Fékk nóg af útlitsdýrkun í fjölmiðlum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 21. janúar 2013 11:45 Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir hefur fengið mikla athygli fyrir pistil sem hún skrifaði um sjónvarpsþættina Girls sem sýndir eru á Stöð 2 og birti á nudemagazine.is nú fyrir helgi. Hekla segir þættina hafa gjörbylt allri umræðu um staðalímyndir kvenna í fjölmiðlum. Þættirnir, sem hafa svo sannarlega slegið í gegn, fjalla um daglegt líf og raunir Hönnah Horvath sem leikin er af Lenu Dunham. Þrátt fyrir að vera seint talin fegurðardís á Hollywoodmælikvarða hikar hún ekki við að fækka fötum í þáttunum. Þetta þótti Heklu einmitt svo frábært. Hún skildi ekki hvers vegna þetta hafði ekki verið gert áður og af hverju aðeins fagurmótaðir líkamar fengu að fækka fötum í fjölmiðlum þar sem flestar konur eru langt frá því að vera í slíku formi.Aðalleikkonur Girls í breska Vogue.Hvers vegna skrifaðir þú greinina? ,,Mér ofbýður útlitsdýrkunin sem ríkir í fjölmiðlum og þetta er málefni sem ég hef lengi hugsað um. Ég veit ekki hver ákvað að fólk vildi eingöngu sjá konur í sjónvarpi sem uppfylla einhver ákveðin útlitsskilyrði. Umræðan og gagnrýnin sem verður til í hvert skipti sem einhver kona reynir að storka þessum gildum er mér alveg óskiljanleg, mér finnst skrýtið að til sé fólk sem vill koma í veg fyrir að jákvæðar og þarfar breytingar eigi sér stað í þessum efnum".Hvað er það besta við Girls þættina að þínu mati? ,,Ég kann að meta hvað þeir eru raunsæir, svo finnst mér handritið frábært. Það er mjög lítið framboð af uppbyggilegu efni í sjónvarpi í dag og það eru allir orðnir svo gegnsýrðir af staðalímyndum og glamúr. Mér finnst æðislegt að það sé loksins komið eitthvað sem er allt öðruvísi, hrátt og hreinskilið. Ég held að þættirnir hafi ekkert nema góð áhrif á konur og stuðli að því að þær taki sig í sátt og líði vel í eigin skinni, ólíkt flestum öðrum sjónvarpsþáttum".Hekla segist hafa fengið afar góð viðbrögð við greininni, en hún bjóst reyndar við því að margir væru sammála henni í þessu máli. ,,Neikvæðar raddir eiga það til að hafa hærra en jákvæðar þannig ég er mjög ánægð og vona að þessi breyting sé komin til að vera".Hekla Elísabet.Hekla byrjaði nýlega að skrifa fyrir Nude Magazine, en þar skrifar hún um tísku-, heilsu- og menningartengd efni. Pistilinn um Girls má lesa hér í heild sinni. Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Sjá meira
Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir hefur fengið mikla athygli fyrir pistil sem hún skrifaði um sjónvarpsþættina Girls sem sýndir eru á Stöð 2 og birti á nudemagazine.is nú fyrir helgi. Hekla segir þættina hafa gjörbylt allri umræðu um staðalímyndir kvenna í fjölmiðlum. Þættirnir, sem hafa svo sannarlega slegið í gegn, fjalla um daglegt líf og raunir Hönnah Horvath sem leikin er af Lenu Dunham. Þrátt fyrir að vera seint talin fegurðardís á Hollywoodmælikvarða hikar hún ekki við að fækka fötum í þáttunum. Þetta þótti Heklu einmitt svo frábært. Hún skildi ekki hvers vegna þetta hafði ekki verið gert áður og af hverju aðeins fagurmótaðir líkamar fengu að fækka fötum í fjölmiðlum þar sem flestar konur eru langt frá því að vera í slíku formi.Aðalleikkonur Girls í breska Vogue.Hvers vegna skrifaðir þú greinina? ,,Mér ofbýður útlitsdýrkunin sem ríkir í fjölmiðlum og þetta er málefni sem ég hef lengi hugsað um. Ég veit ekki hver ákvað að fólk vildi eingöngu sjá konur í sjónvarpi sem uppfylla einhver ákveðin útlitsskilyrði. Umræðan og gagnrýnin sem verður til í hvert skipti sem einhver kona reynir að storka þessum gildum er mér alveg óskiljanleg, mér finnst skrýtið að til sé fólk sem vill koma í veg fyrir að jákvæðar og þarfar breytingar eigi sér stað í þessum efnum".Hvað er það besta við Girls þættina að þínu mati? ,,Ég kann að meta hvað þeir eru raunsæir, svo finnst mér handritið frábært. Það er mjög lítið framboð af uppbyggilegu efni í sjónvarpi í dag og það eru allir orðnir svo gegnsýrðir af staðalímyndum og glamúr. Mér finnst æðislegt að það sé loksins komið eitthvað sem er allt öðruvísi, hrátt og hreinskilið. Ég held að þættirnir hafi ekkert nema góð áhrif á konur og stuðli að því að þær taki sig í sátt og líði vel í eigin skinni, ólíkt flestum öðrum sjónvarpsþáttum".Hekla segist hafa fengið afar góð viðbrögð við greininni, en hún bjóst reyndar við því að margir væru sammála henni í þessu máli. ,,Neikvæðar raddir eiga það til að hafa hærra en jákvæðar þannig ég er mjög ánægð og vona að þessi breyting sé komin til að vera".Hekla Elísabet.Hekla byrjaði nýlega að skrifa fyrir Nude Magazine, en þar skrifar hún um tísku-, heilsu- og menningartengd efni. Pistilinn um Girls má lesa hér í heild sinni.
Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Sjá meira