Innlent

Fjórir Outlaws-menn handteknir og kærðir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöld bifreið þar sem grunur lék á að bílstjóri væri undir áhrifum fíkniefna. Fjórir menn voru í bílnum og voru þeir allir í bolum merktir bifhjólasamtökunum Outlaws.

Í fórum sínum voru mennirnir með piparúða og nokkra hnífa. Auk fíkniefnaaksturs voru mennirnir kærðir fyrir brot á vopnalögum. Þeim var sleppt eftir skýrslutöku.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var einn þeirra tæplega átján ára gamall en hinir á þrítugsaldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×