Ef heilbrigðiskerfið hrynur og enginn er nálægt, heyrist þá hljóð? Arngrímur Vilhjálmsson, Fjóla Dögg Sigurðardóttir og Helga Lillian Guðmundsdóttir og Jóhanna Rún Rúnarsdóttir skrifa 21. nóvember 2013 06:00 Þann 16. október síðastliðinn minntum við læknanemar á okkur með bréfasendingum til alþingismanna og -kvenna. Við vildum með þeim koma á framfæri að okkur þykir vegið að heilbrigðiskerfinu á Íslandi og að við sjáum hvorki fram á að geta, né vilja, starfa í óbreyttu heilbrigðiskerfi. Rétt rúmum tveimur vikum seinna sendir Vigdís Hauksdóttir alþingiskona fyrirspurn til mennta- og menningarmálaráðherra þar sem hún spyr sérstaklega um læknanema. Hún vildi fá að vita hvort ráðherra teldi að skilyrða ætti lán einstaklinga sem stunda nám erlendis þannig að komi þeir ekki heim að námi loknu til starfa á Íslandi hækki vextir á lánum þeirra í samræmi við almenna markaðsvexti. Við skiljum að skortur er á fjármunum til að auka fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins og að þeir fjármunir þurfi að koma einhvers staðar frá. Við undirrituð erum þó öll sammála um að þetta sé sennilega ekki besta leiðin til að afla þeirra fjármuna svo ekki sé talað um brot á jafnréttisreglu LÍN og mismunun íslenskra ríkisborgara. Líklega var hugmyndin á bak við fyrirspurnina að reyna að fá íslenska lækna til að vinna frekar fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi en erlent og langar okkur að benda á nokkur atriði í því samhengi sem stuðla frekar að því.Jákvæð hvatning Styrkir, eða niðurfelling hluta námslána eftir útskrift, yrði jákvæð hvatning til læknanema til að koma til vinnu á Íslandi. Refsingar virka ekki í þessu tilfelli og eru líklegri til að hafa þveröfug áhrif. Grunnlaun lækna eru lág miðað við aðrar háskólastéttir eftir álíka langt nám. Það er ekki hægt að bera saman laun læknis með 60-70 tíma vinnuviku og annarrar stéttar með 40 tíma vinnuviku. Það segir sig sjálft að slíkir vinnutímar geta komið niður á störfum lækna og heilsu. Launin eru því m.a. ein af ástæðum þess að íslenskir læknar sjá ekki fyrir sér að starfa á Íslandi. Tækjabúnað þarf að uppfæra. Nýlegar bilanir í myndgreiningartækjum Landspítalans þeyta þjónustunni aftur um tugi ára og samræmast ekki nútíma bráðaheilbrigðisþjónustu. Þessar bilanir og sú staðreynd að erfitt er að fá nauðsynlega varahluti í umrædd tæki ítrekar nauðsyn nýrri tækjabúnaðar. Heilbrigðiskerfið á Íslandi hefur verið fjársvelt til margra ára og afleiðingarnar í takt við það. Gamall og lúinn tækjabúnaður, sem erfitt er að lagfæra, og óánægt starfsfólk gerir það að verkum að heilbrigðiskerfið stendur á brauðfótum. Gott heilbrigðiskerfi er nauðsynlegt þjóðfélaginu og skilar af sér heilbrigðari þjóðfélagsþegnum. Það kostar þó peninga að viðhalda heilsu skattgreiðenda og gott heilbrigðiskerfi er ekki hægt að fá á afslætti. Gott heilbrigðiskerfi laðar sjálfkrafa að sér góða lækna sem á móti efla heilbrigðiskerfið enn frekar og þannig koll af kolli. Við viljum að framtíðarsýn íslensks heilbrigðiskerfis sé björt og við trúum því að ríkisstjórnin óski þess líka. Við vonum því að ríkisstjórnin sýni vilja í verki með auknum fjárveitingum til heilbrigðiskerfisins og komi til móts við kröfur lækna í komandi kjarasamningum. Með kærri kveðju og von í hjarta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Þann 16. október síðastliðinn minntum við læknanemar á okkur með bréfasendingum til alþingismanna og -kvenna. Við vildum með þeim koma á framfæri að okkur þykir vegið að heilbrigðiskerfinu á Íslandi og að við sjáum hvorki fram á að geta, né vilja, starfa í óbreyttu heilbrigðiskerfi. Rétt rúmum tveimur vikum seinna sendir Vigdís Hauksdóttir alþingiskona fyrirspurn til mennta- og menningarmálaráðherra þar sem hún spyr sérstaklega um læknanema. Hún vildi fá að vita hvort ráðherra teldi að skilyrða ætti lán einstaklinga sem stunda nám erlendis þannig að komi þeir ekki heim að námi loknu til starfa á Íslandi hækki vextir á lánum þeirra í samræmi við almenna markaðsvexti. Við skiljum að skortur er á fjármunum til að auka fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins og að þeir fjármunir þurfi að koma einhvers staðar frá. Við undirrituð erum þó öll sammála um að þetta sé sennilega ekki besta leiðin til að afla þeirra fjármuna svo ekki sé talað um brot á jafnréttisreglu LÍN og mismunun íslenskra ríkisborgara. Líklega var hugmyndin á bak við fyrirspurnina að reyna að fá íslenska lækna til að vinna frekar fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi en erlent og langar okkur að benda á nokkur atriði í því samhengi sem stuðla frekar að því.Jákvæð hvatning Styrkir, eða niðurfelling hluta námslána eftir útskrift, yrði jákvæð hvatning til læknanema til að koma til vinnu á Íslandi. Refsingar virka ekki í þessu tilfelli og eru líklegri til að hafa þveröfug áhrif. Grunnlaun lækna eru lág miðað við aðrar háskólastéttir eftir álíka langt nám. Það er ekki hægt að bera saman laun læknis með 60-70 tíma vinnuviku og annarrar stéttar með 40 tíma vinnuviku. Það segir sig sjálft að slíkir vinnutímar geta komið niður á störfum lækna og heilsu. Launin eru því m.a. ein af ástæðum þess að íslenskir læknar sjá ekki fyrir sér að starfa á Íslandi. Tækjabúnað þarf að uppfæra. Nýlegar bilanir í myndgreiningartækjum Landspítalans þeyta þjónustunni aftur um tugi ára og samræmast ekki nútíma bráðaheilbrigðisþjónustu. Þessar bilanir og sú staðreynd að erfitt er að fá nauðsynlega varahluti í umrædd tæki ítrekar nauðsyn nýrri tækjabúnaðar. Heilbrigðiskerfið á Íslandi hefur verið fjársvelt til margra ára og afleiðingarnar í takt við það. Gamall og lúinn tækjabúnaður, sem erfitt er að lagfæra, og óánægt starfsfólk gerir það að verkum að heilbrigðiskerfið stendur á brauðfótum. Gott heilbrigðiskerfi er nauðsynlegt þjóðfélaginu og skilar af sér heilbrigðari þjóðfélagsþegnum. Það kostar þó peninga að viðhalda heilsu skattgreiðenda og gott heilbrigðiskerfi er ekki hægt að fá á afslætti. Gott heilbrigðiskerfi laðar sjálfkrafa að sér góða lækna sem á móti efla heilbrigðiskerfið enn frekar og þannig koll af kolli. Við viljum að framtíðarsýn íslensks heilbrigðiskerfis sé björt og við trúum því að ríkisstjórnin óski þess líka. Við vonum því að ríkisstjórnin sýni vilja í verki með auknum fjárveitingum til heilbrigðiskerfisins og komi til móts við kröfur lækna í komandi kjarasamningum. Með kærri kveðju og von í hjarta.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar