sinn. Tónlistin ómaði gjarnan út um bílrúðuna á gljáfægðri Mercedez Benz bifreið hans þegar hann ók niður Laugaveginn.

Dóttir Guðjóns lýsti því hér á Vísi í gær hvernig veist var að honum þegar hann var að aka Hverfisgötu í Reykjavík. Karlmaður mun hafa stöðvað bifreiðina með því að standa í vegi fyrir henni úti á miðri götunni.

Því næst hafi hann fari inn í bílinn og neytt hann til þess að keyra inni í Kópavog. Málsatvik eru ekki skýr hvað atburðarrásina varðar. Dóttir mannsins segir það þó óumdeilt að tvær konur hafi komið að manninum þar sem hann lá lemstraður í götunni.

Hér má lesa frásögnina af atvikinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×