Myndarlegur gráhegri heiðrar Hafnfirðinga með nærveru sinni 21. janúar 2013 11:32 Gráhegrinn fylgist með öðrum fuglum á tjörninni úr fjarlægð. Það var fallegt um að litast við tjörnina í Hafnarfirði þegar Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður á Stöð 2 og ljósmyndari, leit þar við um helgina. Þar sá hann fallegan gráhegra. Hann er frekar styggur og fljótur að fljúga upp ef menn reyna að nálgast hann. HInir fuglarnir láta hann í friði, en Egill varð var við að endurnar veittu því athygli hvers lags furðufugl væri þarna á ferðinni. Yann Kolbeinsson, fuglafræðingur á Náttúrustofu Norðausturlands, segir að þarna sé um að ræða ungan fugl sem hafi komið í heiminn í sumar. „Þeir eru tíðir vetrargestir um allt land, þó sérstaklega á SV-landi og suður með landinu austur í Skaftafellssýslur. Þar sjást gjarnan smáir hópar sem halda til saman yfir veturinn í grennd við opið vatn (fiskeldi, heitar uppsprettur, lækir osfrv) á hefðbundnum stöðum og nátta sig stundum í grenilundum þar sem þá er að finna," segir hann í svari til fréttastofu. Hann segir að á höfuðborgarsvæðinu sjáist þeir gjarnan við Hvaleyrarlón, Urriðavatn, Elliðavatn og Keldur. Á árunum 1979-2007 hafi sést hér að meðaltali um 60 fuglar á ári en komum þeirra virðist hafa fjölgað lítillega á síðari árum. Flest bendir til að gráhegrar sem koma hingað eigi uppruna sinn í Skandinavíu, mögulega að mestu leyti frá Noregi. Stakir fuglar sjást stundum hér yfir sumartímann en ekki er vitað til að þeir hafi orpið hér enn sem komið er. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Er sama hvort Pútín fái rauðan dregil ef það tryggir frið í Evrópu Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira
Það var fallegt um að litast við tjörnina í Hafnarfirði þegar Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður á Stöð 2 og ljósmyndari, leit þar við um helgina. Þar sá hann fallegan gráhegra. Hann er frekar styggur og fljótur að fljúga upp ef menn reyna að nálgast hann. HInir fuglarnir láta hann í friði, en Egill varð var við að endurnar veittu því athygli hvers lags furðufugl væri þarna á ferðinni. Yann Kolbeinsson, fuglafræðingur á Náttúrustofu Norðausturlands, segir að þarna sé um að ræða ungan fugl sem hafi komið í heiminn í sumar. „Þeir eru tíðir vetrargestir um allt land, þó sérstaklega á SV-landi og suður með landinu austur í Skaftafellssýslur. Þar sjást gjarnan smáir hópar sem halda til saman yfir veturinn í grennd við opið vatn (fiskeldi, heitar uppsprettur, lækir osfrv) á hefðbundnum stöðum og nátta sig stundum í grenilundum þar sem þá er að finna," segir hann í svari til fréttastofu. Hann segir að á höfuðborgarsvæðinu sjáist þeir gjarnan við Hvaleyrarlón, Urriðavatn, Elliðavatn og Keldur. Á árunum 1979-2007 hafi sést hér að meðaltali um 60 fuglar á ári en komum þeirra virðist hafa fjölgað lítillega á síðari árum. Flest bendir til að gráhegrar sem koma hingað eigi uppruna sinn í Skandinavíu, mögulega að mestu leyti frá Noregi. Stakir fuglar sjást stundum hér yfir sumartímann en ekki er vitað til að þeir hafi orpið hér enn sem komið er.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Er sama hvort Pútín fái rauðan dregil ef það tryggir frið í Evrópu Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira